Heimir: Myndum vera léleg eftirlíking af Spáni eða Þýskalandi Einar Sigurvinsson skrifar 10. maí 2018 22:00 Arnar Bill og Heimir á FIFA safninu í Zurich. mynd/ksi.is „Það er sjaldan sem þú finnur landsliðsþjálfara á bar með stuðningsmönnum, tveimur klukkustundum áður en leikur hefst. En þegar Ísland kemur við sögu eiga hlutirnir það til að vera öðruvísi.“ Svona hefst umfjöllun fréttastofu Reuters um íslenska landsliðið sem birt var í dag. Fyrr í vikunni sat Heimir Hallgrímssonar pallborðsumræður á safni FIFA í Zurich ásamt Arnari Bill Gunnarssyni, fræðslustjóra KSÍ. Þeim var nýlokið þegar blaðamaður Reuters náði tali við hann. Fyrir utan árangur íslenska landsliðsins vekur fátt meiri athygli erlendra íþróttafréttamanna en það að Heimir skuli hitta stuðningsmenn rétt áður en leikur hefst. „Hálf stúkan var auð á landsleikjum. Fyrsta sinn sem við gerðum þetta mættu sjö stuðningsmenn. Nú mæta 500 til 600 manns,“ sagði Heimir við blaðamann Reuters. Önnur spurning sem Heimir þarf reglulega að svara þegar erlendir blaðamann koma við sögu snýst að starfi hans sem tannlæknir. Heimir útskýrir hvernig tannlækningarnar hafa nýst honum í þjálfarastarfinu. „Þegar þú er tannlæknir þarftu að aðlaga þig að skjólstæðingnum. Sumir gætu verið mjög hræddir, sumir mjög rólegir. Það er eins þegar þú þjálfar knattspyrnumenn. Þú þarft að vita hvers konar tegund af leikmanni hann er og aðlaga þig að hans hugarfari.“ Þá útskýrir Heimir sínar áherslur fyrir leikstíl íslenska liðsins. „Við vitum að við getum ekki verið bestir á öllum sviðum, við erum Ísland. Við myndum vera léleg eftirlíking af Spáni eða Þýskalandi ef við reyndum að herma eftir þeim.“ „Við vitum að við erum ekki besta sendingaliðið, svo við höfum ekki áhyggjur af tölfræði um heppnaðar sendingar eða hlutfall um vald á bolta. Við verðum að vera betri á öðrum sviðum,“ segir Heimir og nefnir þá þætti sem íslenska liðið þarf að hafa. „Við verðum að berjast meira en hitt liðið, við verðum að vera agaðir, við verðum að vera mjög skipulagðir, við verðum að vera einbeittir, við verðum að vera góðir í föstum leikatriðum. Þetta eru atriði sem leikmenn okkar verða að hafa á hreinu.“ Heimsmeistaramótið í Rússlandi hefst 14. júní og eru því aðeins 34 dagar til stefnu. Lokahópur íslenska landsliðsins fyrir mótið verður kynntur á morgun. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Sport Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Sjá meira
„Það er sjaldan sem þú finnur landsliðsþjálfara á bar með stuðningsmönnum, tveimur klukkustundum áður en leikur hefst. En þegar Ísland kemur við sögu eiga hlutirnir það til að vera öðruvísi.“ Svona hefst umfjöllun fréttastofu Reuters um íslenska landsliðið sem birt var í dag. Fyrr í vikunni sat Heimir Hallgrímssonar pallborðsumræður á safni FIFA í Zurich ásamt Arnari Bill Gunnarssyni, fræðslustjóra KSÍ. Þeim var nýlokið þegar blaðamaður Reuters náði tali við hann. Fyrir utan árangur íslenska landsliðsins vekur fátt meiri athygli erlendra íþróttafréttamanna en það að Heimir skuli hitta stuðningsmenn rétt áður en leikur hefst. „Hálf stúkan var auð á landsleikjum. Fyrsta sinn sem við gerðum þetta mættu sjö stuðningsmenn. Nú mæta 500 til 600 manns,“ sagði Heimir við blaðamann Reuters. Önnur spurning sem Heimir þarf reglulega að svara þegar erlendir blaðamann koma við sögu snýst að starfi hans sem tannlæknir. Heimir útskýrir hvernig tannlækningarnar hafa nýst honum í þjálfarastarfinu. „Þegar þú er tannlæknir þarftu að aðlaga þig að skjólstæðingnum. Sumir gætu verið mjög hræddir, sumir mjög rólegir. Það er eins þegar þú þjálfar knattspyrnumenn. Þú þarft að vita hvers konar tegund af leikmanni hann er og aðlaga þig að hans hugarfari.“ Þá útskýrir Heimir sínar áherslur fyrir leikstíl íslenska liðsins. „Við vitum að við getum ekki verið bestir á öllum sviðum, við erum Ísland. Við myndum vera léleg eftirlíking af Spáni eða Þýskalandi ef við reyndum að herma eftir þeim.“ „Við vitum að við erum ekki besta sendingaliðið, svo við höfum ekki áhyggjur af tölfræði um heppnaðar sendingar eða hlutfall um vald á bolta. Við verðum að vera betri á öðrum sviðum,“ segir Heimir og nefnir þá þætti sem íslenska liðið þarf að hafa. „Við verðum að berjast meira en hitt liðið, við verðum að vera agaðir, við verðum að vera mjög skipulagðir, við verðum að vera einbeittir, við verðum að vera góðir í föstum leikatriðum. Þetta eru atriði sem leikmenn okkar verða að hafa á hreinu.“ Heimsmeistaramótið í Rússlandi hefst 14. júní og eru því aðeins 34 dagar til stefnu. Lokahópur íslenska landsliðsins fyrir mótið verður kynntur á morgun.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Sport Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Sjá meira