Lögmaður Trump segir samsæristalið snúast um almenningsálit Kjartan Kjartansson skrifar 27. maí 2018 23:18 Opinberar yfirlýsingar Giuliani hafa oft þótt undarlegar. Nú virðist hann viðurkenna að ásakanir Trump um njósnir séu almannatengslaherferð. Vísir/AFP Yfirlýsingum Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að njósnað hafi verið um forsetaframboð hans af pólitískum ástæðum er ætlað að hafa áhrif á almenningsálit og að takmarka hættuna á að hann verði ákærður. Þetta viðurkenndi Rudy Giuliani, lögmaður Trump, í viðtölum við bandarískar sjónvarpsstöðvar í dag. Trump hefur áfram farið mikinn um að alríkislögreglan FBI og dómsmálaráðuneytið hafi látið njósna um framboð hans af pólitískum ástæðum, mögulega samkvæmt skipunum ríkisstjórnar Baracks Obama, í tístum um helgina. Ekkert hefur komið fram sem styður þær fullyrðingar forsetans. Giuliani var gestur nokkurra umræðuþátta í bandarísku sjónvarpi í dag og virtist þar viðurkenna að ásakanir Trump væru fyrst og fremst áróðursherferð, að því er segir í frétt The Guardian. „Þetta er fyrir almenningsálitið,“ sagði Giuliani og vísaði til þess að afstaða repúblikana og demókrata til þess hvort ákæra átti Trump myndi að miklu leyti ráðast af viðhorfum kjósenda. Samsæriskenningin um að njósnara hafi verið komið fyrir innan framboðs Trump fór á flug eftir að greint var frá því að FBI og dómsmálaráðuneytið hafi leitað til bandarísks heimildarmanns sem veitti rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans, sem kannar mögulegt samráð framboðs Trump við Rússa, upplýsingar. Heimildarmaðurinn starfaði hins vegar ekki innan framboðsins heldur ræddi hann við að minnsta kosti þrjá starfsmenn þess og reyndi að afla upplýsinga um samskipti þeirra við Rússa. FBI hafði áður fengið vísbendingar um að einn starfsmaður framboðsins hefði vitað af því að rússneskir hakkarar hefðu tölvupósta frá Hillary Clinton og demókrötum, löngu áður en það varð opinbert. Þrýstingur Trump og bandamanna hans á þingi og í fjölmiðlum leiddi til þess að FBI og dómsmálaráðuneytið létu undan og samþykktu að veita repúblikönum upplýsingar um heimildarmanninn á fundi í síðustu viku. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Dómsmálaráðuneytið lúffar fyrir Trump Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur hafið rannsókn á rannsókn gagnvart Donald Trump, forseta. 22. maí 2018 16:30 Heimildarmaður FBI afhjúpaður eftir þrýsting Trump og félaga Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að krefjast rannsóknar á því hvort njósnað hafi verið um framboð hans af pólitískum ástæðum. Engar vísbendingar liggja fyrir um að sú hafi verið raunin. 20. maí 2018 21:16 Funda um uppljóstrara með leiðtogum Repúblikana í dag Leiðtogar Repúblikana funda með toppum eftirlits- og löggæslustofnana og fá leyniskjöl um uppljóstrara alríkislögreglu í forsetaframboði Trumps. Forseti segir alríkislögreglu hafa njósnað um sig í pólitískum tilgangi, áður en Rússamálið kom upp, en sú staðhæfing er umdeild og The New York Times fullyrðir að hún sé röng. 24. maí 2018 06:00 Trump og bandamenn magna upp „njósnahneyksli“ Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að FBI hafi njósnað óeðlilega um framboð Donalds Trump. Vangaveltur um slíkt hafa gengið fjöllum hærra í fjölmiðlum sem eru hallir undir forsetann. 24. maí 2018 11:52 Trump elur á vantrausti á yfirvöld með samsæriskenningum Á Twitter lætur Bandaríkjaforseti gamminn geisa um meint samsæri „djúpríkisins“ gegn honum. 23. maí 2018 13:43 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Urðu úti við leit að Stórfæti Erlent Fleiri fréttir Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Sjá meira
Yfirlýsingum Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að njósnað hafi verið um forsetaframboð hans af pólitískum ástæðum er ætlað að hafa áhrif á almenningsálit og að takmarka hættuna á að hann verði ákærður. Þetta viðurkenndi Rudy Giuliani, lögmaður Trump, í viðtölum við bandarískar sjónvarpsstöðvar í dag. Trump hefur áfram farið mikinn um að alríkislögreglan FBI og dómsmálaráðuneytið hafi látið njósna um framboð hans af pólitískum ástæðum, mögulega samkvæmt skipunum ríkisstjórnar Baracks Obama, í tístum um helgina. Ekkert hefur komið fram sem styður þær fullyrðingar forsetans. Giuliani var gestur nokkurra umræðuþátta í bandarísku sjónvarpi í dag og virtist þar viðurkenna að ásakanir Trump væru fyrst og fremst áróðursherferð, að því er segir í frétt The Guardian. „Þetta er fyrir almenningsálitið,“ sagði Giuliani og vísaði til þess að afstaða repúblikana og demókrata til þess hvort ákæra átti Trump myndi að miklu leyti ráðast af viðhorfum kjósenda. Samsæriskenningin um að njósnara hafi verið komið fyrir innan framboðs Trump fór á flug eftir að greint var frá því að FBI og dómsmálaráðuneytið hafi leitað til bandarísks heimildarmanns sem veitti rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans, sem kannar mögulegt samráð framboðs Trump við Rússa, upplýsingar. Heimildarmaðurinn starfaði hins vegar ekki innan framboðsins heldur ræddi hann við að minnsta kosti þrjá starfsmenn þess og reyndi að afla upplýsinga um samskipti þeirra við Rússa. FBI hafði áður fengið vísbendingar um að einn starfsmaður framboðsins hefði vitað af því að rússneskir hakkarar hefðu tölvupósta frá Hillary Clinton og demókrötum, löngu áður en það varð opinbert. Þrýstingur Trump og bandamanna hans á þingi og í fjölmiðlum leiddi til þess að FBI og dómsmálaráðuneytið létu undan og samþykktu að veita repúblikönum upplýsingar um heimildarmanninn á fundi í síðustu viku.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Dómsmálaráðuneytið lúffar fyrir Trump Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur hafið rannsókn á rannsókn gagnvart Donald Trump, forseta. 22. maí 2018 16:30 Heimildarmaður FBI afhjúpaður eftir þrýsting Trump og félaga Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að krefjast rannsóknar á því hvort njósnað hafi verið um framboð hans af pólitískum ástæðum. Engar vísbendingar liggja fyrir um að sú hafi verið raunin. 20. maí 2018 21:16 Funda um uppljóstrara með leiðtogum Repúblikana í dag Leiðtogar Repúblikana funda með toppum eftirlits- og löggæslustofnana og fá leyniskjöl um uppljóstrara alríkislögreglu í forsetaframboði Trumps. Forseti segir alríkislögreglu hafa njósnað um sig í pólitískum tilgangi, áður en Rússamálið kom upp, en sú staðhæfing er umdeild og The New York Times fullyrðir að hún sé röng. 24. maí 2018 06:00 Trump og bandamenn magna upp „njósnahneyksli“ Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að FBI hafi njósnað óeðlilega um framboð Donalds Trump. Vangaveltur um slíkt hafa gengið fjöllum hærra í fjölmiðlum sem eru hallir undir forsetann. 24. maí 2018 11:52 Trump elur á vantrausti á yfirvöld með samsæriskenningum Á Twitter lætur Bandaríkjaforseti gamminn geisa um meint samsæri „djúpríkisins“ gegn honum. 23. maí 2018 13:43 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Urðu úti við leit að Stórfæti Erlent Fleiri fréttir Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið lúffar fyrir Trump Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur hafið rannsókn á rannsókn gagnvart Donald Trump, forseta. 22. maí 2018 16:30
Heimildarmaður FBI afhjúpaður eftir þrýsting Trump og félaga Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að krefjast rannsóknar á því hvort njósnað hafi verið um framboð hans af pólitískum ástæðum. Engar vísbendingar liggja fyrir um að sú hafi verið raunin. 20. maí 2018 21:16
Funda um uppljóstrara með leiðtogum Repúblikana í dag Leiðtogar Repúblikana funda með toppum eftirlits- og löggæslustofnana og fá leyniskjöl um uppljóstrara alríkislögreglu í forsetaframboði Trumps. Forseti segir alríkislögreglu hafa njósnað um sig í pólitískum tilgangi, áður en Rússamálið kom upp, en sú staðhæfing er umdeild og The New York Times fullyrðir að hún sé röng. 24. maí 2018 06:00
Trump og bandamenn magna upp „njósnahneyksli“ Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að FBI hafi njósnað óeðlilega um framboð Donalds Trump. Vangaveltur um slíkt hafa gengið fjöllum hærra í fjölmiðlum sem eru hallir undir forsetann. 24. maí 2018 11:52
Trump elur á vantrausti á yfirvöld með samsæriskenningum Á Twitter lætur Bandaríkjaforseti gamminn geisa um meint samsæri „djúpríkisins“ gegn honum. 23. maí 2018 13:43