Lögmaður Trump segir samsæristalið snúast um almenningsálit Kjartan Kjartansson skrifar 27. maí 2018 23:18 Opinberar yfirlýsingar Giuliani hafa oft þótt undarlegar. Nú virðist hann viðurkenna að ásakanir Trump um njósnir séu almannatengslaherferð. Vísir/AFP Yfirlýsingum Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að njósnað hafi verið um forsetaframboð hans af pólitískum ástæðum er ætlað að hafa áhrif á almenningsálit og að takmarka hættuna á að hann verði ákærður. Þetta viðurkenndi Rudy Giuliani, lögmaður Trump, í viðtölum við bandarískar sjónvarpsstöðvar í dag. Trump hefur áfram farið mikinn um að alríkislögreglan FBI og dómsmálaráðuneytið hafi látið njósna um framboð hans af pólitískum ástæðum, mögulega samkvæmt skipunum ríkisstjórnar Baracks Obama, í tístum um helgina. Ekkert hefur komið fram sem styður þær fullyrðingar forsetans. Giuliani var gestur nokkurra umræðuþátta í bandarísku sjónvarpi í dag og virtist þar viðurkenna að ásakanir Trump væru fyrst og fremst áróðursherferð, að því er segir í frétt The Guardian. „Þetta er fyrir almenningsálitið,“ sagði Giuliani og vísaði til þess að afstaða repúblikana og demókrata til þess hvort ákæra átti Trump myndi að miklu leyti ráðast af viðhorfum kjósenda. Samsæriskenningin um að njósnara hafi verið komið fyrir innan framboðs Trump fór á flug eftir að greint var frá því að FBI og dómsmálaráðuneytið hafi leitað til bandarísks heimildarmanns sem veitti rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans, sem kannar mögulegt samráð framboðs Trump við Rússa, upplýsingar. Heimildarmaðurinn starfaði hins vegar ekki innan framboðsins heldur ræddi hann við að minnsta kosti þrjá starfsmenn þess og reyndi að afla upplýsinga um samskipti þeirra við Rússa. FBI hafði áður fengið vísbendingar um að einn starfsmaður framboðsins hefði vitað af því að rússneskir hakkarar hefðu tölvupósta frá Hillary Clinton og demókrötum, löngu áður en það varð opinbert. Þrýstingur Trump og bandamanna hans á þingi og í fjölmiðlum leiddi til þess að FBI og dómsmálaráðuneytið létu undan og samþykktu að veita repúblikönum upplýsingar um heimildarmanninn á fundi í síðustu viku. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Dómsmálaráðuneytið lúffar fyrir Trump Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur hafið rannsókn á rannsókn gagnvart Donald Trump, forseta. 22. maí 2018 16:30 Heimildarmaður FBI afhjúpaður eftir þrýsting Trump og félaga Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að krefjast rannsóknar á því hvort njósnað hafi verið um framboð hans af pólitískum ástæðum. Engar vísbendingar liggja fyrir um að sú hafi verið raunin. 20. maí 2018 21:16 Funda um uppljóstrara með leiðtogum Repúblikana í dag Leiðtogar Repúblikana funda með toppum eftirlits- og löggæslustofnana og fá leyniskjöl um uppljóstrara alríkislögreglu í forsetaframboði Trumps. Forseti segir alríkislögreglu hafa njósnað um sig í pólitískum tilgangi, áður en Rússamálið kom upp, en sú staðhæfing er umdeild og The New York Times fullyrðir að hún sé röng. 24. maí 2018 06:00 Trump og bandamenn magna upp „njósnahneyksli“ Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að FBI hafi njósnað óeðlilega um framboð Donalds Trump. Vangaveltur um slíkt hafa gengið fjöllum hærra í fjölmiðlum sem eru hallir undir forsetann. 24. maí 2018 11:52 Trump elur á vantrausti á yfirvöld með samsæriskenningum Á Twitter lætur Bandaríkjaforseti gamminn geisa um meint samsæri „djúpríkisins“ gegn honum. 23. maí 2018 13:43 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Yfirlýsingum Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að njósnað hafi verið um forsetaframboð hans af pólitískum ástæðum er ætlað að hafa áhrif á almenningsálit og að takmarka hættuna á að hann verði ákærður. Þetta viðurkenndi Rudy Giuliani, lögmaður Trump, í viðtölum við bandarískar sjónvarpsstöðvar í dag. Trump hefur áfram farið mikinn um að alríkislögreglan FBI og dómsmálaráðuneytið hafi látið njósna um framboð hans af pólitískum ástæðum, mögulega samkvæmt skipunum ríkisstjórnar Baracks Obama, í tístum um helgina. Ekkert hefur komið fram sem styður þær fullyrðingar forsetans. Giuliani var gestur nokkurra umræðuþátta í bandarísku sjónvarpi í dag og virtist þar viðurkenna að ásakanir Trump væru fyrst og fremst áróðursherferð, að því er segir í frétt The Guardian. „Þetta er fyrir almenningsálitið,“ sagði Giuliani og vísaði til þess að afstaða repúblikana og demókrata til þess hvort ákæra átti Trump myndi að miklu leyti ráðast af viðhorfum kjósenda. Samsæriskenningin um að njósnara hafi verið komið fyrir innan framboðs Trump fór á flug eftir að greint var frá því að FBI og dómsmálaráðuneytið hafi leitað til bandarísks heimildarmanns sem veitti rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans, sem kannar mögulegt samráð framboðs Trump við Rússa, upplýsingar. Heimildarmaðurinn starfaði hins vegar ekki innan framboðsins heldur ræddi hann við að minnsta kosti þrjá starfsmenn þess og reyndi að afla upplýsinga um samskipti þeirra við Rússa. FBI hafði áður fengið vísbendingar um að einn starfsmaður framboðsins hefði vitað af því að rússneskir hakkarar hefðu tölvupósta frá Hillary Clinton og demókrötum, löngu áður en það varð opinbert. Þrýstingur Trump og bandamanna hans á þingi og í fjölmiðlum leiddi til þess að FBI og dómsmálaráðuneytið létu undan og samþykktu að veita repúblikönum upplýsingar um heimildarmanninn á fundi í síðustu viku.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Dómsmálaráðuneytið lúffar fyrir Trump Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur hafið rannsókn á rannsókn gagnvart Donald Trump, forseta. 22. maí 2018 16:30 Heimildarmaður FBI afhjúpaður eftir þrýsting Trump og félaga Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að krefjast rannsóknar á því hvort njósnað hafi verið um framboð hans af pólitískum ástæðum. Engar vísbendingar liggja fyrir um að sú hafi verið raunin. 20. maí 2018 21:16 Funda um uppljóstrara með leiðtogum Repúblikana í dag Leiðtogar Repúblikana funda með toppum eftirlits- og löggæslustofnana og fá leyniskjöl um uppljóstrara alríkislögreglu í forsetaframboði Trumps. Forseti segir alríkislögreglu hafa njósnað um sig í pólitískum tilgangi, áður en Rússamálið kom upp, en sú staðhæfing er umdeild og The New York Times fullyrðir að hún sé röng. 24. maí 2018 06:00 Trump og bandamenn magna upp „njósnahneyksli“ Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að FBI hafi njósnað óeðlilega um framboð Donalds Trump. Vangaveltur um slíkt hafa gengið fjöllum hærra í fjölmiðlum sem eru hallir undir forsetann. 24. maí 2018 11:52 Trump elur á vantrausti á yfirvöld með samsæriskenningum Á Twitter lætur Bandaríkjaforseti gamminn geisa um meint samsæri „djúpríkisins“ gegn honum. 23. maí 2018 13:43 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið lúffar fyrir Trump Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur hafið rannsókn á rannsókn gagnvart Donald Trump, forseta. 22. maí 2018 16:30
Heimildarmaður FBI afhjúpaður eftir þrýsting Trump og félaga Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að krefjast rannsóknar á því hvort njósnað hafi verið um framboð hans af pólitískum ástæðum. Engar vísbendingar liggja fyrir um að sú hafi verið raunin. 20. maí 2018 21:16
Funda um uppljóstrara með leiðtogum Repúblikana í dag Leiðtogar Repúblikana funda með toppum eftirlits- og löggæslustofnana og fá leyniskjöl um uppljóstrara alríkislögreglu í forsetaframboði Trumps. Forseti segir alríkislögreglu hafa njósnað um sig í pólitískum tilgangi, áður en Rússamálið kom upp, en sú staðhæfing er umdeild og The New York Times fullyrðir að hún sé röng. 24. maí 2018 06:00
Trump og bandamenn magna upp „njósnahneyksli“ Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að FBI hafi njósnað óeðlilega um framboð Donalds Trump. Vangaveltur um slíkt hafa gengið fjöllum hærra í fjölmiðlum sem eru hallir undir forsetann. 24. maí 2018 11:52
Trump elur á vantrausti á yfirvöld með samsæriskenningum Á Twitter lætur Bandaríkjaforseti gamminn geisa um meint samsæri „djúpríkisins“ gegn honum. 23. maí 2018 13:43