Leitin að Arturi einsdæmi á Íslandi Aðalheiður Ámundadóttir og Ólöf Skaftadóttir skrifa 26. maí 2018 06:00 Björgunarsveitamenn leituðu Arturs Jarmoszko meðfram ströndinni í Garðabæ og Kópavogi í fyrravor. Núna hafa líkamsleifar hans fundist. Artur sást síðast hinn 1. mars í fyrra á gangi eftir Suðurgötunni. Vísir/eyþór Líkamsleifarnar sem komu í veiðarfæri fiskibáts í Faxaflóa í febrúar síðastliðnum eru af Arturi Jarmoszko, ungum pólskum manni sem hvarf þann 1. mars 2017. Rannsókn réttarmeinafræðings, þar á meðal DNA-rannsókn, staðfestir það. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að engin merki um áverka hafi verið á líkamsleifunum sem fundust svo ekki leikur grunur á að neitt saknæmt hafi átt sér stað. Um ári eftir hvarfið hóf lögregla rannsókn á líkamsleifum sem komu í veiðarfæri fiskibáts úti á Faxaflóa. Umfangsmikil leit hófst á svæðinu þar sem líkamsleifarnar fundust. Að leitinni komu áhöfn varðskipsins Týs, einstaklingar frá kafaradeild Landhelgisgæslunnar, kafaradeild Ríkislögreglustjóra, starfsmaður frá Teledyne og Árni Kópsson kafari, segir í tilkynningunni. „Mig grunar að þetta sé einsdæmi á Íslandi, ég man ekki eftir neinu í líkingu við þetta áður,“ segir Þórir Ingvarsson lögreglufulltrúi um umfang leitarinnar á Faxaflóa. Notaður var kafbátur í leitinni en á leitarsvæðinu er 120 metra dýpi og var flötur leitarsvæðisins rúmlega hektari að flatarmáli. Þórir segir einnig að við leitina hafi verið teknar um átján þúsund ljósmyndir sem allar voru greindar.Sjá einnig: Líkamsleifarnar eru af Arturi Í kjölfar þess að fjallað var um mannshvarfið á síðasta ári skapaðist umræða um að lögreglan hafi ekki lagt mikinn metnað í leitina. Þórir segir að það sé erfitt að kalla út leitarfólk þegar ekki liggja fyrir nægar upplýsingar og að allt hafi verið lagt í sölurnar til að finna Artur. „Það er eðlilegt að fólki geti fundist það. Það var mikið lagt í að skoða öll gögn til að finna einhvern byrjunarpunkt. Ef ég man rétt voru kallaðar út björgunarsveitir og gengnar fjörur. En auðvitað var þeim mun meira lagt í hluti eins og að ræða við vini, kunningja og fjölskyldu og rannsaka tölvu hans og síma. Fólk verður ekki vart við þennan hluta leitarinnar,“ segir Þórir. Artur sást síðast laust fyrir miðnætti þann 1. mars í fyrra í eftirlitsmyndavél á gangi í suðurátt eftir Suðurgötu í Reykjavík. Þá námu símamöstur í Kópavogi og á Álftanesi merki úr síma hans nóttina sem hann hvarf og var því gerð ítarleg leit að honum í fjörum við Fossvog. Artur var 26 ára þegar hann hvarf og hafði verið búsettur hér á landi í nokkur ár. Eftir að niðurstaða réttarmeinafræðings lá fyrir var aðstandendum tilkynnt að um Artur hafi verið að ræða. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Birta myndir og myndbönd í von um að Artur finnist Formlegri leit lögreglu er lokið. 21. mars 2017 09:55 Rambo hefur ekki rætt við lögregluna Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi, sem fer fyrir rannsókninni á hvarfi Arturs, segist ekkert hafa heyrt frá Rambo síðan hann hóf störf fyrir fjölskyldu Arturs. 3. maí 2017 07:00 Líkamsleifarnar eru af Arturi Líkamsleifar sem fundust á hafsbotni undan Snæfellsnesi í febrúar eru af Arturi Jarmoszko, 26 ára karlmanni frá Póllandi sem búsettur hafði verið á Íslandi í fimm ár. 25. maí 2018 17:33 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Líkamsleifarnar sem komu í veiðarfæri fiskibáts í Faxaflóa í febrúar síðastliðnum eru af Arturi Jarmoszko, ungum pólskum manni sem hvarf þann 1. mars 2017. Rannsókn réttarmeinafræðings, þar á meðal DNA-rannsókn, staðfestir það. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að engin merki um áverka hafi verið á líkamsleifunum sem fundust svo ekki leikur grunur á að neitt saknæmt hafi átt sér stað. Um ári eftir hvarfið hóf lögregla rannsókn á líkamsleifum sem komu í veiðarfæri fiskibáts úti á Faxaflóa. Umfangsmikil leit hófst á svæðinu þar sem líkamsleifarnar fundust. Að leitinni komu áhöfn varðskipsins Týs, einstaklingar frá kafaradeild Landhelgisgæslunnar, kafaradeild Ríkislögreglustjóra, starfsmaður frá Teledyne og Árni Kópsson kafari, segir í tilkynningunni. „Mig grunar að þetta sé einsdæmi á Íslandi, ég man ekki eftir neinu í líkingu við þetta áður,“ segir Þórir Ingvarsson lögreglufulltrúi um umfang leitarinnar á Faxaflóa. Notaður var kafbátur í leitinni en á leitarsvæðinu er 120 metra dýpi og var flötur leitarsvæðisins rúmlega hektari að flatarmáli. Þórir segir einnig að við leitina hafi verið teknar um átján þúsund ljósmyndir sem allar voru greindar.Sjá einnig: Líkamsleifarnar eru af Arturi Í kjölfar þess að fjallað var um mannshvarfið á síðasta ári skapaðist umræða um að lögreglan hafi ekki lagt mikinn metnað í leitina. Þórir segir að það sé erfitt að kalla út leitarfólk þegar ekki liggja fyrir nægar upplýsingar og að allt hafi verið lagt í sölurnar til að finna Artur. „Það er eðlilegt að fólki geti fundist það. Það var mikið lagt í að skoða öll gögn til að finna einhvern byrjunarpunkt. Ef ég man rétt voru kallaðar út björgunarsveitir og gengnar fjörur. En auðvitað var þeim mun meira lagt í hluti eins og að ræða við vini, kunningja og fjölskyldu og rannsaka tölvu hans og síma. Fólk verður ekki vart við þennan hluta leitarinnar,“ segir Þórir. Artur sást síðast laust fyrir miðnætti þann 1. mars í fyrra í eftirlitsmyndavél á gangi í suðurátt eftir Suðurgötu í Reykjavík. Þá námu símamöstur í Kópavogi og á Álftanesi merki úr síma hans nóttina sem hann hvarf og var því gerð ítarleg leit að honum í fjörum við Fossvog. Artur var 26 ára þegar hann hvarf og hafði verið búsettur hér á landi í nokkur ár. Eftir að niðurstaða réttarmeinafræðings lá fyrir var aðstandendum tilkynnt að um Artur hafi verið að ræða.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Birta myndir og myndbönd í von um að Artur finnist Formlegri leit lögreglu er lokið. 21. mars 2017 09:55 Rambo hefur ekki rætt við lögregluna Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi, sem fer fyrir rannsókninni á hvarfi Arturs, segist ekkert hafa heyrt frá Rambo síðan hann hóf störf fyrir fjölskyldu Arturs. 3. maí 2017 07:00 Líkamsleifarnar eru af Arturi Líkamsleifar sem fundust á hafsbotni undan Snæfellsnesi í febrúar eru af Arturi Jarmoszko, 26 ára karlmanni frá Póllandi sem búsettur hafði verið á Íslandi í fimm ár. 25. maí 2018 17:33 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Birta myndir og myndbönd í von um að Artur finnist Formlegri leit lögreglu er lokið. 21. mars 2017 09:55
Rambo hefur ekki rætt við lögregluna Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi, sem fer fyrir rannsókninni á hvarfi Arturs, segist ekkert hafa heyrt frá Rambo síðan hann hóf störf fyrir fjölskyldu Arturs. 3. maí 2017 07:00
Líkamsleifarnar eru af Arturi Líkamsleifar sem fundust á hafsbotni undan Snæfellsnesi í febrúar eru af Arturi Jarmoszko, 26 ára karlmanni frá Póllandi sem búsettur hafði verið á Íslandi í fimm ár. 25. maí 2018 17:33