Það er kosið um þetta! Skúli Helgason skrifar 25. maí 2018 14:26 Það er kosið um nýja borgarstjórn á morgun laugardag og þó framboðin hafi aldrei verið fleiri eru valkostirnir í raun mjög skýrir: spennandi framtíð í fjölbreyttri og nútímalegri borg sem leggur áherslu á húsnæðisuppbyggingu, vistvænar samgöngur og almannaþjónustu á forsendum jafnaðarstefnu eða afturhvarf til fortíðar með mislægum gatnamótum, útþenslu borgarinnar, markaðslausnum í húsnæðis- og skólamálum og sérhagsmunagæslu í þágu þeirra sem best mega sín. Húsnæðismál Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengst allra verið við völd á Íslandi. Í nær 90 ár hefur flokkurinn haldið lengur um stjórnartaumana hjá ríki og borg en nokkur annar stjórnmálaflokkur með þeim afleiðingum að hér hefur byggst upp húsnæðismarkaður með ofuráherslu á séreignastefnu en leigumarkaður alla tíð verið veikur og óstöðugur. Oftrú stjórnvalda en vantrú allra annarra á krónunni sem gjaldmiðli hefur haldið uppi svimandi háum vöxtum sem hafa sligað ungt fólk og íbúðakaupendur sem hafa mátt bera miklu þyngri vaxtabyrðar en þekkist annars staðar í Evrópu. Til að bæta gráu ofan á svart hefur Sjálfstæðisflokkurinn haft forgöngu um að lækka vaxtabætur og barnabætur á undanförnum árum og þannig hrifsað til baka stóran hluta af þeim kjarabótum sem ungt barnafólk átti að fá með hærri launum á undanförnum árum. Samfylkingin hefur haldið á lofti skýrum valkosti við þessa stefnu með því að leggja áherslu á fjölbreyttan húsnæðismarkað með sérstakri áherslu á að fjölga leigu- og búseturéttaríbúðum á viðráðanlegu verði fyrir venjulegt fólk. Við lofuðum því árið 2014 að setja af stað byggingu á 2500-3000 slíkum íbúðum fram til 2019 og það mun takast því nú er ljóst að fjöldinn mun fara yfir 3000 og áform byggingafélaga sem starfa án hagnaðarsjónarmiða eru um rúmlega 4000 íbúðir. Nú er verið að byggja íbúðir um alla borg og þarf að leita lengra en 40 ár aftur í tímann til að finna jafnlangt tímabil þar sem bygging nýrra íbúða er í hámarki. Nýjar fullbúnar íbúðir koma nú hratt inn á markaðinn, bara í janúar voru skráðar 300 nýjar íbúðir í borginni og það er byrjað að hafa þau áhrif að hægt hefur á verðhækkunum húsnæðis og í sumum hverfum er verð þegar farið að lækka í takt við aukið framboð. Kjaramál Fyrst eftir hrunið 2008 var sett í forgang að verja störfin og þegar Samfylkingin komst aftur til valda í borginni lögðum við mikla áherslu á að hækka laun kennara og annarra hópa sem dregist höfðu aftur úr á vinnumarkaði. Það hefur skilað talsverðum árangri í að skapa meiri jöfnuð t.d. milli háskólamenntaðra í störfum hjá borginni en markmið okkar er að gera þar enn betur því störf í menntageiranum og velferðarþjónustu eru undirstaða þess að við getum kallað okkur raunverulegt velferðarsamfélag. Einn mikilvægasti árangur borgarinnar hefur svo falist í að minnka verulega launamun kynjanna í störfum hjá borginni sem hefur lækkað í ríflega 2% á sama tíma og hann var 13% hjá ríkinu og fór hækkandi í síðustu launakönnun meðal ríkisstarfsmanna. Ábyrgð Sjálfstæðisflokksins á launakerfinu í landinu er mikil. Enginn flokkur hefur stjórnað jafnoft eða jafnlengi í fjármálaráðuneytinu, sem gefur tóninn varðandi launastefnu hins opinbera og getur haft veruleg áhrif á kjaraþróun á vinnumarkaðnum í heild. Þessi ábyrgð endurspeglast m.a. í því brenglaða verðmætamati sem hér hefur viðgengist í áratugi og skilað okkur í miklu hærri launum fólks sem vinnur í fjármálageiranum en þeirra sem starfa að menntun og uppeldi barna og umönnun sjúkra, aldraðra og fólks með fötlun. Sjálfstæðisflokkurinn ber ábyrgð á því að hafa skipað sitt fólk í Kjararáð, sem lagði fram tillögu um 45% launahækkun til þingmanna og ráðherra, ákvörðun sem hleypti öllu í uppnám á vinnumarkaði enda skýr vísbending um að allt tal fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins og fleiri um mikilvægi SALEK samkomulags um hófstilltar launahækkanir var hræsnin ein. Samfylkingin í borgarstjórn hafði forgöngu um að hafna þessari fráleitu launahækkun Kjararáðs og aftengja laun borgarfulltrúa við laun þingmanna. Í stað þess hækkuðu laun borgarfulltrúa um 11% og eru nú tengd við almenna launaþróun á vinnumarkaði. Almannahagsmunir eða einkarekstur Sjálfstæðismenn í borgarstjórn hafa lagt áherslu á að halda á lofti mikilvægi staðlaðra prófa eins og PISA og samræmdra prófa, að auka og vernda sérstaklega einkarekstur í skólakerfinu og samkeppni milli skóla. Þessi stefna hefur víða á Vesturlöndum leitt þjóðir í ógöngur eins og reynsla Bandaríkjamanna, Breta og fleiri þjóða kennir okkur. Samfylkingin leggur áherslu á menntun fyrir alla, með áherslu á snemmtæka íhlutun og öflugt stuðningskerfi fyrir börn með sérstakar þarfir. Við viljum sérstaklega auka stuðning við börn sem búa við krefjandi aðstæður eða koma frá heimilum sem ekki hafa úr miklu að spila, því þar getur skólinn skipt sköpum við að skapa þessum börnum tækifæri og aðstæður sem geta gjörbreytt framtíðarhorfum þess til hins betra. Við höfum lagt sérstaka áherslu á aðgerðir til að minnka álag og bæta starfsumhverfi kennara og annars starfsfólks. Samhliða því höfum við stýrt vinnu við menntastefnu til 2030 sem fagfólk á vettvangi hefur átt mestan heiður af að móta og vísar veginn til nútímalegs, framsækins og skapandi skóla- og frístundastarfs. Mikilvæg fjárfesting í leikskólum Samfylkingin hefur farið fyrir styrkri fjármálastjórn samhents meirihluta á kjörtímabilinu og það hefur skilað sér í traustri rekstrarstöðu sem batnað hefur ár frá ári og lagt grunn að því að hægt verður að bæta almannaþjónustuna í borginni en líka ráðast í mikilvægar fjárfestingar eins og uppbyggingu leikskólaþjónustu fyrir börn á aldrinum 12-18 mánaða. Þar er nú tilbúin aðgerðaáætlun um fjölgun leikskólaplássa um 800 á næstu 4 árum, opnun ungbarnadeilda í öllum borgarhlutum og viðbótarhúsnæði við leikskóla þar sem eftirspurn frá foreldrum er met. Lengi hefur verið beðið eftir þessari uppbyggingu en við getum með sanni staðið við þessi áform því góður fjárhagur borgarinnar tryggir að við munum hafa efni á því að setja rúmlega 3 milljarða króna í uppbygginguna á næstu árum. Skýrt val Á morgun laugardag verður ekki síst kosið um það hvort Samfylkingin eða Sjálfstæðisflokkurinn leiði nýjan meirihluta borgarstjórnar á næstu 4 árum. Þá ræðst hvort Dagur B. Eggertsson verður áfram borgarstjóri í Reykjavík eða hvort Eyþór Arnalds kemst til valda. Valið er skýrt – nú má enginn sitja heima.Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og skipar 3. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Skúli Helgason Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er kosið um nýja borgarstjórn á morgun laugardag og þó framboðin hafi aldrei verið fleiri eru valkostirnir í raun mjög skýrir: spennandi framtíð í fjölbreyttri og nútímalegri borg sem leggur áherslu á húsnæðisuppbyggingu, vistvænar samgöngur og almannaþjónustu á forsendum jafnaðarstefnu eða afturhvarf til fortíðar með mislægum gatnamótum, útþenslu borgarinnar, markaðslausnum í húsnæðis- og skólamálum og sérhagsmunagæslu í þágu þeirra sem best mega sín. Húsnæðismál Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengst allra verið við völd á Íslandi. Í nær 90 ár hefur flokkurinn haldið lengur um stjórnartaumana hjá ríki og borg en nokkur annar stjórnmálaflokkur með þeim afleiðingum að hér hefur byggst upp húsnæðismarkaður með ofuráherslu á séreignastefnu en leigumarkaður alla tíð verið veikur og óstöðugur. Oftrú stjórnvalda en vantrú allra annarra á krónunni sem gjaldmiðli hefur haldið uppi svimandi háum vöxtum sem hafa sligað ungt fólk og íbúðakaupendur sem hafa mátt bera miklu þyngri vaxtabyrðar en þekkist annars staðar í Evrópu. Til að bæta gráu ofan á svart hefur Sjálfstæðisflokkurinn haft forgöngu um að lækka vaxtabætur og barnabætur á undanförnum árum og þannig hrifsað til baka stóran hluta af þeim kjarabótum sem ungt barnafólk átti að fá með hærri launum á undanförnum árum. Samfylkingin hefur haldið á lofti skýrum valkosti við þessa stefnu með því að leggja áherslu á fjölbreyttan húsnæðismarkað með sérstakri áherslu á að fjölga leigu- og búseturéttaríbúðum á viðráðanlegu verði fyrir venjulegt fólk. Við lofuðum því árið 2014 að setja af stað byggingu á 2500-3000 slíkum íbúðum fram til 2019 og það mun takast því nú er ljóst að fjöldinn mun fara yfir 3000 og áform byggingafélaga sem starfa án hagnaðarsjónarmiða eru um rúmlega 4000 íbúðir. Nú er verið að byggja íbúðir um alla borg og þarf að leita lengra en 40 ár aftur í tímann til að finna jafnlangt tímabil þar sem bygging nýrra íbúða er í hámarki. Nýjar fullbúnar íbúðir koma nú hratt inn á markaðinn, bara í janúar voru skráðar 300 nýjar íbúðir í borginni og það er byrjað að hafa þau áhrif að hægt hefur á verðhækkunum húsnæðis og í sumum hverfum er verð þegar farið að lækka í takt við aukið framboð. Kjaramál Fyrst eftir hrunið 2008 var sett í forgang að verja störfin og þegar Samfylkingin komst aftur til valda í borginni lögðum við mikla áherslu á að hækka laun kennara og annarra hópa sem dregist höfðu aftur úr á vinnumarkaði. Það hefur skilað talsverðum árangri í að skapa meiri jöfnuð t.d. milli háskólamenntaðra í störfum hjá borginni en markmið okkar er að gera þar enn betur því störf í menntageiranum og velferðarþjónustu eru undirstaða þess að við getum kallað okkur raunverulegt velferðarsamfélag. Einn mikilvægasti árangur borgarinnar hefur svo falist í að minnka verulega launamun kynjanna í störfum hjá borginni sem hefur lækkað í ríflega 2% á sama tíma og hann var 13% hjá ríkinu og fór hækkandi í síðustu launakönnun meðal ríkisstarfsmanna. Ábyrgð Sjálfstæðisflokksins á launakerfinu í landinu er mikil. Enginn flokkur hefur stjórnað jafnoft eða jafnlengi í fjármálaráðuneytinu, sem gefur tóninn varðandi launastefnu hins opinbera og getur haft veruleg áhrif á kjaraþróun á vinnumarkaðnum í heild. Þessi ábyrgð endurspeglast m.a. í því brenglaða verðmætamati sem hér hefur viðgengist í áratugi og skilað okkur í miklu hærri launum fólks sem vinnur í fjármálageiranum en þeirra sem starfa að menntun og uppeldi barna og umönnun sjúkra, aldraðra og fólks með fötlun. Sjálfstæðisflokkurinn ber ábyrgð á því að hafa skipað sitt fólk í Kjararáð, sem lagði fram tillögu um 45% launahækkun til þingmanna og ráðherra, ákvörðun sem hleypti öllu í uppnám á vinnumarkaði enda skýr vísbending um að allt tal fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins og fleiri um mikilvægi SALEK samkomulags um hófstilltar launahækkanir var hræsnin ein. Samfylkingin í borgarstjórn hafði forgöngu um að hafna þessari fráleitu launahækkun Kjararáðs og aftengja laun borgarfulltrúa við laun þingmanna. Í stað þess hækkuðu laun borgarfulltrúa um 11% og eru nú tengd við almenna launaþróun á vinnumarkaði. Almannahagsmunir eða einkarekstur Sjálfstæðismenn í borgarstjórn hafa lagt áherslu á að halda á lofti mikilvægi staðlaðra prófa eins og PISA og samræmdra prófa, að auka og vernda sérstaklega einkarekstur í skólakerfinu og samkeppni milli skóla. Þessi stefna hefur víða á Vesturlöndum leitt þjóðir í ógöngur eins og reynsla Bandaríkjamanna, Breta og fleiri þjóða kennir okkur. Samfylkingin leggur áherslu á menntun fyrir alla, með áherslu á snemmtæka íhlutun og öflugt stuðningskerfi fyrir börn með sérstakar þarfir. Við viljum sérstaklega auka stuðning við börn sem búa við krefjandi aðstæður eða koma frá heimilum sem ekki hafa úr miklu að spila, því þar getur skólinn skipt sköpum við að skapa þessum börnum tækifæri og aðstæður sem geta gjörbreytt framtíðarhorfum þess til hins betra. Við höfum lagt sérstaka áherslu á aðgerðir til að minnka álag og bæta starfsumhverfi kennara og annars starfsfólks. Samhliða því höfum við stýrt vinnu við menntastefnu til 2030 sem fagfólk á vettvangi hefur átt mestan heiður af að móta og vísar veginn til nútímalegs, framsækins og skapandi skóla- og frístundastarfs. Mikilvæg fjárfesting í leikskólum Samfylkingin hefur farið fyrir styrkri fjármálastjórn samhents meirihluta á kjörtímabilinu og það hefur skilað sér í traustri rekstrarstöðu sem batnað hefur ár frá ári og lagt grunn að því að hægt verður að bæta almannaþjónustuna í borginni en líka ráðast í mikilvægar fjárfestingar eins og uppbyggingu leikskólaþjónustu fyrir börn á aldrinum 12-18 mánaða. Þar er nú tilbúin aðgerðaáætlun um fjölgun leikskólaplássa um 800 á næstu 4 árum, opnun ungbarnadeilda í öllum borgarhlutum og viðbótarhúsnæði við leikskóla þar sem eftirspurn frá foreldrum er met. Lengi hefur verið beðið eftir þessari uppbyggingu en við getum með sanni staðið við þessi áform því góður fjárhagur borgarinnar tryggir að við munum hafa efni á því að setja rúmlega 3 milljarða króna í uppbygginguna á næstu árum. Skýrt val Á morgun laugardag verður ekki síst kosið um það hvort Samfylkingin eða Sjálfstæðisflokkurinn leiði nýjan meirihluta borgarstjórnar á næstu 4 árum. Þá ræðst hvort Dagur B. Eggertsson verður áfram borgarstjóri í Reykjavík eða hvort Eyþór Arnalds kemst til valda. Valið er skýrt – nú má enginn sitja heima.Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og skipar 3. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun