Framtíðin felst í menntun – líka í tónlistarleikhúsi Gunnar Guðbjörnsson skrifar 25. maí 2018 07:00 Uppgangur tónlistarleikhúss á Íslandi síðustu ár ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum. Óperur hafa vissulega verið misjafnlega vinsælar síðustu ár en þegar best tekst til er þjóðin sólgin í þær. Í því sambandi má nefna sýningar á borð við Ragnheiði eftir Gunnar Þórðarson fyrir um fjórum árum. Þó að algengara sé að óperur íslenskra tónskálda séu frumfluttar í útlöndum rata þær stundum hingað á klakann, landanum til ómældrar gleði. Stóru leikhúsin keppast um að setja upp glæsilegar söngleikjasýningar og virðist eftirspurn oftast vera meiri en framboð. Á söngleikjasýningum grunnskóla og framhaldsskóla er meira að segja fullt út úr dyrum. Sjálfstæðir leikhópar láta ekki sitt eftir liggja og ráðast í uppsetningar á söngleikjum og barnasýningum þar sem söngur og tónlist er í aðalhlutverki. Ætti öllum að vera í fersku minni sú mikla athygli sem stórsýning TMB viðburða á söngleiknum Phantom of the Opera í Hörpu hlaut. Sjálfur gleðst ég mjög yfir gróskunni enda stýri ég skóla sem hefur á síðustu árum m.a. lagt áherslu á samruna listgreinanna leiklistar og tónlistar. Í haust var stofnaður kór á vegum skólans með nemendum einsöngsdeildar og söngleikjadeildar til að syngja í Phantom of the Opera. Fengu nemendurnir ómetanlega reynslu með þátttöku í þessu metnaðarfulla verkefni. Nemendurnir komu á óvart en þó ber að hafa í huga að stór hluti af starfi SSD hverfist um að setja upp sýningar á óperum og söngleikjum. Það væri ósk okkar að skólanum yrði gert kleift að auka leiklistarkennslu til að ná betra jafnvægi í kennslu og auka þar með leikni nemenda í leiklistarhlutanum. Stefnan er að bjóða nemendum undirbúning fyrir atvinnumennsku á leiksviði og til þess þarf að forgangsraða rétt í skólastarfinu. Breytingar í heimi tónlistarleikhúss á síðustu áratugum valda því að auknar kröfur eru gerðar um leiklistarkennslu. Bregðast háskólar víða í Evrópu við í takt við þessar kröfur og við verðum einnig að gera það hér á landi. Á Íslandi er hægt að undirbúa nemendur fyrir nám í erlendum háskólum enn betur. Á dögunum heimsótti ég konunglega konservatoríumið í Antwerpen þar sem fimm útskrifaðir nemendur úr SSD stunda nú nám. Árangur þeirra er góður því þau gegndu öll veigamiklum hlutverkum í uppfærslu skólans á Töfraflautu Mozarts. Þessir nemendur voru vel undirbúnir en hefðu getað verið enn betur í stakk búnir til að takast á við námið ytra og það sem því fylgir. Væntanlega þurfum við ekki að efast um mikilvægi fjölbreytileika í íslenskri menningu. Um áhuga Íslendinga fyrir tónlistarleikhúsi þarf ekki að fjölyrða og augljóst er að hér á landi er hæfileikafólk hvert sem litið er. Við eigum alþjóðlega listamenn sem gera garðinn frægan allt árið um kring en til þess að við getum áfram verið í fremstu röð þurfum við sem menntum fólk fyrir framtíðina skilning stjórnvalda og aukið svigrúm fyrir menntun sem er í takt við nútímann.Höfundur er skólastjóri Söngskóla Sigurðar Demetz Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Uppgangur tónlistarleikhúss á Íslandi síðustu ár ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum. Óperur hafa vissulega verið misjafnlega vinsælar síðustu ár en þegar best tekst til er þjóðin sólgin í þær. Í því sambandi má nefna sýningar á borð við Ragnheiði eftir Gunnar Þórðarson fyrir um fjórum árum. Þó að algengara sé að óperur íslenskra tónskálda séu frumfluttar í útlöndum rata þær stundum hingað á klakann, landanum til ómældrar gleði. Stóru leikhúsin keppast um að setja upp glæsilegar söngleikjasýningar og virðist eftirspurn oftast vera meiri en framboð. Á söngleikjasýningum grunnskóla og framhaldsskóla er meira að segja fullt út úr dyrum. Sjálfstæðir leikhópar láta ekki sitt eftir liggja og ráðast í uppsetningar á söngleikjum og barnasýningum þar sem söngur og tónlist er í aðalhlutverki. Ætti öllum að vera í fersku minni sú mikla athygli sem stórsýning TMB viðburða á söngleiknum Phantom of the Opera í Hörpu hlaut. Sjálfur gleðst ég mjög yfir gróskunni enda stýri ég skóla sem hefur á síðustu árum m.a. lagt áherslu á samruna listgreinanna leiklistar og tónlistar. Í haust var stofnaður kór á vegum skólans með nemendum einsöngsdeildar og söngleikjadeildar til að syngja í Phantom of the Opera. Fengu nemendurnir ómetanlega reynslu með þátttöku í þessu metnaðarfulla verkefni. Nemendurnir komu á óvart en þó ber að hafa í huga að stór hluti af starfi SSD hverfist um að setja upp sýningar á óperum og söngleikjum. Það væri ósk okkar að skólanum yrði gert kleift að auka leiklistarkennslu til að ná betra jafnvægi í kennslu og auka þar með leikni nemenda í leiklistarhlutanum. Stefnan er að bjóða nemendum undirbúning fyrir atvinnumennsku á leiksviði og til þess þarf að forgangsraða rétt í skólastarfinu. Breytingar í heimi tónlistarleikhúss á síðustu áratugum valda því að auknar kröfur eru gerðar um leiklistarkennslu. Bregðast háskólar víða í Evrópu við í takt við þessar kröfur og við verðum einnig að gera það hér á landi. Á Íslandi er hægt að undirbúa nemendur fyrir nám í erlendum háskólum enn betur. Á dögunum heimsótti ég konunglega konservatoríumið í Antwerpen þar sem fimm útskrifaðir nemendur úr SSD stunda nú nám. Árangur þeirra er góður því þau gegndu öll veigamiklum hlutverkum í uppfærslu skólans á Töfraflautu Mozarts. Þessir nemendur voru vel undirbúnir en hefðu getað verið enn betur í stakk búnir til að takast á við námið ytra og það sem því fylgir. Væntanlega þurfum við ekki að efast um mikilvægi fjölbreytileika í íslenskri menningu. Um áhuga Íslendinga fyrir tónlistarleikhúsi þarf ekki að fjölyrða og augljóst er að hér á landi er hæfileikafólk hvert sem litið er. Við eigum alþjóðlega listamenn sem gera garðinn frægan allt árið um kring en til þess að við getum áfram verið í fremstu röð þurfum við sem menntum fólk fyrir framtíðina skilning stjórnvalda og aukið svigrúm fyrir menntun sem er í takt við nútímann.Höfundur er skólastjóri Söngskóla Sigurðar Demetz
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun