Hlustar þú? Þórhildur Ólafsdóttir skrifar 25. maí 2018 07:00 Styrjöldin í Jemen og þjáningar jemensku þjóðarinnar rata af og til í íslenskar fréttir. Þetta stríð er flókið, landið fjarlægt og fátækt og hagsmunir stórveldanna þar litlir. Það er líklega skýringin á því að þessum hörmungum hefur víðast hvar verið mætt með ótrúlegu tómlæti. Fyrir nokkrum árum bjó ég um skeið í Jemen þar sem ég vann með bandarískum hjálparsamtökum sem reyna að bæta menntun barna. Eins og margir Vesturlandabúar hafði ég mjög yfirborðslega sýn á þetta heimssvæði, hvorki þekkingin né skilningurinn risti djúpt. Liður í starfi mínu var að taka viðtöl við börn sem nutu aðstoðar hjálparsamtakanna. Eitt sinn heimsótti ég fjallahéraðið Taiz í þessum tilgangi. Börnin héldu áfram að vinna og sinna sínu meðan ég ræddi við þau, en öll vildu þau segja frá sjálfum sér, vonum sínum og þrám. Rétt eins og og öll börn alls staðar í heiminum hafa jemensku börnin vonir og þrár í ríkum mæli en óvíða útheimtir það jafn mikið erfiði að láta þær verða að veruleika og einmitt þar. Ég átti erfitt þennan dag. Og ég skammaðist mín fyrir það að þykja þetta erfitt því í samanburði við þessa barnungu viðmælendur mína hafði ég nákvæmlega ekkert til að kvarta yfir. Ólíkt mér gátu þau ekki farið neitt eða gert eitthvað annað. Þegar ég kom aftur á skrifstofuna um kvöldið brast stíflan og ég fékk, að ég held, snert af taugaáfalli. Líklega var það þó frekar forréttindaáfall, velmegunarsjokk Vesturlandabúans. Stuttu síðar flaug ég heim í öryggið. Í Jemen hófst borgarastyrjöld. Grátt bættist ofan á kolsvart. Ég hugsa reglulega til jemensku barnanna sem ég hitti þarna um árið. Sérstaklega núna þegar UNICEF hefur hafið neyðarsöfnun undir yfirskriftinni „Má ég segja þér soldið?“ Þar segja börnin í Jemen sína sögu, þau lýsa veruleika sínum, hörmungunum sem þau upplifa. Ég veit svo sannarlega hversu erfitt það er að hlusta. En við verðum. Það er hægt að lifa af forréttindaáfall og velmegunarsjokk. En það er tvísýnt hvort um 11 milljónir jemenskra barna lifa þetta stríð af. Til að styðja UNICEF sendið sms-ið Jemen í númerið 1900 og gefið 1.900 krónur í neyðaraðgerðir í landinu. Svo er Fatímusjóður Jóhönnu heitinnar Kristjónsdóttur einnig til hjálpar. Reikningsnúmer er 0512-04-250461 og kennitalan er 680808-0580. Íslensk stjórnvöld verða svo að þrýsta á og vinna með alþjóðasamfélaginu að friði. Það verður að stöðva ofbeldið gegn börnum í Jemen.Höfundur er meðlimur í Vinum Jemens Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Sjá meira
Styrjöldin í Jemen og þjáningar jemensku þjóðarinnar rata af og til í íslenskar fréttir. Þetta stríð er flókið, landið fjarlægt og fátækt og hagsmunir stórveldanna þar litlir. Það er líklega skýringin á því að þessum hörmungum hefur víðast hvar verið mætt með ótrúlegu tómlæti. Fyrir nokkrum árum bjó ég um skeið í Jemen þar sem ég vann með bandarískum hjálparsamtökum sem reyna að bæta menntun barna. Eins og margir Vesturlandabúar hafði ég mjög yfirborðslega sýn á þetta heimssvæði, hvorki þekkingin né skilningurinn risti djúpt. Liður í starfi mínu var að taka viðtöl við börn sem nutu aðstoðar hjálparsamtakanna. Eitt sinn heimsótti ég fjallahéraðið Taiz í þessum tilgangi. Börnin héldu áfram að vinna og sinna sínu meðan ég ræddi við þau, en öll vildu þau segja frá sjálfum sér, vonum sínum og þrám. Rétt eins og og öll börn alls staðar í heiminum hafa jemensku börnin vonir og þrár í ríkum mæli en óvíða útheimtir það jafn mikið erfiði að láta þær verða að veruleika og einmitt þar. Ég átti erfitt þennan dag. Og ég skammaðist mín fyrir það að þykja þetta erfitt því í samanburði við þessa barnungu viðmælendur mína hafði ég nákvæmlega ekkert til að kvarta yfir. Ólíkt mér gátu þau ekki farið neitt eða gert eitthvað annað. Þegar ég kom aftur á skrifstofuna um kvöldið brast stíflan og ég fékk, að ég held, snert af taugaáfalli. Líklega var það þó frekar forréttindaáfall, velmegunarsjokk Vesturlandabúans. Stuttu síðar flaug ég heim í öryggið. Í Jemen hófst borgarastyrjöld. Grátt bættist ofan á kolsvart. Ég hugsa reglulega til jemensku barnanna sem ég hitti þarna um árið. Sérstaklega núna þegar UNICEF hefur hafið neyðarsöfnun undir yfirskriftinni „Má ég segja þér soldið?“ Þar segja börnin í Jemen sína sögu, þau lýsa veruleika sínum, hörmungunum sem þau upplifa. Ég veit svo sannarlega hversu erfitt það er að hlusta. En við verðum. Það er hægt að lifa af forréttindaáfall og velmegunarsjokk. En það er tvísýnt hvort um 11 milljónir jemenskra barna lifa þetta stríð af. Til að styðja UNICEF sendið sms-ið Jemen í númerið 1900 og gefið 1.900 krónur í neyðaraðgerðir í landinu. Svo er Fatímusjóður Jóhönnu heitinnar Kristjónsdóttur einnig til hjálpar. Reikningsnúmer er 0512-04-250461 og kennitalan er 680808-0580. Íslensk stjórnvöld verða svo að þrýsta á og vinna með alþjóðasamfélaginu að friði. Það verður að stöðva ofbeldið gegn börnum í Jemen.Höfundur er meðlimur í Vinum Jemens
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar