Hlustar þú? Þórhildur Ólafsdóttir skrifar 25. maí 2018 07:00 Styrjöldin í Jemen og þjáningar jemensku þjóðarinnar rata af og til í íslenskar fréttir. Þetta stríð er flókið, landið fjarlægt og fátækt og hagsmunir stórveldanna þar litlir. Það er líklega skýringin á því að þessum hörmungum hefur víðast hvar verið mætt með ótrúlegu tómlæti. Fyrir nokkrum árum bjó ég um skeið í Jemen þar sem ég vann með bandarískum hjálparsamtökum sem reyna að bæta menntun barna. Eins og margir Vesturlandabúar hafði ég mjög yfirborðslega sýn á þetta heimssvæði, hvorki þekkingin né skilningurinn risti djúpt. Liður í starfi mínu var að taka viðtöl við börn sem nutu aðstoðar hjálparsamtakanna. Eitt sinn heimsótti ég fjallahéraðið Taiz í þessum tilgangi. Börnin héldu áfram að vinna og sinna sínu meðan ég ræddi við þau, en öll vildu þau segja frá sjálfum sér, vonum sínum og þrám. Rétt eins og og öll börn alls staðar í heiminum hafa jemensku börnin vonir og þrár í ríkum mæli en óvíða útheimtir það jafn mikið erfiði að láta þær verða að veruleika og einmitt þar. Ég átti erfitt þennan dag. Og ég skammaðist mín fyrir það að þykja þetta erfitt því í samanburði við þessa barnungu viðmælendur mína hafði ég nákvæmlega ekkert til að kvarta yfir. Ólíkt mér gátu þau ekki farið neitt eða gert eitthvað annað. Þegar ég kom aftur á skrifstofuna um kvöldið brast stíflan og ég fékk, að ég held, snert af taugaáfalli. Líklega var það þó frekar forréttindaáfall, velmegunarsjokk Vesturlandabúans. Stuttu síðar flaug ég heim í öryggið. Í Jemen hófst borgarastyrjöld. Grátt bættist ofan á kolsvart. Ég hugsa reglulega til jemensku barnanna sem ég hitti þarna um árið. Sérstaklega núna þegar UNICEF hefur hafið neyðarsöfnun undir yfirskriftinni „Má ég segja þér soldið?“ Þar segja börnin í Jemen sína sögu, þau lýsa veruleika sínum, hörmungunum sem þau upplifa. Ég veit svo sannarlega hversu erfitt það er að hlusta. En við verðum. Það er hægt að lifa af forréttindaáfall og velmegunarsjokk. En það er tvísýnt hvort um 11 milljónir jemenskra barna lifa þetta stríð af. Til að styðja UNICEF sendið sms-ið Jemen í númerið 1900 og gefið 1.900 krónur í neyðaraðgerðir í landinu. Svo er Fatímusjóður Jóhönnu heitinnar Kristjónsdóttur einnig til hjálpar. Reikningsnúmer er 0512-04-250461 og kennitalan er 680808-0580. Íslensk stjórnvöld verða svo að þrýsta á og vinna með alþjóðasamfélaginu að friði. Það verður að stöðva ofbeldið gegn börnum í Jemen.Höfundur er meðlimur í Vinum Jemens Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Styrjöldin í Jemen og þjáningar jemensku þjóðarinnar rata af og til í íslenskar fréttir. Þetta stríð er flókið, landið fjarlægt og fátækt og hagsmunir stórveldanna þar litlir. Það er líklega skýringin á því að þessum hörmungum hefur víðast hvar verið mætt með ótrúlegu tómlæti. Fyrir nokkrum árum bjó ég um skeið í Jemen þar sem ég vann með bandarískum hjálparsamtökum sem reyna að bæta menntun barna. Eins og margir Vesturlandabúar hafði ég mjög yfirborðslega sýn á þetta heimssvæði, hvorki þekkingin né skilningurinn risti djúpt. Liður í starfi mínu var að taka viðtöl við börn sem nutu aðstoðar hjálparsamtakanna. Eitt sinn heimsótti ég fjallahéraðið Taiz í þessum tilgangi. Börnin héldu áfram að vinna og sinna sínu meðan ég ræddi við þau, en öll vildu þau segja frá sjálfum sér, vonum sínum og þrám. Rétt eins og og öll börn alls staðar í heiminum hafa jemensku börnin vonir og þrár í ríkum mæli en óvíða útheimtir það jafn mikið erfiði að láta þær verða að veruleika og einmitt þar. Ég átti erfitt þennan dag. Og ég skammaðist mín fyrir það að þykja þetta erfitt því í samanburði við þessa barnungu viðmælendur mína hafði ég nákvæmlega ekkert til að kvarta yfir. Ólíkt mér gátu þau ekki farið neitt eða gert eitthvað annað. Þegar ég kom aftur á skrifstofuna um kvöldið brast stíflan og ég fékk, að ég held, snert af taugaáfalli. Líklega var það þó frekar forréttindaáfall, velmegunarsjokk Vesturlandabúans. Stuttu síðar flaug ég heim í öryggið. Í Jemen hófst borgarastyrjöld. Grátt bættist ofan á kolsvart. Ég hugsa reglulega til jemensku barnanna sem ég hitti þarna um árið. Sérstaklega núna þegar UNICEF hefur hafið neyðarsöfnun undir yfirskriftinni „Má ég segja þér soldið?“ Þar segja börnin í Jemen sína sögu, þau lýsa veruleika sínum, hörmungunum sem þau upplifa. Ég veit svo sannarlega hversu erfitt það er að hlusta. En við verðum. Það er hægt að lifa af forréttindaáfall og velmegunarsjokk. En það er tvísýnt hvort um 11 milljónir jemenskra barna lifa þetta stríð af. Til að styðja UNICEF sendið sms-ið Jemen í númerið 1900 og gefið 1.900 krónur í neyðaraðgerðir í landinu. Svo er Fatímusjóður Jóhönnu heitinnar Kristjónsdóttur einnig til hjálpar. Reikningsnúmer er 0512-04-250461 og kennitalan er 680808-0580. Íslensk stjórnvöld verða svo að þrýsta á og vinna með alþjóðasamfélaginu að friði. Það verður að stöðva ofbeldið gegn börnum í Jemen.Höfundur er meðlimur í Vinum Jemens
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar