Íbúarnir andmæla byggingu íbúða á Stýrimannareitnum Jón Hákon Halldórsson skrifar 25. maí 2018 08:00 Sameinumst í því að láta ekki þetta síðasta græna útivistarsvæði hverfisins, sleðabrekku, útsýnisundur og sameiningarstað hverfisbúa fara undir malbik, segir í fundarboði fyrir íbúafundinn sem fór fram í gær. Vísir/ernir Skipulagsmál „Það er hiti í íbúum og það snýr sérstaklega að því að þetta hverfi er á milli stórra umferðaræða, Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar,“ segir Tryggvi Sch. Thorsteinsson, íbúi í Holta- og Hlíðahverfinu í Reykjavík. Íbúar í hverfinu, norðan Miklubrautar, hittust á fundi í Háteigsskóla í gær þar sem rædd voru skipulagsmál. Þeir mótmæla því að byggðar verði 200 íbúðir á Stýrimannaskólareitnum svokallaða, sem bætast við 1.200 íbúðir sem eru í hverfinu eða í byggingu þar. Tryggvi segir íbúa hafa miklar áhyggjur af þeirri umferð sem muni verða um hverfið. „Menn hafa áhyggjur af því að það sé í raun tímaspursmál hvenær bílslys verður þarna. Það eru krakkar sem búa þarna og þau sækja Háteigsskóla sem er eiginlega í öðrum enda hverfisins og þurfa að ganga þar í gegn,“ segir hann Sunna Dögg Ásgeirsdóttir, íbúi í Vatnsholti, tekur í sama streng. Hverfið afmarkist af mjög stórum umferðargötum og þess vegna sé mjög slæmt að verið sé að taka burt grænt svæði, sem í ofanálag er mjög vinsælt útivistarsvæði. Sunna leggur áherslu á að það vanti græn svæði í hverfið. „Vegna þess að það er ekki einu sinni gras á skólalóðunum. Bæði Háteigsskóli og Ísaksskóli eru með malbikaðar lóðir.“ Sunna hefur líka áhyggjur af því að skólarnir í hverfinu geti ekki annað þeirri fólksfjölgun sem verði þarna. „Svarið sem skólarnir fá þegar þeir segja að þeir þurfi að bregðast við þessari uppbyggingu er að það sé hægt að setja færanlega skúra á lóðina. Þá á að taka sparkvöll barnanna í burtu,“ segir hún. Sunna segir að það vanti frekari þjónustu við íbúana. „Það er verið að áætla þarna stúdentaíbúðir og það vita allir að stúdentar eru með börn og það eru ekki einu sinni dagmæður í þessu hverfi. Það er ein í Skipholti og ein á Miklubraut og þær eru alltaf fullbókaðar.“ „Við erum mjög uggandi yfir þessu og það er virkilegur hiti vegna þess hversu lítið við fáum að koma að þessum málum og hversu lítið er hlustað á okkur,“ segir Tryggvi. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Sjö lóðir í borginni eyrnamerktar ungu fólki Tillaga þess efnis að sjö svæði og lóðir í Reykjavík verði ætluð uppbyggingu fyrir hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur var samþykkt í borgarráði Reykjavíkurborgar í gær. 13. apríl 2018 12:15 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira
Skipulagsmál „Það er hiti í íbúum og það snýr sérstaklega að því að þetta hverfi er á milli stórra umferðaræða, Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar,“ segir Tryggvi Sch. Thorsteinsson, íbúi í Holta- og Hlíðahverfinu í Reykjavík. Íbúar í hverfinu, norðan Miklubrautar, hittust á fundi í Háteigsskóla í gær þar sem rædd voru skipulagsmál. Þeir mótmæla því að byggðar verði 200 íbúðir á Stýrimannaskólareitnum svokallaða, sem bætast við 1.200 íbúðir sem eru í hverfinu eða í byggingu þar. Tryggvi segir íbúa hafa miklar áhyggjur af þeirri umferð sem muni verða um hverfið. „Menn hafa áhyggjur af því að það sé í raun tímaspursmál hvenær bílslys verður þarna. Það eru krakkar sem búa þarna og þau sækja Háteigsskóla sem er eiginlega í öðrum enda hverfisins og þurfa að ganga þar í gegn,“ segir hann Sunna Dögg Ásgeirsdóttir, íbúi í Vatnsholti, tekur í sama streng. Hverfið afmarkist af mjög stórum umferðargötum og þess vegna sé mjög slæmt að verið sé að taka burt grænt svæði, sem í ofanálag er mjög vinsælt útivistarsvæði. Sunna leggur áherslu á að það vanti græn svæði í hverfið. „Vegna þess að það er ekki einu sinni gras á skólalóðunum. Bæði Háteigsskóli og Ísaksskóli eru með malbikaðar lóðir.“ Sunna hefur líka áhyggjur af því að skólarnir í hverfinu geti ekki annað þeirri fólksfjölgun sem verði þarna. „Svarið sem skólarnir fá þegar þeir segja að þeir þurfi að bregðast við þessari uppbyggingu er að það sé hægt að setja færanlega skúra á lóðina. Þá á að taka sparkvöll barnanna í burtu,“ segir hún. Sunna segir að það vanti frekari þjónustu við íbúana. „Það er verið að áætla þarna stúdentaíbúðir og það vita allir að stúdentar eru með börn og það eru ekki einu sinni dagmæður í þessu hverfi. Það er ein í Skipholti og ein á Miklubraut og þær eru alltaf fullbókaðar.“ „Við erum mjög uggandi yfir þessu og það er virkilegur hiti vegna þess hversu lítið við fáum að koma að þessum málum og hversu lítið er hlustað á okkur,“ segir Tryggvi.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Sjö lóðir í borginni eyrnamerktar ungu fólki Tillaga þess efnis að sjö svæði og lóðir í Reykjavík verði ætluð uppbyggingu fyrir hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur var samþykkt í borgarráði Reykjavíkurborgar í gær. 13. apríl 2018 12:15 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira
Sjö lóðir í borginni eyrnamerktar ungu fólki Tillaga þess efnis að sjö svæði og lóðir í Reykjavík verði ætluð uppbyggingu fyrir hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur var samþykkt í borgarráði Reykjavíkurborgar í gær. 13. apríl 2018 12:15