Stórfé í góðgerðarstarf eftir mótorhjólamessu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 24. maí 2018 06:00 Um fjögur hundruð sóttu mótorhjólamessu allra mótorhjólamanna höfuðborgarsvæðins í Digraneskirkju á annan í hvítasunnu. Vísir/ernir trúmál „Þetta var mín fyrsta en ekki síðasta ferð í mótorhjólamessu í Digraneskirkju,“ segir séra Bára Friðriksdóttir, ánægð með mótorhjólamessu á annan í hvítasunnu í kirkjunni. Bára segir að margvíslegt góðgerðarstarf hafi tengst mótorhjólamessunni sem nú var haldin í tólfta sinn. „Í samstarfi Digraneskirkju, Grillhússins og Sniglanna voru þennan dag seldir sérlagaðir hamborgarar með nafninu Kraftaklerkurinn og rennur ágóðinn til Grensásdeildar. Sniglarnir tvöfölduðu upphæðina og komu inn ríflega 400 þúsund krónur,“ segir Bára. Þá hafi félagið Bikers Against Child Abuse á Íslandi annast vöfflusölu og safnað 160 þúsund krónum fyrir Hjálparstarf kirkjunnar. Auk þess hafi samtökin Toy Run Iceland hrint af stað söfnun í messunni fyrir Pieta samtökin sem vinna að forvörnum fyrir fólk sem beitir sig sjálfsskaða eða er í sjálfsvígshættu.Séra Bára Friðriksdóttir. „Verndari söfnunarinnar er séra Gunnar Sigurjónsson en hann er sjálfur vélhjólamaður og stýrði messunni af töffaraskap. Hann keypti fyrsta barmmerkið en Toy Run Iceland mun selja það í sumar á bæjarhátíðum kringum landið,“ segir Bára. Alls hafi 116 þúsund krónur safnast fyrsta söludaginn. Tæplega 400 manns sóttu messuna og við kirkjuna voru talin 194 hjól af öllum gerðum. Meðal þátttakenda voru félagar úr bæði Outlaws og Hells Angels sem ekki eru kunnir að því að hittast undir sama þaki. „Það var allt gert í friði, samkennd og virðingu þar sem ólíkir mótorhjólahópar komu saman og voru sem heild. Þetta er þakkar- og gleðiefni og vert að því sé lyft upp,“ segir Bára og kveður mótorhjólamenn hafa lesið úr ritningunni og aðstoðað við útdeilingu. Tónlist hafi verið flutt. „Það var rokkað stuð og fílingur yfir í blíðar ballöður.“ Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Sjá meira
trúmál „Þetta var mín fyrsta en ekki síðasta ferð í mótorhjólamessu í Digraneskirkju,“ segir séra Bára Friðriksdóttir, ánægð með mótorhjólamessu á annan í hvítasunnu í kirkjunni. Bára segir að margvíslegt góðgerðarstarf hafi tengst mótorhjólamessunni sem nú var haldin í tólfta sinn. „Í samstarfi Digraneskirkju, Grillhússins og Sniglanna voru þennan dag seldir sérlagaðir hamborgarar með nafninu Kraftaklerkurinn og rennur ágóðinn til Grensásdeildar. Sniglarnir tvöfölduðu upphæðina og komu inn ríflega 400 þúsund krónur,“ segir Bára. Þá hafi félagið Bikers Against Child Abuse á Íslandi annast vöfflusölu og safnað 160 þúsund krónum fyrir Hjálparstarf kirkjunnar. Auk þess hafi samtökin Toy Run Iceland hrint af stað söfnun í messunni fyrir Pieta samtökin sem vinna að forvörnum fyrir fólk sem beitir sig sjálfsskaða eða er í sjálfsvígshættu.Séra Bára Friðriksdóttir. „Verndari söfnunarinnar er séra Gunnar Sigurjónsson en hann er sjálfur vélhjólamaður og stýrði messunni af töffaraskap. Hann keypti fyrsta barmmerkið en Toy Run Iceland mun selja það í sumar á bæjarhátíðum kringum landið,“ segir Bára. Alls hafi 116 þúsund krónur safnast fyrsta söludaginn. Tæplega 400 manns sóttu messuna og við kirkjuna voru talin 194 hjól af öllum gerðum. Meðal þátttakenda voru félagar úr bæði Outlaws og Hells Angels sem ekki eru kunnir að því að hittast undir sama þaki. „Það var allt gert í friði, samkennd og virðingu þar sem ólíkir mótorhjólahópar komu saman og voru sem heild. Þetta er þakkar- og gleðiefni og vert að því sé lyft upp,“ segir Bára og kveður mótorhjólamenn hafa lesið úr ritningunni og aðstoðað við útdeilingu. Tónlist hafi verið flutt. „Það var rokkað stuð og fílingur yfir í blíðar ballöður.“
Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Sjá meira