Borgarlínan sig? Sigurður Friðleifsson skrifar 24. maí 2018 07:00 Íslendingar vilja gjarnan skipta sér í andstæðar fylkingar. Stundum er eins og andstæðir hópar sameinist um að einfalda ágreiningsefnin til að auðvelda stríðsreksturinn. Borgarlínan er gott dæmi um þetta. Á meðan menn reita hár sitt yfir stuðningi eða andstöðu við Borgarlínu, þá losna allir við að ræða flóknara viðfangsefni sem sannarlega ætti að vera aðalatriðið í umræðunni. Aðalatriðið snýst um að bæta þjónustu á breiðum grunni fyrir bílminni lífsstíl. Já, ég segi bílminni, ekki bíllausan lífsstíl því ég ætla ekki að opna á barnalega og gamaldags orðræðu um „aðför að einkabílnum“. Það græða nefnilega allir á víðtækari möguleikum á bílminni lífsstíl. Þetta er einfaldlega lífskjara-, umhverfis- og lífsgæðamál. Það er bæði dýrt og mengandi að reka bifreið. Allar lausnir sem geta minnkað bílnotkun, bæði fyrir þá sem eiga bíl og þá sem eiga ekki bíl, skipta máli. Ungt fólk í heiminum er þegar farið að átta sig á þessu. Það vill aðgang að fjölbreyttum lausnum, ekki bara að strætó eða hjólreiðum eða deilibílum, heldur blöndu af öllu saman.Vilja sveigjanleika Nútímalegt fólk vill sveigjanleika, það vill stökkva upp í strætó þegar hentar með nettengingu og háa ferðatíðni. Það vill nota hjólið sitt eða leiguhjól þegar vel viðrar eða þegar það er í stuði til þess. Það vill geta leigt deilibíl til að skreppa í lengri ferðir eða flytja eitthvað en nennir kannski ekki að eiga hann þess á milli. Það vill líka aðgang að nútímalegri og afar aðgengilegri leigubílaþjónustu eins og Über þegar sá gállinn er á því. Krafan er einföld, sveigjanleg og fjölbreytt þjónusta eftir þörf og stemningu hverju sinni. En þetta snýst ekki bara um að eiga eða eiga ekki bíl. Þetta snýst líka um að þurfa ekki að eiga tvo bíla eða jafnvel bara að geta keyrt báða bílana sína aðeins minna. Þetta er framtíðin og sú þjónustuaukning sem þarf að huga að í nútímalegu samfélagi. Eins og áður segir er þetta ekki bara umhverfismál heldur líka lífskjaramál því að fjölskylda getur t.d. sparað ótrúlega mikla peninga með því að losa sig við, þó ekki væri nema annan bílinn. Samkvæmt FÍB er rekstrarkostnaður á nýjum, ódýrum bíl um 1.117.600 krónur ári. Það er margt hægt að gera fyrir rúma milljón. Fjögurra manna fjölskylda gæti til dæmis keypt fjögur rafhjól í IKEA og árskort í strætó handa öllum og samt átt um 500 þúsund króna afgang til að nýta sér deilibíla, hjólaleigur, Über, bílaleigur og leigubíla. Best væri svo ef hægt væri að nota eitt samgöngukort eða app til að greiða með einföldum hætti fyrir alla samgönguþjónustu. Auðvitað þarf svo að stuðla að því að öll þessi fjölbreytta samgönguþjónusta keyri á umhverfisvænni orku. Stóra verkefnið að mínu mati er því fyrst og fremst að stuðla að einfaldri, aðgengilegri og umfram allt fjölbreyttri almenningssamgönguþjónustu til að opna möguleikana á bílminni lífsstíl. Það er allra hagur en Borgarlínan er í raun bara eitt brot af þeirri framtíðarsýn.Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarlína Mest lesið Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir skrifar Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Sjá meira
Íslendingar vilja gjarnan skipta sér í andstæðar fylkingar. Stundum er eins og andstæðir hópar sameinist um að einfalda ágreiningsefnin til að auðvelda stríðsreksturinn. Borgarlínan er gott dæmi um þetta. Á meðan menn reita hár sitt yfir stuðningi eða andstöðu við Borgarlínu, þá losna allir við að ræða flóknara viðfangsefni sem sannarlega ætti að vera aðalatriðið í umræðunni. Aðalatriðið snýst um að bæta þjónustu á breiðum grunni fyrir bílminni lífsstíl. Já, ég segi bílminni, ekki bíllausan lífsstíl því ég ætla ekki að opna á barnalega og gamaldags orðræðu um „aðför að einkabílnum“. Það græða nefnilega allir á víðtækari möguleikum á bílminni lífsstíl. Þetta er einfaldlega lífskjara-, umhverfis- og lífsgæðamál. Það er bæði dýrt og mengandi að reka bifreið. Allar lausnir sem geta minnkað bílnotkun, bæði fyrir þá sem eiga bíl og þá sem eiga ekki bíl, skipta máli. Ungt fólk í heiminum er þegar farið að átta sig á þessu. Það vill aðgang að fjölbreyttum lausnum, ekki bara að strætó eða hjólreiðum eða deilibílum, heldur blöndu af öllu saman.Vilja sveigjanleika Nútímalegt fólk vill sveigjanleika, það vill stökkva upp í strætó þegar hentar með nettengingu og háa ferðatíðni. Það vill nota hjólið sitt eða leiguhjól þegar vel viðrar eða þegar það er í stuði til þess. Það vill geta leigt deilibíl til að skreppa í lengri ferðir eða flytja eitthvað en nennir kannski ekki að eiga hann þess á milli. Það vill líka aðgang að nútímalegri og afar aðgengilegri leigubílaþjónustu eins og Über þegar sá gállinn er á því. Krafan er einföld, sveigjanleg og fjölbreytt þjónusta eftir þörf og stemningu hverju sinni. En þetta snýst ekki bara um að eiga eða eiga ekki bíl. Þetta snýst líka um að þurfa ekki að eiga tvo bíla eða jafnvel bara að geta keyrt báða bílana sína aðeins minna. Þetta er framtíðin og sú þjónustuaukning sem þarf að huga að í nútímalegu samfélagi. Eins og áður segir er þetta ekki bara umhverfismál heldur líka lífskjaramál því að fjölskylda getur t.d. sparað ótrúlega mikla peninga með því að losa sig við, þó ekki væri nema annan bílinn. Samkvæmt FÍB er rekstrarkostnaður á nýjum, ódýrum bíl um 1.117.600 krónur ári. Það er margt hægt að gera fyrir rúma milljón. Fjögurra manna fjölskylda gæti til dæmis keypt fjögur rafhjól í IKEA og árskort í strætó handa öllum og samt átt um 500 þúsund króna afgang til að nýta sér deilibíla, hjólaleigur, Über, bílaleigur og leigubíla. Best væri svo ef hægt væri að nota eitt samgöngukort eða app til að greiða með einföldum hætti fyrir alla samgönguþjónustu. Auðvitað þarf svo að stuðla að því að öll þessi fjölbreytta samgönguþjónusta keyri á umhverfisvænni orku. Stóra verkefnið að mínu mati er því fyrst og fremst að stuðla að einfaldri, aðgengilegri og umfram allt fjölbreyttri almenningssamgönguþjónustu til að opna möguleikana á bílminni lífsstíl. Það er allra hagur en Borgarlínan er í raun bara eitt brot af þeirri framtíðarsýn.Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun