Borgarlínan sig? Sigurður Friðleifsson skrifar 24. maí 2018 07:00 Íslendingar vilja gjarnan skipta sér í andstæðar fylkingar. Stundum er eins og andstæðir hópar sameinist um að einfalda ágreiningsefnin til að auðvelda stríðsreksturinn. Borgarlínan er gott dæmi um þetta. Á meðan menn reita hár sitt yfir stuðningi eða andstöðu við Borgarlínu, þá losna allir við að ræða flóknara viðfangsefni sem sannarlega ætti að vera aðalatriðið í umræðunni. Aðalatriðið snýst um að bæta þjónustu á breiðum grunni fyrir bílminni lífsstíl. Já, ég segi bílminni, ekki bíllausan lífsstíl því ég ætla ekki að opna á barnalega og gamaldags orðræðu um „aðför að einkabílnum“. Það græða nefnilega allir á víðtækari möguleikum á bílminni lífsstíl. Þetta er einfaldlega lífskjara-, umhverfis- og lífsgæðamál. Það er bæði dýrt og mengandi að reka bifreið. Allar lausnir sem geta minnkað bílnotkun, bæði fyrir þá sem eiga bíl og þá sem eiga ekki bíl, skipta máli. Ungt fólk í heiminum er þegar farið að átta sig á þessu. Það vill aðgang að fjölbreyttum lausnum, ekki bara að strætó eða hjólreiðum eða deilibílum, heldur blöndu af öllu saman.Vilja sveigjanleika Nútímalegt fólk vill sveigjanleika, það vill stökkva upp í strætó þegar hentar með nettengingu og háa ferðatíðni. Það vill nota hjólið sitt eða leiguhjól þegar vel viðrar eða þegar það er í stuði til þess. Það vill geta leigt deilibíl til að skreppa í lengri ferðir eða flytja eitthvað en nennir kannski ekki að eiga hann þess á milli. Það vill líka aðgang að nútímalegri og afar aðgengilegri leigubílaþjónustu eins og Über þegar sá gállinn er á því. Krafan er einföld, sveigjanleg og fjölbreytt þjónusta eftir þörf og stemningu hverju sinni. En þetta snýst ekki bara um að eiga eða eiga ekki bíl. Þetta snýst líka um að þurfa ekki að eiga tvo bíla eða jafnvel bara að geta keyrt báða bílana sína aðeins minna. Þetta er framtíðin og sú þjónustuaukning sem þarf að huga að í nútímalegu samfélagi. Eins og áður segir er þetta ekki bara umhverfismál heldur líka lífskjaramál því að fjölskylda getur t.d. sparað ótrúlega mikla peninga með því að losa sig við, þó ekki væri nema annan bílinn. Samkvæmt FÍB er rekstrarkostnaður á nýjum, ódýrum bíl um 1.117.600 krónur ári. Það er margt hægt að gera fyrir rúma milljón. Fjögurra manna fjölskylda gæti til dæmis keypt fjögur rafhjól í IKEA og árskort í strætó handa öllum og samt átt um 500 þúsund króna afgang til að nýta sér deilibíla, hjólaleigur, Über, bílaleigur og leigubíla. Best væri svo ef hægt væri að nota eitt samgöngukort eða app til að greiða með einföldum hætti fyrir alla samgönguþjónustu. Auðvitað þarf svo að stuðla að því að öll þessi fjölbreytta samgönguþjónusta keyri á umhverfisvænni orku. Stóra verkefnið að mínu mati er því fyrst og fremst að stuðla að einfaldri, aðgengilegri og umfram allt fjölbreyttri almenningssamgönguþjónustu til að opna möguleikana á bílminni lífsstíl. Það er allra hagur en Borgarlínan er í raun bara eitt brot af þeirri framtíðarsýn.Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarlína Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Íslendingar vilja gjarnan skipta sér í andstæðar fylkingar. Stundum er eins og andstæðir hópar sameinist um að einfalda ágreiningsefnin til að auðvelda stríðsreksturinn. Borgarlínan er gott dæmi um þetta. Á meðan menn reita hár sitt yfir stuðningi eða andstöðu við Borgarlínu, þá losna allir við að ræða flóknara viðfangsefni sem sannarlega ætti að vera aðalatriðið í umræðunni. Aðalatriðið snýst um að bæta þjónustu á breiðum grunni fyrir bílminni lífsstíl. Já, ég segi bílminni, ekki bíllausan lífsstíl því ég ætla ekki að opna á barnalega og gamaldags orðræðu um „aðför að einkabílnum“. Það græða nefnilega allir á víðtækari möguleikum á bílminni lífsstíl. Þetta er einfaldlega lífskjara-, umhverfis- og lífsgæðamál. Það er bæði dýrt og mengandi að reka bifreið. Allar lausnir sem geta minnkað bílnotkun, bæði fyrir þá sem eiga bíl og þá sem eiga ekki bíl, skipta máli. Ungt fólk í heiminum er þegar farið að átta sig á þessu. Það vill aðgang að fjölbreyttum lausnum, ekki bara að strætó eða hjólreiðum eða deilibílum, heldur blöndu af öllu saman.Vilja sveigjanleika Nútímalegt fólk vill sveigjanleika, það vill stökkva upp í strætó þegar hentar með nettengingu og háa ferðatíðni. Það vill nota hjólið sitt eða leiguhjól þegar vel viðrar eða þegar það er í stuði til þess. Það vill geta leigt deilibíl til að skreppa í lengri ferðir eða flytja eitthvað en nennir kannski ekki að eiga hann þess á milli. Það vill líka aðgang að nútímalegri og afar aðgengilegri leigubílaþjónustu eins og Über þegar sá gállinn er á því. Krafan er einföld, sveigjanleg og fjölbreytt þjónusta eftir þörf og stemningu hverju sinni. En þetta snýst ekki bara um að eiga eða eiga ekki bíl. Þetta snýst líka um að þurfa ekki að eiga tvo bíla eða jafnvel bara að geta keyrt báða bílana sína aðeins minna. Þetta er framtíðin og sú þjónustuaukning sem þarf að huga að í nútímalegu samfélagi. Eins og áður segir er þetta ekki bara umhverfismál heldur líka lífskjaramál því að fjölskylda getur t.d. sparað ótrúlega mikla peninga með því að losa sig við, þó ekki væri nema annan bílinn. Samkvæmt FÍB er rekstrarkostnaður á nýjum, ódýrum bíl um 1.117.600 krónur ári. Það er margt hægt að gera fyrir rúma milljón. Fjögurra manna fjölskylda gæti til dæmis keypt fjögur rafhjól í IKEA og árskort í strætó handa öllum og samt átt um 500 þúsund króna afgang til að nýta sér deilibíla, hjólaleigur, Über, bílaleigur og leigubíla. Best væri svo ef hægt væri að nota eitt samgöngukort eða app til að greiða með einföldum hætti fyrir alla samgönguþjónustu. Auðvitað þarf svo að stuðla að því að öll þessi fjölbreytta samgönguþjónusta keyri á umhverfisvænni orku. Stóra verkefnið að mínu mati er því fyrst og fremst að stuðla að einfaldri, aðgengilegri og umfram allt fjölbreyttri almenningssamgönguþjónustu til að opna möguleikana á bílminni lífsstíl. Það er allra hagur en Borgarlínan er í raun bara eitt brot af þeirri framtíðarsýn.Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun