Ragnari misbýður hækkanir á leiguverði Grétar Þór Sigurðsson skrifar 23. maí 2018 06:00 Ragnar segir sögurnar vera orðnar um 50 talsins. Vísir/stefán Stéttarfélagið VR hefur verið að safna reynslusögum leigjenda sem lent hafa í því að leiguverð þeirra hefur hækkað óeðlilega mikið. „Þetta hófst fyrir svona mánuði, þá fékk ég fréttir af fólki sem var að ræða saman á lokaðri leigjendasíðu um framferði leigufélaga. Mér fannst þetta svo ótrúlegar sögur að ég komst í samband við þetta fólk í gegnum þriðja aðila og fékk frá þeim gögn um málið,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um upphaf þessa verkefnis. „Það sem við erum að setja fram er meira en sögur, við erum með gögn sem styðja þessar sögur um hækkanir,“ segir Ragnar, en gögnin samanstanda meðal annars af leigusamningum og tölvupóstsamskiptum leigjenda við leigusala sína. Ragnar segir að einstaklingum sem sendi inn upplýsingar sé lofað nafnleynd. „Fólk er hrætt við að koma fram undir nafni, það er skíthrætt við að missa þakið ofan af höfðinu,“ segir hann. Að sögn Ragnars er regluverkið mismunandi eftir löndum og borgum, en verið sé að kortleggja það innan VR. „Við erum að kortleggja þetta til að geta mögulega nýtt þetta í komandi kjarasamningagerð, hvort hægt sé að setja fram eitthvert regluverk sem verndar leigjendur,“ segir hann. Ragnar segir að sér hafi misboðið þær hækkanir á leiguverði sem hafi sést á innsendum leigusamningum. Hann segist vilja sjá að bann verði lagt við því að leigufélög hækki leiguverð einhliða án þess að hafa fyrir því góð og gild rök, til dæmis vegna fyrirséðs viðhaldskostnaðar eða hárrar verðbólgu. Þá segir Ragnar mikilvægt að leigusamningar verði lengri en raun ber vitni. Þeir séu sjaldan lengri en til tólf mánaða. „Fólk þorir ekki að gera plön fyrir sumarið því það veit ekki hvað gerist eftir sex eða tólf mánuði,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Tengdar fréttir Almenna leigufélagið svarar fyrir sig Segja leiguverð fylgja meðalverði á markaði. 2. maí 2018 21:30 Segir leigufélögin stunda fjárkúgunarstarfsemi Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir farir legjenda ekki sléttar eftir samskipti þeirra við leigufélögin. 30. apríl 2018 13:30 Ragnar Þór segir Gamma leggjast á leigjendur sína Allt að sjötíu prósenta hækkun á leigu á rúmum tveimur árum. 2. maí 2018 10:27 Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Sjá meira
Stéttarfélagið VR hefur verið að safna reynslusögum leigjenda sem lent hafa í því að leiguverð þeirra hefur hækkað óeðlilega mikið. „Þetta hófst fyrir svona mánuði, þá fékk ég fréttir af fólki sem var að ræða saman á lokaðri leigjendasíðu um framferði leigufélaga. Mér fannst þetta svo ótrúlegar sögur að ég komst í samband við þetta fólk í gegnum þriðja aðila og fékk frá þeim gögn um málið,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um upphaf þessa verkefnis. „Það sem við erum að setja fram er meira en sögur, við erum með gögn sem styðja þessar sögur um hækkanir,“ segir Ragnar, en gögnin samanstanda meðal annars af leigusamningum og tölvupóstsamskiptum leigjenda við leigusala sína. Ragnar segir að einstaklingum sem sendi inn upplýsingar sé lofað nafnleynd. „Fólk er hrætt við að koma fram undir nafni, það er skíthrætt við að missa þakið ofan af höfðinu,“ segir hann. Að sögn Ragnars er regluverkið mismunandi eftir löndum og borgum, en verið sé að kortleggja það innan VR. „Við erum að kortleggja þetta til að geta mögulega nýtt þetta í komandi kjarasamningagerð, hvort hægt sé að setja fram eitthvert regluverk sem verndar leigjendur,“ segir hann. Ragnar segir að sér hafi misboðið þær hækkanir á leiguverði sem hafi sést á innsendum leigusamningum. Hann segist vilja sjá að bann verði lagt við því að leigufélög hækki leiguverð einhliða án þess að hafa fyrir því góð og gild rök, til dæmis vegna fyrirséðs viðhaldskostnaðar eða hárrar verðbólgu. Þá segir Ragnar mikilvægt að leigusamningar verði lengri en raun ber vitni. Þeir séu sjaldan lengri en til tólf mánaða. „Fólk þorir ekki að gera plön fyrir sumarið því það veit ekki hvað gerist eftir sex eða tólf mánuði,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Tengdar fréttir Almenna leigufélagið svarar fyrir sig Segja leiguverð fylgja meðalverði á markaði. 2. maí 2018 21:30 Segir leigufélögin stunda fjárkúgunarstarfsemi Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir farir legjenda ekki sléttar eftir samskipti þeirra við leigufélögin. 30. apríl 2018 13:30 Ragnar Þór segir Gamma leggjast á leigjendur sína Allt að sjötíu prósenta hækkun á leigu á rúmum tveimur árum. 2. maí 2018 10:27 Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Sjá meira
Segir leigufélögin stunda fjárkúgunarstarfsemi Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir farir legjenda ekki sléttar eftir samskipti þeirra við leigufélögin. 30. apríl 2018 13:30
Ragnar Þór segir Gamma leggjast á leigjendur sína Allt að sjötíu prósenta hækkun á leigu á rúmum tveimur árum. 2. maí 2018 10:27