Réttur til að lifa með reisn Karl Berndsen skrifar 22. maí 2018 09:15 Flokkur fólksins var stofnaður fyrir börnin en 9,1% þeirra líða mismikinn skort sbr. skýrslu UNICEF á Íslandi frá því í janúar 2016. Flokkur fólksins var einnig stofnaður fyrir aldraða, öryrkja og alla þá sem hafa verið skildir eftir í fátækt í því góðæri sem við búum við í dag. Flokkur fólksins sem nú bíður fram í Reykjavík í fyrsta sinn vill tryggja öryrkjum jafnræði á öllum sviðum samfélagsins. Við viljum leita leiða til að koma á móts við þá sem hafa vilja og getu til að vera virkari í samfélaginu. Flokkur fólksins vill að öll fötluð börn fá fullnægjandi þjónustu í samræmi við fötlun sína. Enginn þjóðfélagshópur hefur verið svikinn eins gróflega og öryrkjar. Launakjör þeirra og afkoma eiga sér enga hliðstæðu á Íslandi og þótt víða væri leitað. Sitjandi stjórnvöld hika ekki við að brjóta lögvarin rétt þeirra sbr. 2.málsl. 1.mgr. 69. gr. laga um almannatryggingar nr. 100/2007 en þar segir „Ákvörðun þeirra skal taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs“ Hér er einfaldlega átt við ákvörðun á þessum árlega vísitöluútreikningi kjarabóta almannatrygginga, sem aldrei á að hækka minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Þetta ákvæði er mölbrotið á öllum þeim sem byggja framfærslu sína á almannatryggingakerfinu. „Ekkert um okkur án okkar“ Þetta fallega kjörorð okkar öryrkja verður leiðarljós Flokks fólksins í öllum baráttumálum sem snúa að bættu og betra lífi öryrkjans. Okkur ber skylda til að gefa öllum tækifæri til sjálfsbjargar. Við öryrkjar erum líka fólk og eigum að njóta mannréttinda á við alla aðra. Öryrkjum er haldið í vanlíðan og fátækt. Við höfum enga möguleika á að bjarga okkur sjálf úr gildrunni sem stjórnvöld hafa svo haganlega fest okkur í. Króna á móti krónu skerðing er slíkt mannvonskuverk að annað eins fyrirfinnst varla á byggðu bóli. Þetta skerðingarkerfi sem gerir ekkert annað en að koma í veg fyrir það, að við reynum að bjarga okkur. Hér eiga stjórnvöld alla skömmina. Þeim er þó í lófa lagið að afnema skerðinguna strax. Það eina sem til þarf að koma er vilji til að draga pennastrik yfir vonskuna. Flokkur fólksins vill sjá til þess að öryrkjar í Reykjavík, Við viljum fæði, klæði, húsnæði og aðgengi fyrir alla. Líka okkur öryrkja. Höfundur skipar 2. sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Flokkur fólksins var stofnaður fyrir börnin en 9,1% þeirra líða mismikinn skort sbr. skýrslu UNICEF á Íslandi frá því í janúar 2016. Flokkur fólksins var einnig stofnaður fyrir aldraða, öryrkja og alla þá sem hafa verið skildir eftir í fátækt í því góðæri sem við búum við í dag. Flokkur fólksins sem nú bíður fram í Reykjavík í fyrsta sinn vill tryggja öryrkjum jafnræði á öllum sviðum samfélagsins. Við viljum leita leiða til að koma á móts við þá sem hafa vilja og getu til að vera virkari í samfélaginu. Flokkur fólksins vill að öll fötluð börn fá fullnægjandi þjónustu í samræmi við fötlun sína. Enginn þjóðfélagshópur hefur verið svikinn eins gróflega og öryrkjar. Launakjör þeirra og afkoma eiga sér enga hliðstæðu á Íslandi og þótt víða væri leitað. Sitjandi stjórnvöld hika ekki við að brjóta lögvarin rétt þeirra sbr. 2.málsl. 1.mgr. 69. gr. laga um almannatryggingar nr. 100/2007 en þar segir „Ákvörðun þeirra skal taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs“ Hér er einfaldlega átt við ákvörðun á þessum árlega vísitöluútreikningi kjarabóta almannatrygginga, sem aldrei á að hækka minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Þetta ákvæði er mölbrotið á öllum þeim sem byggja framfærslu sína á almannatryggingakerfinu. „Ekkert um okkur án okkar“ Þetta fallega kjörorð okkar öryrkja verður leiðarljós Flokks fólksins í öllum baráttumálum sem snúa að bættu og betra lífi öryrkjans. Okkur ber skylda til að gefa öllum tækifæri til sjálfsbjargar. Við öryrkjar erum líka fólk og eigum að njóta mannréttinda á við alla aðra. Öryrkjum er haldið í vanlíðan og fátækt. Við höfum enga möguleika á að bjarga okkur sjálf úr gildrunni sem stjórnvöld hafa svo haganlega fest okkur í. Króna á móti krónu skerðing er slíkt mannvonskuverk að annað eins fyrirfinnst varla á byggðu bóli. Þetta skerðingarkerfi sem gerir ekkert annað en að koma í veg fyrir það, að við reynum að bjarga okkur. Hér eiga stjórnvöld alla skömmina. Þeim er þó í lófa lagið að afnema skerðinguna strax. Það eina sem til þarf að koma er vilji til að draga pennastrik yfir vonskuna. Flokkur fólksins vill sjá til þess að öryrkjar í Reykjavík, Við viljum fæði, klæði, húsnæði og aðgengi fyrir alla. Líka okkur öryrkja. Höfundur skipar 2. sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavík.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar