Húsfélagið lét fjarlægja mynd af borgarstjóra Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. maí 2018 07:00 Gamall þjálfari Dags er eigandi hússins við Miklubraut. Vísir/ernir Auglýsingar Samfylkingarinnar í gluggum húss á horni Miklubrautar og Lönguhlíðar voru fjarlægðar eftir að kvörtun vegna þeirra barst frá íbúa í húsinu. Ósamþykktar stúdíóíbúðir eru í rýminu þar sem auglýsingarnar voru á gluggum. Í húsnæðinu var áður blómabúð en sú hvarf þaðan fyrir nokkrum árum. Auglýsing frá Samfylkingunni var sett á gluggana fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar og var það gert að nýju fyrir kosningarnar nú. Andlit borgarstjórans Dags B. Eggertssonar prýddi auglýsingarnar auk slagorðsins að Miklabraut yrði sett í stokk. Auglýsingarnar voru teknar niður um helgina. „Fyrir fjórum árum bauð ég Samfylkingunni að setja þarna upp auglýsingar og voru þær þarna í tvær vikur og síðan teknar niður. Eftir það hékk þarna auglýsing frá Tryggingamiðstöðinni þar til kvörtun barst frá eiganda í húsinu sem vildi ekki hafa hana. Þá var hún tekin niður,“ segir Jón Magngeirsson, eigandi húsnæðisins. Jón segir að auglýsingin hafi fengið að hanga óáreitt fyrir síðustu kosningar og því hafi hann gert ráð fyrir að svo yrði aftur nú. Athugasemd hafi hins vegar borist frá nágranna og var auglýsingin því tekin niður til að forðast læti.Ragna Sigurðardóttir, kosningastjóri Samfylkingarinnar í Reykjavík.„Þarna á bakvið eru stúdíóíbúðir. Þær fást auðvitað ekki samþykktar og ég borga því af þessu eins og um fyrirtæki sé að ræða,“ segir Jón. Aðspurður hvort leigjendur íbúðanna hafi verið samþykkir auglýsingunni segir Jón að þeim hafi verið alveg sama um það. Íbúar voru ekki heimavið þegar Fréttablaðið bar að garði til að leita viðbragða hjá þeim. Fréttablaðið reyndi að ná tali af Degi B. Eggertssyni vegna málsins en ekki náðist í hann. Pétur Ólafsson, aðstoðarmaður borgarstjóra, vildi ekki láta hafa neitt eftir sér um málið og vísaði á Rögnu Sigurðardóttur, kosningastjóra Samfylkingarinnar. „Eigandi hússins bauð okkur þetta auglýsingapláss án endurgjalds. Hann var fyrsti fótboltaþjálfari Dags og gamall stuðningsmaður úr Árbænum. Plássið fékkst án endurgjalds fyrir fjórum árum og aftur nú. Þetta er hans leið til að styrkja framboðið,“ segir Ragna. Að sögn Rögnu voru auglýsingarnar teknar niður eftir að framboðið fékk fregnir af því að deilur stæðu um auglýsingarnar innan húsfélagsins. „Það er ekki okkar hlutverk að kynda undir deilum í húsfélaginu,“ segir Ragna. Aðspurð um hvort Samfylkingin hafi kannað hug íbúa stúdíóíbúðanna áður en auglýsingunum var komið fyrir segir hún að þau hafi verið í góðri trú og ekki vitað að þar byggi fólk.“ Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Auglýsingar Samfylkingarinnar í gluggum húss á horni Miklubrautar og Lönguhlíðar voru fjarlægðar eftir að kvörtun vegna þeirra barst frá íbúa í húsinu. Ósamþykktar stúdíóíbúðir eru í rýminu þar sem auglýsingarnar voru á gluggum. Í húsnæðinu var áður blómabúð en sú hvarf þaðan fyrir nokkrum árum. Auglýsing frá Samfylkingunni var sett á gluggana fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar og var það gert að nýju fyrir kosningarnar nú. Andlit borgarstjórans Dags B. Eggertssonar prýddi auglýsingarnar auk slagorðsins að Miklabraut yrði sett í stokk. Auglýsingarnar voru teknar niður um helgina. „Fyrir fjórum árum bauð ég Samfylkingunni að setja þarna upp auglýsingar og voru þær þarna í tvær vikur og síðan teknar niður. Eftir það hékk þarna auglýsing frá Tryggingamiðstöðinni þar til kvörtun barst frá eiganda í húsinu sem vildi ekki hafa hana. Þá var hún tekin niður,“ segir Jón Magngeirsson, eigandi húsnæðisins. Jón segir að auglýsingin hafi fengið að hanga óáreitt fyrir síðustu kosningar og því hafi hann gert ráð fyrir að svo yrði aftur nú. Athugasemd hafi hins vegar borist frá nágranna og var auglýsingin því tekin niður til að forðast læti.Ragna Sigurðardóttir, kosningastjóri Samfylkingarinnar í Reykjavík.„Þarna á bakvið eru stúdíóíbúðir. Þær fást auðvitað ekki samþykktar og ég borga því af þessu eins og um fyrirtæki sé að ræða,“ segir Jón. Aðspurður hvort leigjendur íbúðanna hafi verið samþykkir auglýsingunni segir Jón að þeim hafi verið alveg sama um það. Íbúar voru ekki heimavið þegar Fréttablaðið bar að garði til að leita viðbragða hjá þeim. Fréttablaðið reyndi að ná tali af Degi B. Eggertssyni vegna málsins en ekki náðist í hann. Pétur Ólafsson, aðstoðarmaður borgarstjóra, vildi ekki láta hafa neitt eftir sér um málið og vísaði á Rögnu Sigurðardóttur, kosningastjóra Samfylkingarinnar. „Eigandi hússins bauð okkur þetta auglýsingapláss án endurgjalds. Hann var fyrsti fótboltaþjálfari Dags og gamall stuðningsmaður úr Árbænum. Plássið fékkst án endurgjalds fyrir fjórum árum og aftur nú. Þetta er hans leið til að styrkja framboðið,“ segir Ragna. Að sögn Rögnu voru auglýsingarnar teknar niður eftir að framboðið fékk fregnir af því að deilur stæðu um auglýsingarnar innan húsfélagsins. „Það er ekki okkar hlutverk að kynda undir deilum í húsfélaginu,“ segir Ragna. Aðspurð um hvort Samfylkingin hafi kannað hug íbúa stúdíóíbúðanna áður en auglýsingunum var komið fyrir segir hún að þau hafi verið í góðri trú og ekki vitað að þar byggi fólk.“
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira