Meiri lúxus Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 22. maí 2018 10:00 Víðs vegar í Reykjavík má sjá merki um miklar byggingaframkvæmdir og verið er að reisa ný hús í stað þeirra gömlu sem voru rifin. Einhver þessara húsa máttu eflaust hverfa en við eigum eftir að sjá hvað kemur í stað þeirra. Óhætt er að segja að margir bíði með öndina í hálsinum eftir því hvernig til tekst og vona heitt og innilega að útkoman verði ekki einhver óskapnaður. Það er leiðinlegt að segja það, en íslenskur nútímaarkitektúr er einfaldlega þannig að ekki er alltaf ástæða til að hrópa húrra fyrir honum. Þess vegna á að vera auðvelt að hafa skilning og samúð með kvíða þeirra sem vilja að höfuðborgin sé falleg en óttast að þróunin sé í þveröfuga átt. Við Hafnartorg standa yfir miklar framkvæmdir sem borgarbúar komast ekki hjá að verða varir við. Þar eiga að verða til íbúðir. Íbúðir skortir einmitt á höfuðborgarsvæðinu en almenningur hefur samt enga ástæðu til að fagna. Þessar íbúðir eru nefnilega alls ekki ætlaðar venjulegu fólki. Þetta eru lúxusíbúðir þar sem ekkert er til sparað. Óhófið er reyndar svo mikið að þær dýrustu munu kosta um 400 milljónir. Það er eins og einhverjir einstaklingar hafi fengið svæsið nostalgíukast og þrái að hverfa aftur til áranna fyrir hrun þegar flottræfilshátturinn var svo umsvifamikill að gull var jafnvel lagt sér til munns í veislum, eins og frægt varð. Íbúðirnar við Hafnartorg eru hannaðar fyrir þá allra ríkustu. Ólíklegt er þó að íslenskir auðmenn muni hreiðra um sig í þessum lúxusíbúðum. Þeir þola ekki hverjir aðra. Það yrði þeim ofraun að þurfa að mætast reglulega í lyftunni eða á stigaganginum og neyðast til að bjóða góðan daginn. Þeir gætu aldrei sætt sig við slíkt sambýli. Íbúðirnar hljóta því að vera hugsaðar fyrir erlenda auðkýfinga. Ólíklegt er að þeir setjist hér að, en ekki er útilokað að þeir vilji eiga hér afdrep þegar þeir þrá tilbreytingu frá lífi í stórborgum á borð við New York, París og Róm. Fólk þarf ekki að vera í Sósíalistaflokknum til að spyrja sjálfsagðra spurninga eins og af hverju slík ofuráhersla sé lögð á hag auðjöfra að þeim sé ætlaður alveg sérstakur staður í hjarta Reykjavíkur. Það má svo velta fyrir sér af hverju ekkert heyrist frá borgarstjórnarmeirihlutanum um allan þennan ofurlúxus sem þarna er fyrirhugað að skapa. Ekki er hægt að ætla annað en meirihlutanum þyki þetta hið besta mál. Allavega heyrast ekki óánægjuraddir úr þeim ranni. Finnst Vinstri grænum í borginni það virkilega vera brýnt forgangsmál að hlaða undir auðmenn? Hvar er jafnaðarstefna Samfylkingarinnar, er henni bara veifað stundum en falin þess á milli? Og eru Píratar að breytast í örgustu kapítalista? Er Björt framtíð svo buguð að hún getur ekki lengur tjáð sig? Gott væri að fá svör við þessum spurningum fyrir kosningar. Og um leið á að spyrja þennan sama meirihluta: Eruð þið búin að selja verktökum og fjárfestum sál ykkar og sannfæringu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Víðs vegar í Reykjavík má sjá merki um miklar byggingaframkvæmdir og verið er að reisa ný hús í stað þeirra gömlu sem voru rifin. Einhver þessara húsa máttu eflaust hverfa en við eigum eftir að sjá hvað kemur í stað þeirra. Óhætt er að segja að margir bíði með öndina í hálsinum eftir því hvernig til tekst og vona heitt og innilega að útkoman verði ekki einhver óskapnaður. Það er leiðinlegt að segja það, en íslenskur nútímaarkitektúr er einfaldlega þannig að ekki er alltaf ástæða til að hrópa húrra fyrir honum. Þess vegna á að vera auðvelt að hafa skilning og samúð með kvíða þeirra sem vilja að höfuðborgin sé falleg en óttast að þróunin sé í þveröfuga átt. Við Hafnartorg standa yfir miklar framkvæmdir sem borgarbúar komast ekki hjá að verða varir við. Þar eiga að verða til íbúðir. Íbúðir skortir einmitt á höfuðborgarsvæðinu en almenningur hefur samt enga ástæðu til að fagna. Þessar íbúðir eru nefnilega alls ekki ætlaðar venjulegu fólki. Þetta eru lúxusíbúðir þar sem ekkert er til sparað. Óhófið er reyndar svo mikið að þær dýrustu munu kosta um 400 milljónir. Það er eins og einhverjir einstaklingar hafi fengið svæsið nostalgíukast og þrái að hverfa aftur til áranna fyrir hrun þegar flottræfilshátturinn var svo umsvifamikill að gull var jafnvel lagt sér til munns í veislum, eins og frægt varð. Íbúðirnar við Hafnartorg eru hannaðar fyrir þá allra ríkustu. Ólíklegt er þó að íslenskir auðmenn muni hreiðra um sig í þessum lúxusíbúðum. Þeir þola ekki hverjir aðra. Það yrði þeim ofraun að þurfa að mætast reglulega í lyftunni eða á stigaganginum og neyðast til að bjóða góðan daginn. Þeir gætu aldrei sætt sig við slíkt sambýli. Íbúðirnar hljóta því að vera hugsaðar fyrir erlenda auðkýfinga. Ólíklegt er að þeir setjist hér að, en ekki er útilokað að þeir vilji eiga hér afdrep þegar þeir þrá tilbreytingu frá lífi í stórborgum á borð við New York, París og Róm. Fólk þarf ekki að vera í Sósíalistaflokknum til að spyrja sjálfsagðra spurninga eins og af hverju slík ofuráhersla sé lögð á hag auðjöfra að þeim sé ætlaður alveg sérstakur staður í hjarta Reykjavíkur. Það má svo velta fyrir sér af hverju ekkert heyrist frá borgarstjórnarmeirihlutanum um allan þennan ofurlúxus sem þarna er fyrirhugað að skapa. Ekki er hægt að ætla annað en meirihlutanum þyki þetta hið besta mál. Allavega heyrast ekki óánægjuraddir úr þeim ranni. Finnst Vinstri grænum í borginni það virkilega vera brýnt forgangsmál að hlaða undir auðmenn? Hvar er jafnaðarstefna Samfylkingarinnar, er henni bara veifað stundum en falin þess á milli? Og eru Píratar að breytast í örgustu kapítalista? Er Björt framtíð svo buguð að hún getur ekki lengur tjáð sig? Gott væri að fá svör við þessum spurningum fyrir kosningar. Og um leið á að spyrja þennan sama meirihluta: Eruð þið búin að selja verktökum og fjárfestum sál ykkar og sannfæringu?
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun