Vinstrimenn kaupa villu Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 22. maí 2018 07:00 Skandall mikill skekur nú þjóðfélagið hér á Spáni. Fjölmiðlar þreytast ekki á að fjölyrða um það og að safna saman álitsgjöfum sem hneykslast í kór yfir óhæfu þeirri sem hrærir hug manna. Þannig er mál með vexti að hjónakornin Pablo Iglesias og Irene Montero keyptu sér villu en hann er formaður vinstriflokksins Podemos (Við getum) og hún þingmaður sama flokks. Húsakosturinn kostar þau tæpar 76 milljónir króna en slík kaup eiga ekki að vera á vinstrimanna færi. Hefur upphlaup þetta neytt þau til að kalla eftir áliti frá flokksbræðrum og -systrum um það hvort þau meti það svo að hjónakornunum beri að segja af sér. Það er vissulega nokkuð ósamræmi í því að þau sem einna mest tali gegn ójöfnuði hér syðra skuli flytja í hverfi þar sem efsta lagið í ójöfnuðinum býr. En það leynist líka firring í fjaðrafokinu. Fyrir nokkrum árum kom í ljós svart bókhald Lýðflokksins og leynireikningur í Sviss sem innihélt um sex og hálfan milljarð króna. Það voru samantekin ráð athafna- og stjórnmálamanna sem gerði þeim kleift að moka þessu úr almannasjóðum. Forsætisráðherrann, Mariano Rajoy, naut góðs af en hann fékk að minnsta kosti upphæð sem jafnast á við hálfvirði villunnar þeirra Pablo og Irene fyrir þátttöku sína í leynibraskinu. Þetta eru þó bara smámunir því ef talin eru helstu spillingarmál flokksins telst mér til að þau hafi kostað þjóðina um hundrað þúsund milljón evrur. Þetta kom í ljós eftir að lögmaðurinn Baltazar Garzón hóf rannsókn. Hann hefur nú verið sviptur lögmannsréttindum á Spáni. Frá því þessi kurl komu til grafar hefur Lýðflokkurinn unnið tvennar þingkosningar. En nú fyrst er þetta komið í óefni þegar vinstrimenn kaupa villu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Skandall mikill skekur nú þjóðfélagið hér á Spáni. Fjölmiðlar þreytast ekki á að fjölyrða um það og að safna saman álitsgjöfum sem hneykslast í kór yfir óhæfu þeirri sem hrærir hug manna. Þannig er mál með vexti að hjónakornin Pablo Iglesias og Irene Montero keyptu sér villu en hann er formaður vinstriflokksins Podemos (Við getum) og hún þingmaður sama flokks. Húsakosturinn kostar þau tæpar 76 milljónir króna en slík kaup eiga ekki að vera á vinstrimanna færi. Hefur upphlaup þetta neytt þau til að kalla eftir áliti frá flokksbræðrum og -systrum um það hvort þau meti það svo að hjónakornunum beri að segja af sér. Það er vissulega nokkuð ósamræmi í því að þau sem einna mest tali gegn ójöfnuði hér syðra skuli flytja í hverfi þar sem efsta lagið í ójöfnuðinum býr. En það leynist líka firring í fjaðrafokinu. Fyrir nokkrum árum kom í ljós svart bókhald Lýðflokksins og leynireikningur í Sviss sem innihélt um sex og hálfan milljarð króna. Það voru samantekin ráð athafna- og stjórnmálamanna sem gerði þeim kleift að moka þessu úr almannasjóðum. Forsætisráðherrann, Mariano Rajoy, naut góðs af en hann fékk að minnsta kosti upphæð sem jafnast á við hálfvirði villunnar þeirra Pablo og Irene fyrir þátttöku sína í leynibraskinu. Þetta eru þó bara smámunir því ef talin eru helstu spillingarmál flokksins telst mér til að þau hafi kostað þjóðina um hundrað þúsund milljón evrur. Þetta kom í ljós eftir að lögmaðurinn Baltazar Garzón hóf rannsókn. Hann hefur nú verið sviptur lögmannsréttindum á Spáni. Frá því þessi kurl komu til grafar hefur Lýðflokkurinn unnið tvennar þingkosningar. En nú fyrst er þetta komið í óefni þegar vinstrimenn kaupa villu.
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar