Traust fjármál skila góðri þjónustu og uppbyggingu Almar Guðmundsson skrifar 20. maí 2018 17:05 Ný greining Samtaka atvinnulífsins á fjármálum og rekstri 12 stærstu sveitarfélaga landsins er athyglisverð. Greiningin lítur heildstætt á fjárhagslega mælikvarða, svo sem skuldastöðu, rekstrarafkomu og álögur á íbúa. Hún tekur líka tillit til ánægju íbúanna með ýmsa þjónustuþætti. Niðurstaðan er sú að Garðabær er í hópi þeirra sveitarfélaga sem allra best standa og er sterk staða bæjarins staðfest enn á ný. Ársskýrsla eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga sem gefin var út í desember 2017 gefur einnig góða mynd af stöðu Garðabæjar í samanburði við önnur sveitarfélög í landinu sem eru á meðal þeirra 10 stærstu (tölur um rekstur 2016). Þar má sjá að rekstrarniðurstaða Garðabæjar sem hlutfall af tekjum var 12% en meðaltal hinna sveitarfélaganna var 6%. Veltufé frá rekstri sem hlutfall af tekjum var 21% í Garðabæ en 16% að meðaltali í samanburðarsveitarfélögum. Þá var skuldahlutfall samanburðarsveitarfélaganna (150%) að jafnaði nærri tvöfalt hærra en í Garðabæ (79%). Með öðrum orðum, Garðabær er í forystu meðal stærri sveitarfélaga landsins þegar kemur að fjármálum. Það er mikilvægt að átta sig á hverju þessi staða skilar. Traust fjárhagsstaða ein og sér er ekki markmið en hún skapar mikilvægan grunn. Grunn að betri þjónustu, lægri álögum, meiri fjárfestingagetu og svo mætti áfram telja. Góð afkoma og fjárhagsstaða í Garðabæ undanfarin ár og áratugi skilar sér m.a. í eftirtöldu: Álögur á bæjarbúa eru með því lægsta sem gerist meðal sveitarfélaga. Tekjur bæjarins skila sér beint í þjónustu, enda eru vaxtagjöld ekki fjárfrekur útgjaldaliður. Það er mikil ánægja með þjónustu við íbúa Garðabæjar enda skapar fjárhagsleg staða möguleika á að horfa sérstaklega til ólíkra þarfa og sveigjanleika við veitingu þjónustu. Í Garðabæ komast börn inn á leikskóla fyrr en almennt gerist eða við 12 mánaða aldur. Þá loka leikskólar ekki á sumrin þannig að það eru notendur þjónustunnar sem ráða því hvenær fríið er tekið, ekki kerfið. Annar stærsti útgjaldaliður í rekstri sveitarfélagsins eru útgjöld til félagsþjónustu. Reglum um húsnæðisstuðning og fjárhagsaðstoð var breytt á yfirstandandi kjörtímabili til að auka stuðning við þá sem þurfa. Þá má nefna að Garðabær hefur verið í fararbroddi í að veita Notendastýrða Persónulega Aðstoð (NPA). Uppbygging á ýmsum sviðum er áberandi í bænum. Verið er að fjölga búsetuúrræðum fyrir fatlað fólk og félagslegum íbúðum. Þá hefur íþróttaaðstaða verið stórbætt og næstu verkefni eru m.a. að reisa fjölnota íþróttahús í Vetrarmýri og að bæta aðstöðu til líkams- og heilsuræktar á Ásgarðssvæðinu. Undanfarin ár hafa verulegir fjármunir verið settir í viðhald á eignum og svæðum í bænum. Framundan er stórátak í viðhaldi gatna, gangstétta og opinna svæða. Hægt er að fjármagna framkvæmdir í miklum mæli úr rekstri bæjarfélagsins án lántöku. Þetta er eftirsóknarverð staða og langt því frá sjálfgefin á Íslandi í dag. Afkoma bæjarsjóðs á síðasta ári var jákvæð um 1,1 milljarð króna og staðan er sterk á alla mælikvarða. Það er til marks um góða stöðu að á sama tíma og skuldir vaxa ekki er unnt að fjárfesta fyrir tæpa 3 milljarða króna sem er met. Hröð uppbygging i bænum hefur ekki verið á kostnað þjónustu. Góð fjárhagsstaða tryggir að hægt er að byggja upp öfluga innviði samhliði uppbygingu hverfa. Gott dæmi um þetta er Urriðaholtsskóli, sem er glæsileg bygging og þjónar hverfinu strax frá upphafi. Ábyrg fjármálastjórn er einn af hornsteinum stefnu núverandi meirihluta Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Garðabæjar og við viljum sækja umboð bæjarbúa til að halda áfram á þeirri braut. Farsæl fjármálastjórn er góður grunnur að öflugri þjónustu, ánægju íbúa og kraftmikilli uppbyggingu. Um það vitna fjölmargar staðreyndir. Það skiptir máli að Garðabær sé í forystu í fjármálum.Höfundur er hagfræðingur, bæjarfulltrúi og frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Kosningar 2018 Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Sjá meira
Ný greining Samtaka atvinnulífsins á fjármálum og rekstri 12 stærstu sveitarfélaga landsins er athyglisverð. Greiningin lítur heildstætt á fjárhagslega mælikvarða, svo sem skuldastöðu, rekstrarafkomu og álögur á íbúa. Hún tekur líka tillit til ánægju íbúanna með ýmsa þjónustuþætti. Niðurstaðan er sú að Garðabær er í hópi þeirra sveitarfélaga sem allra best standa og er sterk staða bæjarins staðfest enn á ný. Ársskýrsla eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga sem gefin var út í desember 2017 gefur einnig góða mynd af stöðu Garðabæjar í samanburði við önnur sveitarfélög í landinu sem eru á meðal þeirra 10 stærstu (tölur um rekstur 2016). Þar má sjá að rekstrarniðurstaða Garðabæjar sem hlutfall af tekjum var 12% en meðaltal hinna sveitarfélaganna var 6%. Veltufé frá rekstri sem hlutfall af tekjum var 21% í Garðabæ en 16% að meðaltali í samanburðarsveitarfélögum. Þá var skuldahlutfall samanburðarsveitarfélaganna (150%) að jafnaði nærri tvöfalt hærra en í Garðabæ (79%). Með öðrum orðum, Garðabær er í forystu meðal stærri sveitarfélaga landsins þegar kemur að fjármálum. Það er mikilvægt að átta sig á hverju þessi staða skilar. Traust fjárhagsstaða ein og sér er ekki markmið en hún skapar mikilvægan grunn. Grunn að betri þjónustu, lægri álögum, meiri fjárfestingagetu og svo mætti áfram telja. Góð afkoma og fjárhagsstaða í Garðabæ undanfarin ár og áratugi skilar sér m.a. í eftirtöldu: Álögur á bæjarbúa eru með því lægsta sem gerist meðal sveitarfélaga. Tekjur bæjarins skila sér beint í þjónustu, enda eru vaxtagjöld ekki fjárfrekur útgjaldaliður. Það er mikil ánægja með þjónustu við íbúa Garðabæjar enda skapar fjárhagsleg staða möguleika á að horfa sérstaklega til ólíkra þarfa og sveigjanleika við veitingu þjónustu. Í Garðabæ komast börn inn á leikskóla fyrr en almennt gerist eða við 12 mánaða aldur. Þá loka leikskólar ekki á sumrin þannig að það eru notendur þjónustunnar sem ráða því hvenær fríið er tekið, ekki kerfið. Annar stærsti útgjaldaliður í rekstri sveitarfélagsins eru útgjöld til félagsþjónustu. Reglum um húsnæðisstuðning og fjárhagsaðstoð var breytt á yfirstandandi kjörtímabili til að auka stuðning við þá sem þurfa. Þá má nefna að Garðabær hefur verið í fararbroddi í að veita Notendastýrða Persónulega Aðstoð (NPA). Uppbygging á ýmsum sviðum er áberandi í bænum. Verið er að fjölga búsetuúrræðum fyrir fatlað fólk og félagslegum íbúðum. Þá hefur íþróttaaðstaða verið stórbætt og næstu verkefni eru m.a. að reisa fjölnota íþróttahús í Vetrarmýri og að bæta aðstöðu til líkams- og heilsuræktar á Ásgarðssvæðinu. Undanfarin ár hafa verulegir fjármunir verið settir í viðhald á eignum og svæðum í bænum. Framundan er stórátak í viðhaldi gatna, gangstétta og opinna svæða. Hægt er að fjármagna framkvæmdir í miklum mæli úr rekstri bæjarfélagsins án lántöku. Þetta er eftirsóknarverð staða og langt því frá sjálfgefin á Íslandi í dag. Afkoma bæjarsjóðs á síðasta ári var jákvæð um 1,1 milljarð króna og staðan er sterk á alla mælikvarða. Það er til marks um góða stöðu að á sama tíma og skuldir vaxa ekki er unnt að fjárfesta fyrir tæpa 3 milljarða króna sem er met. Hröð uppbygging i bænum hefur ekki verið á kostnað þjónustu. Góð fjárhagsstaða tryggir að hægt er að byggja upp öfluga innviði samhliði uppbygingu hverfa. Gott dæmi um þetta er Urriðaholtsskóli, sem er glæsileg bygging og þjónar hverfinu strax frá upphafi. Ábyrg fjármálastjórn er einn af hornsteinum stefnu núverandi meirihluta Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Garðabæjar og við viljum sækja umboð bæjarbúa til að halda áfram á þeirri braut. Farsæl fjármálastjórn er góður grunnur að öflugri þjónustu, ánægju íbúa og kraftmikilli uppbyggingu. Um það vitna fjölmargar staðreyndir. Það skiptir máli að Garðabær sé í forystu í fjármálum.Höfundur er hagfræðingur, bæjarfulltrúi og frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun