„Maður er mættur á fyrstu æfinguna og þetta er bara geggjað,“ sagði Samúel Kári léttur fyrir æfinguna. „Þetta er búið að vera einstakt og draumur allra að vera hluti af þessum frábæra hópi.“
Það kom nokkuð á óvart að Samúel Kári hafi verið valinn í hópinn.
„Ég var himinlifandi er ég fékk tíðindin. Þetta var ólýsanlegt. Bara gleði og stolt. Ég öskraði reyndar ekki en var mjög ánægður,“ segir Samúel Kári og brosir.
„Hausinn er skrúfaður rétt á. Hinir eru með mikla reynslu og maður verður að reyna að læra af þeim.“