Sósíalistar ala á sundrungu Jóna Sólveig Elínardóttir skrifar 30. maí 2018 14:07 Á bak við ómþýða útvarpsrödd vel gefinnar konu liggja skilaboðin skýr fyrir: Það verður að „tortíma kapítalismanum“ með því að „ráðast að auðvaldinu.“ „Aldrei verða eins og þau“ segir röddin. Þau og við, við og hinir. Millistéttin eru líka hinir. Skilaboðin eru að þeir sem trúa því sem „hinir“ trúa taki, beint eða óbeint, þátt í að nýðast á öreigum. „Arðrán.“ Þeir sem trúa ekki því sem „við“ trúum hljóta því annað hvort að vera meðvirkir eða vondir. Röddin ætlar ekki að vera meðvirk. Hún ætlar ekki að vinna með fólkinu með röngu skoðanirnar. Málamiðlanir eru af hinu vonda, þær þjóna ekki markmiðinu. Markmiðið er ekki að hafa áhrif með því að miðla málum. Vill einhver segja það? Heimsyfirráð eða dauði. Það má „aldrei gleyma markmiðinu“ segir röddin og því verður aðeins náð með því að „endurheimta baráttutækið“ þ.e.a.s. orðræðuna. Og röddin segir okkur að hún hafi komist í þá stöðu sem hún er í vegna þess að hún er í nánu sambandi við „fólkið“ og talar „á mannamáli.“Segjum sögur Og röddin kann að segja sögur. Hún segir sögur af sjálfri sér. Hún tengist hlustendum persónulegum böndum. Hún þekkir erfiðleika. Kvíðaköst. Sjúkrabíla. Óréttlæti. „Ég skulda fullt af pening,“ en röddin hundsar það og á reyndar „alltaf fullan ísskáp af mat“… Hún ætlar ekki að „millistéttarvæðast“ heldur berjast við kerfið sem rekur m.a. borgina “á bakinu á láglaunafólki.” Reyndar er það mat hennar að „rödd fólksins“ heyrist best í gegnum hagsmunasamtök sem að hún þekkir til og innan úr flokknum hennar. En svo er líka önnur saga. Saga sem hefur síendurtekið sig. Hún er sú að um leið og sósíalistar útrýma „millistéttinni“ að þá hætta samfélög að endurspegla þjóðfélagið eins og það er í raun: Lagskipt og flókið, eins og lífið sjálft. Það hættir að endurspegla fjölbreytileikann og skiptir þjóðum í staðinn upp í hóp þeirra sem eiga og ráða annars vegar og þeirra sem eiga ekkert og mega ekkert hins vegar. Einræðisherrar komast til valda. Í stað þess að útrýma fátækt, þá er lýðræðinu útrýmt. Mannréttindi verða afstæð. Eymd eykst, almenn fátækt eykst og kerfið hrynur að lokum. Venesúela er síðasta dæmið um þetta en þau eru mýmörg. Raunar hafa öll þau ríki sem hafa reynt þetta fallið á prófinu.Orðræðan Já, fyrir áhugafólk um pólitíska orðræðugreiningu hljóta mörg viðvörunarljós að fara í gang. Þessi „við og hinir“ baráttuaðferð er alls ekki ný af nálinni. Það er ekkert nýstárlegt, frumlegt eða óhefðbundið við svona málflutning. Þetta er raunar elsta brellan í bókinni eins og Kaninn myndi orða það. Og talandi um Kanann að þá nýtti valdamesti maður heims – holdgrevingur kapítalismans – nákvæmlega þessa tegund af orðræðu til að komast til valda. Hann talaði „á mannamáli“ og hann ætlaði að frelsa menn úr ánauð. Reyndar ekki úr ánauð auðvaldsins heldur ríkisvaldsins. Hann ætlaði að berjast gegn kerfinu og kerfislæga misréttinu. Hann vissi líka – líkt og ómþýða röddin - að samfélag hans er stéttskipt. Hans markhópur var bara úr annarri stétt. Millistéttinni. Og hann neitar líka að eigin sögn að vera meðvirkur. Hann er í raun hin hliðin á sama peningnum, bara ekki eins sjarmerandi. Hann er þorskurinn, ekki bergrisinn. Eða er það öfugt? Í raun skiptir það ekki máli.Jóna Sólveig Elínardóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi þingmaður.Greinin er skrifuð í tilefni af útvarpsviðtali við oddvita Sósíalista á Morgunvakt Rásar 1 fyrr í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Á bak við ómþýða útvarpsrödd vel gefinnar konu liggja skilaboðin skýr fyrir: Það verður að „tortíma kapítalismanum“ með því að „ráðast að auðvaldinu.“ „Aldrei verða eins og þau“ segir röddin. Þau og við, við og hinir. Millistéttin eru líka hinir. Skilaboðin eru að þeir sem trúa því sem „hinir“ trúa taki, beint eða óbeint, þátt í að nýðast á öreigum. „Arðrán.“ Þeir sem trúa ekki því sem „við“ trúum hljóta því annað hvort að vera meðvirkir eða vondir. Röddin ætlar ekki að vera meðvirk. Hún ætlar ekki að vinna með fólkinu með röngu skoðanirnar. Málamiðlanir eru af hinu vonda, þær þjóna ekki markmiðinu. Markmiðið er ekki að hafa áhrif með því að miðla málum. Vill einhver segja það? Heimsyfirráð eða dauði. Það má „aldrei gleyma markmiðinu“ segir röddin og því verður aðeins náð með því að „endurheimta baráttutækið“ þ.e.a.s. orðræðuna. Og röddin segir okkur að hún hafi komist í þá stöðu sem hún er í vegna þess að hún er í nánu sambandi við „fólkið“ og talar „á mannamáli.“Segjum sögur Og röddin kann að segja sögur. Hún segir sögur af sjálfri sér. Hún tengist hlustendum persónulegum böndum. Hún þekkir erfiðleika. Kvíðaköst. Sjúkrabíla. Óréttlæti. „Ég skulda fullt af pening,“ en röddin hundsar það og á reyndar „alltaf fullan ísskáp af mat“… Hún ætlar ekki að „millistéttarvæðast“ heldur berjast við kerfið sem rekur m.a. borgina “á bakinu á láglaunafólki.” Reyndar er það mat hennar að „rödd fólksins“ heyrist best í gegnum hagsmunasamtök sem að hún þekkir til og innan úr flokknum hennar. En svo er líka önnur saga. Saga sem hefur síendurtekið sig. Hún er sú að um leið og sósíalistar útrýma „millistéttinni“ að þá hætta samfélög að endurspegla þjóðfélagið eins og það er í raun: Lagskipt og flókið, eins og lífið sjálft. Það hættir að endurspegla fjölbreytileikann og skiptir þjóðum í staðinn upp í hóp þeirra sem eiga og ráða annars vegar og þeirra sem eiga ekkert og mega ekkert hins vegar. Einræðisherrar komast til valda. Í stað þess að útrýma fátækt, þá er lýðræðinu útrýmt. Mannréttindi verða afstæð. Eymd eykst, almenn fátækt eykst og kerfið hrynur að lokum. Venesúela er síðasta dæmið um þetta en þau eru mýmörg. Raunar hafa öll þau ríki sem hafa reynt þetta fallið á prófinu.Orðræðan Já, fyrir áhugafólk um pólitíska orðræðugreiningu hljóta mörg viðvörunarljós að fara í gang. Þessi „við og hinir“ baráttuaðferð er alls ekki ný af nálinni. Það er ekkert nýstárlegt, frumlegt eða óhefðbundið við svona málflutning. Þetta er raunar elsta brellan í bókinni eins og Kaninn myndi orða það. Og talandi um Kanann að þá nýtti valdamesti maður heims – holdgrevingur kapítalismans – nákvæmlega þessa tegund af orðræðu til að komast til valda. Hann talaði „á mannamáli“ og hann ætlaði að frelsa menn úr ánauð. Reyndar ekki úr ánauð auðvaldsins heldur ríkisvaldsins. Hann ætlaði að berjast gegn kerfinu og kerfislæga misréttinu. Hann vissi líka – líkt og ómþýða röddin - að samfélag hans er stéttskipt. Hans markhópur var bara úr annarri stétt. Millistéttinni. Og hann neitar líka að eigin sögn að vera meðvirkur. Hann er í raun hin hliðin á sama peningnum, bara ekki eins sjarmerandi. Hann er þorskurinn, ekki bergrisinn. Eða er það öfugt? Í raun skiptir það ekki máli.Jóna Sólveig Elínardóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi þingmaður.Greinin er skrifuð í tilefni af útvarpsviðtali við oddvita Sósíalista á Morgunvakt Rásar 1 fyrr í dag.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun