Farþegum WOW air fjölgaði um 60 prósent í maí Birgir Olgeirsson skrifar 8. júní 2018 10:30 Í tilkynningunni kemur fram að flugfélagið hafi flutt um 1,2 milljónir farþega það sem af er ári. Vísir/Getty WOW air flutti 328 þúsund farþega til og frá landinu í maí eða um 60 prósentum fleiri farþega en í maí árið 2017. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu en þar segir að sætanýting WOW air hafi verið 90 prósent í maí í ár en var 86 prósent í fyrra. Sætanýtingin jókst þrátt fyrir 59 prósenta aukningu á framboðnum sætakílómetrum miðað við sama tímabil í fyrra. Í tilkynningunni kemur fram að flugfélagið hafi flutt um 1,2 milljónir farþega það sem af er ári. Samkvæmt tölum frá Ferðamálastofu þá er 13 prósenta vöxtur ferðamanna til Íslands í maí mánuði drifinn áfram einna helst af ferðamönnum frá Bandaríkjunum. Komufarþegum WOW air fjölgaði um 25 prósent á milli ára samanborið við 13 prósenta vöxt heildarmarkaðarins til Íslands. „Það er verulega jákvætt að sjá áframhaldandi aukningu á ferðamönnum til Íslands. Vissulega má sjá að hægst hefur á vexti enda ekki við öðru að búast eftir 45% vöxt í fyrra. Við ættum öll að líta á þetta sem tækifæri til þess að styrkja innviðina og bæta þjónustuna. Þá er bókunarstaða WOW air í sumar mjög góð og við horfum björtum augum fram á við,“ er haft eftir Skúla Mogensen stofnandi og forstjóri WOW air í þessari tilkynningu. WOW air flýgur nú til hátt í fjörutíu áfangastaða í Evrópu og Norður-Ameríku en nýlega bættist Indland við leiðarkerfi WOW air en flug til Nýju Delí hefst í desember á þessu ári. Þá bættust á dögunum við fimm nýir áfangastaðir í Bandaríkjunum; Dallas, Cleveland, Cincinnati, St. Louis og Detroit. Einnig bættust við leiðakerfi félagsins JFK flugvöllur í New York og Stansted flugvöllur í London. Fréttir af flugi Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sjá meira
WOW air flutti 328 þúsund farþega til og frá landinu í maí eða um 60 prósentum fleiri farþega en í maí árið 2017. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu en þar segir að sætanýting WOW air hafi verið 90 prósent í maí í ár en var 86 prósent í fyrra. Sætanýtingin jókst þrátt fyrir 59 prósenta aukningu á framboðnum sætakílómetrum miðað við sama tímabil í fyrra. Í tilkynningunni kemur fram að flugfélagið hafi flutt um 1,2 milljónir farþega það sem af er ári. Samkvæmt tölum frá Ferðamálastofu þá er 13 prósenta vöxtur ferðamanna til Íslands í maí mánuði drifinn áfram einna helst af ferðamönnum frá Bandaríkjunum. Komufarþegum WOW air fjölgaði um 25 prósent á milli ára samanborið við 13 prósenta vöxt heildarmarkaðarins til Íslands. „Það er verulega jákvætt að sjá áframhaldandi aukningu á ferðamönnum til Íslands. Vissulega má sjá að hægst hefur á vexti enda ekki við öðru að búast eftir 45% vöxt í fyrra. Við ættum öll að líta á þetta sem tækifæri til þess að styrkja innviðina og bæta þjónustuna. Þá er bókunarstaða WOW air í sumar mjög góð og við horfum björtum augum fram á við,“ er haft eftir Skúla Mogensen stofnandi og forstjóri WOW air í þessari tilkynningu. WOW air flýgur nú til hátt í fjörutíu áfangastaða í Evrópu og Norður-Ameríku en nýlega bættist Indland við leiðarkerfi WOW air en flug til Nýju Delí hefst í desember á þessu ári. Þá bættust á dögunum við fimm nýir áfangastaðir í Bandaríkjunum; Dallas, Cleveland, Cincinnati, St. Louis og Detroit. Einnig bættust við leiðakerfi félagsins JFK flugvöllur í New York og Stansted flugvöllur í London.
Fréttir af flugi Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sjá meira