Einkunnir Íslands: Stjarna Gylfa Þórs skein skærast Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. júní 2018 22:10 Gylfi Þór fagnar í leiknum gegn Noregi. vísir/vilhelm Vísir gefur leikmönnum Íslands einkunn fyrir sína frammistöðu í leiknum í kvöld líkt og venjulega. Einu sinni sem oftar er Gylfi Þór Sigurðsson besti maður íslenska liðsins en það var frábært að sjá hvað hann lítur vel út þó svo hann sé búinn að vera lengi frá vegna meiðsla. Hálfleikarnir í leiknum voru auðvitað eins og svart og hvítt og fáir áberandi góðir í seinni hálfleik.Einkunnir Íslands:Hannes Þór Halldórsson - 7 Reyndi lítið á hann framan af. Gat lítið gert við mörkunum.Hólmar Örn Eyjólfsson - 6 Í nýrri stöðu. Stóð sína plikt varnarlega vel en gerði lítið fram á við. Þekkti sín takmörk.Kári Árnason - 7 Traustur lengstum og skoraði fínt mark. Svaf aðeins á verðinum í seinna marki Ganverja.Ragnar Sigurðsson - 7 Svolítið kærulaus á stundum og tefldi á tæpasta vað. Slapp þó allt fyrir horn.Ari Freyr Skúlason - 7 Mjög traustur í vörninni og reyndi sitt fram á við. Minnti þjálfarann á að honum er enn treystandi í liðið.Jóhann Berg Guðmundsson - 7 Virkilega sprækur í fyrri hálfleik og mikill kraftur í honum. Gaf svo eftir líkt og aðrir.Gylfi Þór Sigurðsson - 9 Gylfi var eins og kóngur í ríki sínu í fyrri hálfleik. Gæðin hreinlega láku af honum og ljóst að hann er miklu meira en til í slaginn fyrir HM.Emil Hallfreðsson - 6 Þekkir sín takmörk vel á miðjunni og reynir að gera hlutina einfalt. Gerði ein slæm mistök sem gefðu getað kostað mark.Birkir Bjarnason - 7 Virkilega líflegur framan af, sterkur á öllum sviðum og með góð hlaup í svæði. Virkar í fínu standi fyrir HM.Björn Bergmann Sigurðarson - 7 Hrikalega duglegur og veður af krafti í alla bolta. Vantar aðeins upp á að gera meira með boltann.Alfreð Finnbogason - 7 Duglegur frammi og skoraði flott framherjamark. Nákvæmlega það sem hann þurfti á að halda fyrir HM.Varamenn:Jón Daði Böðvarsson - (Kom inn á fyrir Alfreð Finnbogason á 65. mínútu) - 6 Djöflaðist eins og honum einum var lagið en vorkunn að koma inn í þennan lélega seinni hálfleik.Rúrik Gíslason - (Kom inn á fyrir Gylfa Þór Sigurðsson á 67. mínútu) - 6 Hafði úr litlu að moða enda Ísland lítið með boltann.Sverrir Ingi Ingason - (Kom inn á fyrir Birki Bjarnason á 76. mínútu)Ólafur Ingi Skúlason - (Kom inn á fyrir Emil Hallfreðsson á 88. mínútu)Arnór Ingvi Traustason - (Kom inn á fyrir Björn Bergmann Sigurðarson á 90. mínútu) HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Gana 2-2 | Köstuðu frá sér sigrinum í kveðjuleiknum Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00 Twitter eftir jafnteflið: „Ég sem hélt að Gylfi væri svalastur á vellinum…” Ísland gerði 2-2 jafntefli við Gana á Laugardalsvelli í kvöld í síðasta vináttulandsleik liðsins áður en það heldur á HM í Rússlandi. 7. júní 2018 21:50 Ganverjar stigu dans fyrir utan Laugardalsvöll | Myndband Glæsilegur hópur kvenna frá Gana dansaði og söng fyrir utan Laugardalsvöllinn. 7. júní 2018 19:27 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Fleiri fréttir Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Sjá meira
Vísir gefur leikmönnum Íslands einkunn fyrir sína frammistöðu í leiknum í kvöld líkt og venjulega. Einu sinni sem oftar er Gylfi Þór Sigurðsson besti maður íslenska liðsins en það var frábært að sjá hvað hann lítur vel út þó svo hann sé búinn að vera lengi frá vegna meiðsla. Hálfleikarnir í leiknum voru auðvitað eins og svart og hvítt og fáir áberandi góðir í seinni hálfleik.Einkunnir Íslands:Hannes Þór Halldórsson - 7 Reyndi lítið á hann framan af. Gat lítið gert við mörkunum.Hólmar Örn Eyjólfsson - 6 Í nýrri stöðu. Stóð sína plikt varnarlega vel en gerði lítið fram á við. Þekkti sín takmörk.Kári Árnason - 7 Traustur lengstum og skoraði fínt mark. Svaf aðeins á verðinum í seinna marki Ganverja.Ragnar Sigurðsson - 7 Svolítið kærulaus á stundum og tefldi á tæpasta vað. Slapp þó allt fyrir horn.Ari Freyr Skúlason - 7 Mjög traustur í vörninni og reyndi sitt fram á við. Minnti þjálfarann á að honum er enn treystandi í liðið.Jóhann Berg Guðmundsson - 7 Virkilega sprækur í fyrri hálfleik og mikill kraftur í honum. Gaf svo eftir líkt og aðrir.Gylfi Þór Sigurðsson - 9 Gylfi var eins og kóngur í ríki sínu í fyrri hálfleik. Gæðin hreinlega láku af honum og ljóst að hann er miklu meira en til í slaginn fyrir HM.Emil Hallfreðsson - 6 Þekkir sín takmörk vel á miðjunni og reynir að gera hlutina einfalt. Gerði ein slæm mistök sem gefðu getað kostað mark.Birkir Bjarnason - 7 Virkilega líflegur framan af, sterkur á öllum sviðum og með góð hlaup í svæði. Virkar í fínu standi fyrir HM.Björn Bergmann Sigurðarson - 7 Hrikalega duglegur og veður af krafti í alla bolta. Vantar aðeins upp á að gera meira með boltann.Alfreð Finnbogason - 7 Duglegur frammi og skoraði flott framherjamark. Nákvæmlega það sem hann þurfti á að halda fyrir HM.Varamenn:Jón Daði Böðvarsson - (Kom inn á fyrir Alfreð Finnbogason á 65. mínútu) - 6 Djöflaðist eins og honum einum var lagið en vorkunn að koma inn í þennan lélega seinni hálfleik.Rúrik Gíslason - (Kom inn á fyrir Gylfa Þór Sigurðsson á 67. mínútu) - 6 Hafði úr litlu að moða enda Ísland lítið með boltann.Sverrir Ingi Ingason - (Kom inn á fyrir Birki Bjarnason á 76. mínútu)Ólafur Ingi Skúlason - (Kom inn á fyrir Emil Hallfreðsson á 88. mínútu)Arnór Ingvi Traustason - (Kom inn á fyrir Björn Bergmann Sigurðarson á 90. mínútu)
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Gana 2-2 | Köstuðu frá sér sigrinum í kveðjuleiknum Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00 Twitter eftir jafnteflið: „Ég sem hélt að Gylfi væri svalastur á vellinum…” Ísland gerði 2-2 jafntefli við Gana á Laugardalsvelli í kvöld í síðasta vináttulandsleik liðsins áður en það heldur á HM í Rússlandi. 7. júní 2018 21:50 Ganverjar stigu dans fyrir utan Laugardalsvöll | Myndband Glæsilegur hópur kvenna frá Gana dansaði og söng fyrir utan Laugardalsvöllinn. 7. júní 2018 19:27 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Fleiri fréttir Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Gana 2-2 | Köstuðu frá sér sigrinum í kveðjuleiknum Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00
Twitter eftir jafnteflið: „Ég sem hélt að Gylfi væri svalastur á vellinum…” Ísland gerði 2-2 jafntefli við Gana á Laugardalsvelli í kvöld í síðasta vináttulandsleik liðsins áður en það heldur á HM í Rússlandi. 7. júní 2018 21:50
Ganverjar stigu dans fyrir utan Laugardalsvöll | Myndband Glæsilegur hópur kvenna frá Gana dansaði og söng fyrir utan Laugardalsvöllinn. 7. júní 2018 19:27