Páll telur sjúklinginn ekki hafa gleymst Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 4. júní 2018 20:30 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segist ekki telja að sjúklingur hafi gleymst á hjartagátt spítalans eins og segir í Fréttablaðinu í dag, heldur hafi biðin verið óvenju löng vegna manneklu. Ekki fást sérhæfðir hjúkrunarfræðingar í sumarafleysingar á deildina og er starfsfólk að fresta sumarfríum til að halda skertri þjónustu gangandi. Í Fréttablaðinu í dag kveðst hjartveikur maður hafa gleymst á hjartagátt Landspítalans í síðustu viku. Eftir ómskoðun beið hann afskiptur í fleiri klukkutíma en að lokum fór hann heim og skildi eftir símanúmerið sitt. Um kvöldið var hringt í hann og hann boðaður í tafarlausa hjartaþræðingu enda ein slagæðin níutíu prósent lokuð. Aðspurður segir Páll að sjúklingurinn hafi að öllum líkindum ekki gleymst: „Nei, það tel ég nú ekki vera en í sjálfu sér er ekki rétt að ég tjái mig um málefni einstakra sjúklinga. Þetta mál er til skoðunar hjá okkur og landlækni en mér skilst að enginn skaði hafi orðið.” Páll segir líklegra að sjúklingurinn hafi lent í allt of langri bið vegna manneklu. „Við erum í vanda með mönnun, sérstaklega yfir sumarmánuðina og þegar álagið, sem er vissulega sveiflukennt í bráðastarfsemi, verður mjög mikið þá getur orðið handagangur í öskjunni.” Hjartagáttin er á Landspítala við Hringbraut en þar sem ekki hefur tekist að fá hjúkrunarfræðinga til starfa í sumar verður deildinni lokað í júlí. Bráðaþjónustan mun flytjast yfir á bráðamóttökuna í Fossvogi, þar sem mikill þungi er í starfsemi nú þegar. Hluti af þjónustunni, sem ekki er í forgangi, mun frestast fram yfir sumarfrí starfsmanna. „Við erum að reyna að nýta á sem allra besta hátt það sérhæfa starfsfólk sem við höfum, sem er að leggja sig virkilega fram og jafnvel sumt hvert að fresta sumarfríum til þess að við getum veitt þá þjónustu sem við viljum veita fyrir landsmenn.” Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sjúklingur í lífshættu segist hafa gleymst Hjartveikur maður hefur kvartað til Landlæknis eftir að hafa gleymst á gangi hjartagáttar Landspítalans í síðustu viku. Sat afskiptur með hjartaverk í fimm tíma. Tveimur dögum eftir að hann leitaði fyrst á deildina fór hann í þræðingu. Slagæð reyndist nær alveg lokuð. 4. júní 2018 06:00 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segist ekki telja að sjúklingur hafi gleymst á hjartagátt spítalans eins og segir í Fréttablaðinu í dag, heldur hafi biðin verið óvenju löng vegna manneklu. Ekki fást sérhæfðir hjúkrunarfræðingar í sumarafleysingar á deildina og er starfsfólk að fresta sumarfríum til að halda skertri þjónustu gangandi. Í Fréttablaðinu í dag kveðst hjartveikur maður hafa gleymst á hjartagátt Landspítalans í síðustu viku. Eftir ómskoðun beið hann afskiptur í fleiri klukkutíma en að lokum fór hann heim og skildi eftir símanúmerið sitt. Um kvöldið var hringt í hann og hann boðaður í tafarlausa hjartaþræðingu enda ein slagæðin níutíu prósent lokuð. Aðspurður segir Páll að sjúklingurinn hafi að öllum líkindum ekki gleymst: „Nei, það tel ég nú ekki vera en í sjálfu sér er ekki rétt að ég tjái mig um málefni einstakra sjúklinga. Þetta mál er til skoðunar hjá okkur og landlækni en mér skilst að enginn skaði hafi orðið.” Páll segir líklegra að sjúklingurinn hafi lent í allt of langri bið vegna manneklu. „Við erum í vanda með mönnun, sérstaklega yfir sumarmánuðina og þegar álagið, sem er vissulega sveiflukennt í bráðastarfsemi, verður mjög mikið þá getur orðið handagangur í öskjunni.” Hjartagáttin er á Landspítala við Hringbraut en þar sem ekki hefur tekist að fá hjúkrunarfræðinga til starfa í sumar verður deildinni lokað í júlí. Bráðaþjónustan mun flytjast yfir á bráðamóttökuna í Fossvogi, þar sem mikill þungi er í starfsemi nú þegar. Hluti af þjónustunni, sem ekki er í forgangi, mun frestast fram yfir sumarfrí starfsmanna. „Við erum að reyna að nýta á sem allra besta hátt það sérhæfa starfsfólk sem við höfum, sem er að leggja sig virkilega fram og jafnvel sumt hvert að fresta sumarfríum til þess að við getum veitt þá þjónustu sem við viljum veita fyrir landsmenn.”
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sjúklingur í lífshættu segist hafa gleymst Hjartveikur maður hefur kvartað til Landlæknis eftir að hafa gleymst á gangi hjartagáttar Landspítalans í síðustu viku. Sat afskiptur með hjartaverk í fimm tíma. Tveimur dögum eftir að hann leitaði fyrst á deildina fór hann í þræðingu. Slagæð reyndist nær alveg lokuð. 4. júní 2018 06:00 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Sjúklingur í lífshættu segist hafa gleymst Hjartveikur maður hefur kvartað til Landlæknis eftir að hafa gleymst á gangi hjartagáttar Landspítalans í síðustu viku. Sat afskiptur með hjartaverk í fimm tíma. Tveimur dögum eftir að hann leitaði fyrst á deildina fór hann í þræðingu. Slagæð reyndist nær alveg lokuð. 4. júní 2018 06:00