Segir kerfið viðhalda ofbeldinu eftir að ofbeldissambandi ljúki Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 4. júní 2018 19:15 Þolandi heimilisofbeldis segir kerfið viðhalda ofbeldinu eftir að ofbeldissambandi ljúki. Hún hafi staðið í tuttugu mánaða skilnaðarferli þar sem ofbeldismanninum takist endalaust að tefja fyrir og þannig stjórna ferlinu. Hún berst því enn fyrir algjöru frelsi frá manninum þrátt fyrir að hann hafi fengið fimm nálgunarbönn og dóm fyrir ofbeldi. Sonja Einarsdóttir var í sambandi með fyrrverandi eiginmanni sínum í átján ár þar sem ofbeldi af hans hálfu stigmagnaðist ár frá ári. Í október 2016 náði það hápunkti og þá fór Sonja með börnin sín í Kvennaathvarfið. Þar fann hún stuðning og kjark og tók þá mikilvægu ákvörðun að hringja í sýslumann til að sækja um skilnað. „Ég fæ tíma mánuði seinna. Hann er ekki boðaður til Sýslumanns fyrr en þremur mánuðum seinna. Mánuði eftir það erum við boðuð í sáttarmeðferð hjá félagsráðgjafa. Þarna er hann þegar kominn með þrjú nálgunarbönn, þegar þetta er.“ Nú tuttugu mánuðum síðar er maðurinn kominn með fimm nálgunarbönn, dóm fyrir ofbeldi og hefur sent Sonju tæplega þrjú hundruð tölvupósta með ýmist ástarjátningum eða beinum hótunum. En skilnaðarferlinu er ekki enn lokið og hefur Sonja þurft að fara með öll mál dómstólaleiðina, með tilheyrandi óþægindum og kostnaði. „Þetta strandar á honum. Til dæmis núna eftir að lögskilnaði lauk og forsjáin var tekin fyrir hjá dómstólum, hófst fjárskiptin í desember og hafa verið haldnir 8-9 fundir. Hann hefur aldrei mætt. Það eru veittir stöðugir frestir. Hann stjórnar ennþá ferðinni. Ofbeldið heldur áfram. Því lauk ekkert í október 2016. Það heldur áfram.“ Sonja segir kerfið þurfa að meta aðstæður hvers og eins - skilnaðarferli geti ekki og ætti ekki að vera eins hjá öllum. Í hennar tilfelli sé það mjög skýrt að um ofbeldissamband sé að ræða. Þarna er svo margt til staðfestingar að ofbeldi hafi átt sér stað og það þarf að veita skilnað fljótt.Hvenær heldurðu að þessu ljúki? „Ég veit það ekki en ég reyni að vera bjartsýn.“ Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira
Þolandi heimilisofbeldis segir kerfið viðhalda ofbeldinu eftir að ofbeldissambandi ljúki. Hún hafi staðið í tuttugu mánaða skilnaðarferli þar sem ofbeldismanninum takist endalaust að tefja fyrir og þannig stjórna ferlinu. Hún berst því enn fyrir algjöru frelsi frá manninum þrátt fyrir að hann hafi fengið fimm nálgunarbönn og dóm fyrir ofbeldi. Sonja Einarsdóttir var í sambandi með fyrrverandi eiginmanni sínum í átján ár þar sem ofbeldi af hans hálfu stigmagnaðist ár frá ári. Í október 2016 náði það hápunkti og þá fór Sonja með börnin sín í Kvennaathvarfið. Þar fann hún stuðning og kjark og tók þá mikilvægu ákvörðun að hringja í sýslumann til að sækja um skilnað. „Ég fæ tíma mánuði seinna. Hann er ekki boðaður til Sýslumanns fyrr en þremur mánuðum seinna. Mánuði eftir það erum við boðuð í sáttarmeðferð hjá félagsráðgjafa. Þarna er hann þegar kominn með þrjú nálgunarbönn, þegar þetta er.“ Nú tuttugu mánuðum síðar er maðurinn kominn með fimm nálgunarbönn, dóm fyrir ofbeldi og hefur sent Sonju tæplega þrjú hundruð tölvupósta með ýmist ástarjátningum eða beinum hótunum. En skilnaðarferlinu er ekki enn lokið og hefur Sonja þurft að fara með öll mál dómstólaleiðina, með tilheyrandi óþægindum og kostnaði. „Þetta strandar á honum. Til dæmis núna eftir að lögskilnaði lauk og forsjáin var tekin fyrir hjá dómstólum, hófst fjárskiptin í desember og hafa verið haldnir 8-9 fundir. Hann hefur aldrei mætt. Það eru veittir stöðugir frestir. Hann stjórnar ennþá ferðinni. Ofbeldið heldur áfram. Því lauk ekkert í október 2016. Það heldur áfram.“ Sonja segir kerfið þurfa að meta aðstæður hvers og eins - skilnaðarferli geti ekki og ætti ekki að vera eins hjá öllum. Í hennar tilfelli sé það mjög skýrt að um ofbeldissamband sé að ræða. Þarna er svo margt til staðfestingar að ofbeldi hafi átt sér stað og það þarf að veita skilnað fljótt.Hvenær heldurðu að þessu ljúki? „Ég veit það ekki en ég reyni að vera bjartsýn.“
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira