Enska pressan liggur eins og mara á leikmönnum Hjörvar Ólafsson skrifar 2. júní 2018 10:15 Hermann Hreiðarsson átti farsælan feril í Englandi vísir/getty Oft er sagt að enska þjóðin og enskir blaðamenn séu verstu óvinir enska karlalandsliðsins í knattspyrnu í kringum stórmót. Það eru auðvitað leikmennirnir sjálfir sem eru eigin gæfu smiðir inni á vellinum, en það getur varla hjálpað nokkrum manni við iðju sína að hafa heila þjóð og blaðamannastétt sem níðir af honum skóinn. Hermann Hreiðarsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, lék á Englandi frá árinu 1997 allt til ársins 2012 og þekkir því vel enska knattspyrnumenningu og þá pressu sem hvílir á leikmönnum liðsins í aðdraganda stórmóts, á meðan á mótinu stendur og þá hörku sem leikmenn verða fyrir verði þeim á í messunni. Hermann segir enska knattspyrnuáhugamenn eyðileggja fyrir liði sínu með óhóflegri gagnrýni sinni, en hann segir ensku þjóðina hæfilega vongóða fyrir mótið í Rússlandi sem hefst eftir tæpar tvær vikur. Enska þjóðin geri sér grein fyrir því að liðið sé ekki sigurstranglegt á mótinu í sumar, en fari offari þessa stundina og finni leikmönnum allt til foráttu eins og vanalega. „Maður finnur það alveg þegar maður er í liði með enskum landsliðsmönnum að pressa eykst dag frá degi þegar líður að stórmóti. Til að mynda David James sem ég spilaði lengi með hefur oft rætt það við mig hvað þetta umtal hafði slæm áhrif á sig og spilamennsku alls liðsins. Leikmenn eru mjög spenntir fyrir mótinu, en þetta slæma umtal hefur að sjálfsögðu neikvæð áhrif,“ segir Hermann í samtali við Fréttablaðið. „Ég held sem dæmi að liðin sem í voru leikmenn á borð bið Rio Ferdinand, Sol Campbell, John Terry, Frank Lampard, Steven Gerrard, Paul Scholes, David Beckham, Wayne Rooney, Michael Owen og félagar hefðu getað gert mikið betri hluti en liðið gerði ef leikmenn og þjálfarateymið hefðu fengið meiri vinnufrið og eðlilegri umfjöllun,“ segir Hermann um skaðsemi ensku pressunnar. „Enska þjóðin er knattspyrnuóð og það snýst allt um fótbolta þegar stórmótin eru. Það er vissulega jákvætt hvað landinn fylgist vel með liðinu, en það snýst oftast upp í andhverfu sína af því að þeir eru svo neikvæðir. Þeir hakka leikmenn í sig og einkalíf þeirra er undir smásjánni á meðan á stórmóti stendur. Blöðin eru bara að hugsa um sölutölurnar og þetta er ekki mjög vönduð eða málefnaleg gagnrýni oft á tíðum,“ segir Hermann um bresku pressuna. „Það eru aftur á móti mjög hófstilltar kröfur sem eru gerðar til liðsins að þessu sinni. Gagnrýnin beinist frekar að því hvers vegar Englendingar eigi ekki leikmenn í hæsta gæðaflokki en ekki að þjálfaranum [Gareth Southgate] eða liðinu sjálfu. Þó svo að allir geri sér grein fyrir því að liðið hafi oft verið betra þá kæmi mér það á óvart ef það verður farið silkihönskum um leikmenn enska liðsins þegar á hólminn er komið,“ segir Hermann um komandi mót hjá enska liðinu. „Ég ber sjálfur miklar taugar til enska liðsins eftir tíma minn þar og ég vona aðallega að þeir ensku leikmenn sem hafa verið að spila vel með Liverpool, Tottenham Hotspur og Manchester City í vetur verði í aðalhlutverki í liðinu og að liðið spili bolta eins og þau lið hafa verið að spila undanfarið. Ég vona að Raheem Sterling, Dele Alli og Harry Kane eigi gott mót. Ég bind miklar vonir við að hann springi út og sjá til þess að sóknarleikur enska liðsins verði í lagi,“ segir Hermann að endingu um enska liðið sem er á leiðinni til Rússlands og vonast til þess að rjúfa 52 ára bið Englendinga eftir heimsmeistaratitli í knattspyrnu karla. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Enski boltinn Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Enski boltinn Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 28-23 | Sigurganga Vals á enda Handbolti Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Handbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Fleiri fréttir Foden: Við erum ekki heimskir, titilinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Uppgjörið: Haukar - Valur 28-23 | Sigurganga Vals á enda Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik „Notum kvöldið í að sleikja sárin“ „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Dagur og Alfreð byrjuðu á sigri á HM í handbolta Valur semur við norskan miðvörð Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Þrír Argentínumenn fengu rautt spjald Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu „Fann að það héldu allir með okkur“ Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Strákarnir ferskir á æfingu í Zagreb Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Enn í fýlu: Vill ekki fórna fríinu og finnst óspennandi að keppa í Hollandi Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Dagur og Aron mætast í kvöld og gætu mætt Íslandi Sjá meira
Oft er sagt að enska þjóðin og enskir blaðamenn séu verstu óvinir enska karlalandsliðsins í knattspyrnu í kringum stórmót. Það eru auðvitað leikmennirnir sjálfir sem eru eigin gæfu smiðir inni á vellinum, en það getur varla hjálpað nokkrum manni við iðju sína að hafa heila þjóð og blaðamannastétt sem níðir af honum skóinn. Hermann Hreiðarsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, lék á Englandi frá árinu 1997 allt til ársins 2012 og þekkir því vel enska knattspyrnumenningu og þá pressu sem hvílir á leikmönnum liðsins í aðdraganda stórmóts, á meðan á mótinu stendur og þá hörku sem leikmenn verða fyrir verði þeim á í messunni. Hermann segir enska knattspyrnuáhugamenn eyðileggja fyrir liði sínu með óhóflegri gagnrýni sinni, en hann segir ensku þjóðina hæfilega vongóða fyrir mótið í Rússlandi sem hefst eftir tæpar tvær vikur. Enska þjóðin geri sér grein fyrir því að liðið sé ekki sigurstranglegt á mótinu í sumar, en fari offari þessa stundina og finni leikmönnum allt til foráttu eins og vanalega. „Maður finnur það alveg þegar maður er í liði með enskum landsliðsmönnum að pressa eykst dag frá degi þegar líður að stórmóti. Til að mynda David James sem ég spilaði lengi með hefur oft rætt það við mig hvað þetta umtal hafði slæm áhrif á sig og spilamennsku alls liðsins. Leikmenn eru mjög spenntir fyrir mótinu, en þetta slæma umtal hefur að sjálfsögðu neikvæð áhrif,“ segir Hermann í samtali við Fréttablaðið. „Ég held sem dæmi að liðin sem í voru leikmenn á borð bið Rio Ferdinand, Sol Campbell, John Terry, Frank Lampard, Steven Gerrard, Paul Scholes, David Beckham, Wayne Rooney, Michael Owen og félagar hefðu getað gert mikið betri hluti en liðið gerði ef leikmenn og þjálfarateymið hefðu fengið meiri vinnufrið og eðlilegri umfjöllun,“ segir Hermann um skaðsemi ensku pressunnar. „Enska þjóðin er knattspyrnuóð og það snýst allt um fótbolta þegar stórmótin eru. Það er vissulega jákvætt hvað landinn fylgist vel með liðinu, en það snýst oftast upp í andhverfu sína af því að þeir eru svo neikvæðir. Þeir hakka leikmenn í sig og einkalíf þeirra er undir smásjánni á meðan á stórmóti stendur. Blöðin eru bara að hugsa um sölutölurnar og þetta er ekki mjög vönduð eða málefnaleg gagnrýni oft á tíðum,“ segir Hermann um bresku pressuna. „Það eru aftur á móti mjög hófstilltar kröfur sem eru gerðar til liðsins að þessu sinni. Gagnrýnin beinist frekar að því hvers vegar Englendingar eigi ekki leikmenn í hæsta gæðaflokki en ekki að þjálfaranum [Gareth Southgate] eða liðinu sjálfu. Þó svo að allir geri sér grein fyrir því að liðið hafi oft verið betra þá kæmi mér það á óvart ef það verður farið silkihönskum um leikmenn enska liðsins þegar á hólminn er komið,“ segir Hermann um komandi mót hjá enska liðinu. „Ég ber sjálfur miklar taugar til enska liðsins eftir tíma minn þar og ég vona aðallega að þeir ensku leikmenn sem hafa verið að spila vel með Liverpool, Tottenham Hotspur og Manchester City í vetur verði í aðalhlutverki í liðinu og að liðið spili bolta eins og þau lið hafa verið að spila undanfarið. Ég vona að Raheem Sterling, Dele Alli og Harry Kane eigi gott mót. Ég bind miklar vonir við að hann springi út og sjá til þess að sóknarleikur enska liðsins verði í lagi,“ segir Hermann að endingu um enska liðið sem er á leiðinni til Rússlands og vonast til þess að rjúfa 52 ára bið Englendinga eftir heimsmeistaratitli í knattspyrnu karla.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Enski boltinn Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Enski boltinn Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 28-23 | Sigurganga Vals á enda Handbolti Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Handbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Fleiri fréttir Foden: Við erum ekki heimskir, titilinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Uppgjörið: Haukar - Valur 28-23 | Sigurganga Vals á enda Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik „Notum kvöldið í að sleikja sárin“ „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Dagur og Alfreð byrjuðu á sigri á HM í handbolta Valur semur við norskan miðvörð Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Þrír Argentínumenn fengu rautt spjald Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu „Fann að það héldu allir með okkur“ Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Strákarnir ferskir á æfingu í Zagreb Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Enn í fýlu: Vill ekki fórna fríinu og finnst óspennandi að keppa í Hollandi Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Dagur og Aron mætast í kvöld og gætu mætt Íslandi Sjá meira