Stýrir sínum fyrsta borgarstjórnarfundi á 30 ára afmælisdaginn Erla Björg Gunnarsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 19. júní 2018 09:45 Dóra Björt Guðjónsdóttir er hér önnur frá hægri á myndinni. Hún er oddviti Pírata í Reykjavík og þrítug í dag. Myndin er frá því þegar nýr meirihluti var kynntur í borginni í síðustu viku. visir/jói k Ný borgarstjórn kemur saman til síns fyrsta fundar í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan 14 í dag. Alls 54 mál eru á dagskrá, sem eru óvenju mörg mál fyrir fyrsta fund, að sögn Dóru Bjartar Guðjónsdóttur, oddvita Pírata, og verðandi forseta borgarstjórnar sem stýrir fundinum í dag og það á 30 ára afmælisdaginn sinn. Þá er borgarstjórn jafnframt að koma saman í fyrsta skipti eftir að borgarfulltrúum var fjölgað í 23 en hingað til hafa fulltrúarnir verið 15. Rætt var við Dóru Björt í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi um þennan stóra dag hennar í dag. „Þetta er náttúrulega kvenréttindadagurinn, 19. júní, og það verður methlutfall kvenna sem mun setjast í borgarstjórn. Svo á borgarstjórinn okkar afmæli og svo verð ég þrítug. Þannig að þetta er bara stór dagur,“ sagði Dóra. Aðspurð hvort hún ætti eftir að hafa hemil á 23 borgarfulltrúum með 54 mál á dag sagði hún að það yrði allavega nóg að gera. „Eins og þið sjáið þá erum við að taka salinn hérna algjörlega í gegn. Það er búið að taka út húsgögnin og öllu verður breytt hérna í sumar til þess að koma öllu þessu fólk fyrir svo við erum svona að undirbúa og gera okkur tilbúin og ég er að gera mig andlega tilbúna til að stjórna öllu þessu fólki og öllum þessum málum. Þetta verður bara frábært.“Viðtalið við Dóru Björt má sjá í spilaranum hér fyrir neðan þegar um tvær mínútur eru liðnar af því. Tengdar fréttir Valdefling strætófarþega rædd á fyrsta fundi borgarstjórnar Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar fer fram í dag. Kosið verður í nefndir og ráð og tekinn verður fyrir fjöldi tillagna frá nýjum borgarfulltrúum. Fulltrúi Sósíalistaflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, leggur fram fjölmargar tillögur meðal annars um valdeflingu fyrir tiltekna hópa sem nýta þjónustu borgarinnar. 19. júní 2018 07:00 Dagur áfram borgarstjóri í Reykjavík Dagur segir að þrátt fyrir að ákveðnir fulltrúar veljist til forystu þá sé markmiðið að vinna sem ein heild. 12. júní 2018 10:45 Borgarlína, húsnæðismál og leikskólamál í aðalhlutverkum sáttmála nýs meirihluta Skrifað var undir meirihlutasáttmála nýs meirihluta í dag. 12. júní 2018 12:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Sjá meira
Ný borgarstjórn kemur saman til síns fyrsta fundar í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan 14 í dag. Alls 54 mál eru á dagskrá, sem eru óvenju mörg mál fyrir fyrsta fund, að sögn Dóru Bjartar Guðjónsdóttur, oddvita Pírata, og verðandi forseta borgarstjórnar sem stýrir fundinum í dag og það á 30 ára afmælisdaginn sinn. Þá er borgarstjórn jafnframt að koma saman í fyrsta skipti eftir að borgarfulltrúum var fjölgað í 23 en hingað til hafa fulltrúarnir verið 15. Rætt var við Dóru Björt í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi um þennan stóra dag hennar í dag. „Þetta er náttúrulega kvenréttindadagurinn, 19. júní, og það verður methlutfall kvenna sem mun setjast í borgarstjórn. Svo á borgarstjórinn okkar afmæli og svo verð ég þrítug. Þannig að þetta er bara stór dagur,“ sagði Dóra. Aðspurð hvort hún ætti eftir að hafa hemil á 23 borgarfulltrúum með 54 mál á dag sagði hún að það yrði allavega nóg að gera. „Eins og þið sjáið þá erum við að taka salinn hérna algjörlega í gegn. Það er búið að taka út húsgögnin og öllu verður breytt hérna í sumar til þess að koma öllu þessu fólk fyrir svo við erum svona að undirbúa og gera okkur tilbúin og ég er að gera mig andlega tilbúna til að stjórna öllu þessu fólki og öllum þessum málum. Þetta verður bara frábært.“Viðtalið við Dóru Björt má sjá í spilaranum hér fyrir neðan þegar um tvær mínútur eru liðnar af því.
Tengdar fréttir Valdefling strætófarþega rædd á fyrsta fundi borgarstjórnar Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar fer fram í dag. Kosið verður í nefndir og ráð og tekinn verður fyrir fjöldi tillagna frá nýjum borgarfulltrúum. Fulltrúi Sósíalistaflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, leggur fram fjölmargar tillögur meðal annars um valdeflingu fyrir tiltekna hópa sem nýta þjónustu borgarinnar. 19. júní 2018 07:00 Dagur áfram borgarstjóri í Reykjavík Dagur segir að þrátt fyrir að ákveðnir fulltrúar veljist til forystu þá sé markmiðið að vinna sem ein heild. 12. júní 2018 10:45 Borgarlína, húsnæðismál og leikskólamál í aðalhlutverkum sáttmála nýs meirihluta Skrifað var undir meirihlutasáttmála nýs meirihluta í dag. 12. júní 2018 12:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Sjá meira
Valdefling strætófarþega rædd á fyrsta fundi borgarstjórnar Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar fer fram í dag. Kosið verður í nefndir og ráð og tekinn verður fyrir fjöldi tillagna frá nýjum borgarfulltrúum. Fulltrúi Sósíalistaflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, leggur fram fjölmargar tillögur meðal annars um valdeflingu fyrir tiltekna hópa sem nýta þjónustu borgarinnar. 19. júní 2018 07:00
Dagur áfram borgarstjóri í Reykjavík Dagur segir að þrátt fyrir að ákveðnir fulltrúar veljist til forystu þá sé markmiðið að vinna sem ein heild. 12. júní 2018 10:45
Borgarlína, húsnæðismál og leikskólamál í aðalhlutverkum sáttmála nýs meirihluta Skrifað var undir meirihlutasáttmála nýs meirihluta í dag. 12. júní 2018 12:00