Valdefling strætófarþega rædd á fyrsta fundi borgarstjórnar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 19. júní 2018 07:00 Sanna Magdalena Mörtudóttir situr sinn fyrsta fund í borgarstjórn í dag. Fréttablaðið/Stefán Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, leggur fram fjölda tillagna á fyrsta fundi nýrrar borgarstjórnar sem fer fram klukkan 14 í dag. Meðal þess sem Sanna leggur til er að framkvæmd verði könnun á umfangi útvistunar, verktakasamninga við launafólk og starfsmannaleiga í stofnunum og fyrirtækjum á vegum Reykjavíkurborgar og félögum sem borgin á hlut að. Í greinargerð með tillögunni er vísað til þess að undanfarin ár hafi einkafyrirtæki nýtt sér starfsmannaleigur og verktakasamninga til að skerða rétt launafólks, færa það frá þeim réttindum sem hinn hefðbundni vinnumarkaður tryggir og út í óvissu tímabundinna verktakasamninga. Einnig verða á fundinum teknar fyrir nokkrar tillögur Sósíalistaflokksins um stofnun borgarasamtaka, þar á meðal stofnun félags strætófarþega, stofnun félags skjólstæðinga velferðarsviðs og félags leigjenda hjá Félagsbústöðum. Í greinargerð með síðastnefndu tillögunni segir að leigjendur Félagsbústaða búi við mikið valdaleysi og eigi erfitt með að hafa áhrif á þjónustu félagsins. Með því að stuðla að stofnun félags leigjenda og tryggja leigjendum áheyrnarrétt hjá stjórn Félagsbústaða megi auka vald þeirra hjá Félagsbústöðum. Mjög sambærileg rök eru í greinargerð með tillögu flokksins um félag strætófarþega. Auk sjö tillagna fulltrúa Sósíalistaflokksins leggja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram tillögur sínar um aðgerðir í húsnæðismálum sem varða meðal annars byggingalóðir í Örfirisey, á BSÍ-reitnum, Keldum og í Úlfarsárdal. Nýr borgarfulltrúi Flokks fólksins vill að fram fari rekstrarúttekt og verður tekin afstaða til þeirrar tillögu á fundinum í dag. Þá leggur Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, fram tillögu um niðurfellingu byggingarréttargjalds en ein tillagna Sósíalistaflokksins varðar einmitt sama mál. Búast má við löngum fundi í borgarstjórn í dag enda 54 dagskrárliðir. Flestir þeirra eru kosning fulltrúa í nefndir og ráð borgarinnar auk fulltrúa í tíu hverfisráð sem starfa í hverfum borgarinnar. Þá verður kosið í stjórnir fyrirtækja í eigu borgarinnar: kjósa þarf fimm menn í stjórn Orkuveitunnar og jafn marga í stjórn Faxaflóahafna. Þrír verða kosnir í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Þá kýs Reykjavíkurborg einn fulltrúa í stjórn Sorpu og annan í stjórn Strætó en fyrirtækin eru bæði rekin í byggðasamlagi með öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Tengdar fréttir „Reykjavíkurborg á að krefja Alþingi um réttlátar breytingar á skattkerfinu" Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi sósíalista, mun leggja fram þá tillögu á fyrsta fundi nýkjörinnar borgarstjórnar að Reykjavíkurborg eyði verðhækkunaráhrifum byggingarréttargjalds á félagslegar íbúðir og íbúðir sem byggðar eru af óhagnaðardrifnum leigufélögum. 18. júní 2018 21:01 Vill banna laun fyrir fundarsetu Sanna Magdalena, borgarfulltrúi sósíalista, ætlar að leggja fram tillögu um að banna stjórnendum borgarinnar að þiggja laun fyrir fundarsetu. 17. júní 2018 12:57 Hafnar sjálf aukagreiðslum sem borgarfulltrúi Sanna Magdalena leggur til að borgarfulltrúar og starfsmenn borgarinnar fái ekki þóknun fyrir fundi í vinnutíma en álagsgreiðslur geta verið nokkur hundruð þúsund í hverjum mánuði. Hún segir laun stjórnenda borgarinnar nógu há til að dekka undirbúning og yfirvinnu. 18. júní 2018 19:37 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, leggur fram fjölda tillagna á fyrsta fundi nýrrar borgarstjórnar sem fer fram klukkan 14 í dag. Meðal þess sem Sanna leggur til er að framkvæmd verði könnun á umfangi útvistunar, verktakasamninga við launafólk og starfsmannaleiga í stofnunum og fyrirtækjum á vegum Reykjavíkurborgar og félögum sem borgin á hlut að. Í greinargerð með tillögunni er vísað til þess að undanfarin ár hafi einkafyrirtæki nýtt sér starfsmannaleigur og verktakasamninga til að skerða rétt launafólks, færa það frá þeim réttindum sem hinn hefðbundni vinnumarkaður tryggir og út í óvissu tímabundinna verktakasamninga. Einnig verða á fundinum teknar fyrir nokkrar tillögur Sósíalistaflokksins um stofnun borgarasamtaka, þar á meðal stofnun félags strætófarþega, stofnun félags skjólstæðinga velferðarsviðs og félags leigjenda hjá Félagsbústöðum. Í greinargerð með síðastnefndu tillögunni segir að leigjendur Félagsbústaða búi við mikið valdaleysi og eigi erfitt með að hafa áhrif á þjónustu félagsins. Með því að stuðla að stofnun félags leigjenda og tryggja leigjendum áheyrnarrétt hjá stjórn Félagsbústaða megi auka vald þeirra hjá Félagsbústöðum. Mjög sambærileg rök eru í greinargerð með tillögu flokksins um félag strætófarþega. Auk sjö tillagna fulltrúa Sósíalistaflokksins leggja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram tillögur sínar um aðgerðir í húsnæðismálum sem varða meðal annars byggingalóðir í Örfirisey, á BSÍ-reitnum, Keldum og í Úlfarsárdal. Nýr borgarfulltrúi Flokks fólksins vill að fram fari rekstrarúttekt og verður tekin afstaða til þeirrar tillögu á fundinum í dag. Þá leggur Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, fram tillögu um niðurfellingu byggingarréttargjalds en ein tillagna Sósíalistaflokksins varðar einmitt sama mál. Búast má við löngum fundi í borgarstjórn í dag enda 54 dagskrárliðir. Flestir þeirra eru kosning fulltrúa í nefndir og ráð borgarinnar auk fulltrúa í tíu hverfisráð sem starfa í hverfum borgarinnar. Þá verður kosið í stjórnir fyrirtækja í eigu borgarinnar: kjósa þarf fimm menn í stjórn Orkuveitunnar og jafn marga í stjórn Faxaflóahafna. Þrír verða kosnir í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Þá kýs Reykjavíkurborg einn fulltrúa í stjórn Sorpu og annan í stjórn Strætó en fyrirtækin eru bæði rekin í byggðasamlagi með öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Tengdar fréttir „Reykjavíkurborg á að krefja Alþingi um réttlátar breytingar á skattkerfinu" Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi sósíalista, mun leggja fram þá tillögu á fyrsta fundi nýkjörinnar borgarstjórnar að Reykjavíkurborg eyði verðhækkunaráhrifum byggingarréttargjalds á félagslegar íbúðir og íbúðir sem byggðar eru af óhagnaðardrifnum leigufélögum. 18. júní 2018 21:01 Vill banna laun fyrir fundarsetu Sanna Magdalena, borgarfulltrúi sósíalista, ætlar að leggja fram tillögu um að banna stjórnendum borgarinnar að þiggja laun fyrir fundarsetu. 17. júní 2018 12:57 Hafnar sjálf aukagreiðslum sem borgarfulltrúi Sanna Magdalena leggur til að borgarfulltrúar og starfsmenn borgarinnar fái ekki þóknun fyrir fundi í vinnutíma en álagsgreiðslur geta verið nokkur hundruð þúsund í hverjum mánuði. Hún segir laun stjórnenda borgarinnar nógu há til að dekka undirbúning og yfirvinnu. 18. júní 2018 19:37 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
„Reykjavíkurborg á að krefja Alþingi um réttlátar breytingar á skattkerfinu" Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi sósíalista, mun leggja fram þá tillögu á fyrsta fundi nýkjörinnar borgarstjórnar að Reykjavíkurborg eyði verðhækkunaráhrifum byggingarréttargjalds á félagslegar íbúðir og íbúðir sem byggðar eru af óhagnaðardrifnum leigufélögum. 18. júní 2018 21:01
Vill banna laun fyrir fundarsetu Sanna Magdalena, borgarfulltrúi sósíalista, ætlar að leggja fram tillögu um að banna stjórnendum borgarinnar að þiggja laun fyrir fundarsetu. 17. júní 2018 12:57
Hafnar sjálf aukagreiðslum sem borgarfulltrúi Sanna Magdalena leggur til að borgarfulltrúar og starfsmenn borgarinnar fái ekki þóknun fyrir fundi í vinnutíma en álagsgreiðslur geta verið nokkur hundruð þúsund í hverjum mánuði. Hún segir laun stjórnenda borgarinnar nógu há til að dekka undirbúning og yfirvinnu. 18. júní 2018 19:37