Forsetinn kennir Demókrötum um að fjölskyldum er sundrað Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. júní 2018 06:00 Stefnu bandarískra yfirvalda hefur verið mótmælt víða. Vísir/Getty Á sex vikna tímabili voru tæplega tvö þúsund börn aðskilin frá fjölskyldum sínum við komuna til Bandaríkjanna. Um börn ólöglegra innflytjenda er að ræða. Málamyndafrumvarp hefur verið lagt fram á þinginu. Frá því að Donald Trump tók við völdum hafa stjórnvöld boðað hertar aðgerðir gegn fólki sem reynir að komast með ólöglegum hætti inn í landið. Áður var sú regla í gildi að fólk sem var stöðvað við að reyna að komast ólöglega yfir landamærin var sektað. Meðal aðgerða sem gripið hefur verið til er að saksækja fólk sem gómað er á landamærunum. Börn eru tekin frá foreldrum á meðan dómsmál er rekið. Meðan málareksturinn stendur yfir er börnunum komið til barnaverndaryfirvalda sem hugsa um þau eða koma þeim í fóstur. Vegna þess fjölda sem reynir að komast ólöglega inn í landið eru slík úrræði af skornum skammti en áætlað er að um 1.500 séu handteknir daglega við athæfið. Democrats can fix their forced family breakup at the Border by working with Republicans on new legislation, for a change! This is why we need more Republicans elected in November. Democrats are good at only three things, High Taxes, High Crime and Obstruction. Sad!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 16, 2018 Bandarísk stjórnvöld birtu fyrir skemmstu upplýsingar um hve mörg börn hefðu sætt slíkri meðferð að undanförnu. Gögnin leiddu meðal annars í ljós að frá 19. apríl til 31. maí voru 1.995 börn tekin frá foreldrum sinna. Aldursdreifing barnanna fékkst ekki uppgefin. „Ég vil vitna til skýrra og spakra orða postulans Páls úr bréfum hans til Rómverja um að rétt sé að lúta lögum yfirvalda því þau eru skipuð af Guði,“ sagði dómsmálaráðherrann Jeff Sessions spurður um málið. „Stefna okkar, sem getur haft það í för með sér að börn séu aðskilin frá foreldrum sínum í skamma stund, er hvorki óvanaleg né óréttlætanleg.“Sjá einnig: Melania blandar sér í deilur um innflytjendafjölskyldur „Demókratar eru að stía fjölskyldum í sundur með hræðilegri og ómannúðlegri framgöngu sinni á þinginu. Frumvarp um breytingar á innflytjendalöggjöfinni VERÐUR að innihalda fjárheimildir fyrir Vegginn,“ ritaði forsetinn. „Demókratar geta bætt fyrir að þeir sundri fjölskyldum ólöglegra innflytjenda með því að vinna með Repúblíkönum að nýjum innflytjendalögum til tilbreytingar!“ tísti Trump síðar. Aðgerðir stjórnarinnar hafa verið harðlega gagnrýndar af Demókrötum en flestir Repúblíkanar styðja þær. Það er þó ekki algilt. Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar þingsins, sagði meðal annars að hann væri ekki laus við áhyggjur yfir meðferðinni sem börnin sæta. Þá lögðu nokkrir þingmenn flokksins fram tillögu á þinginu í liðinni viku þess efnis að fjölskyldur skyldu vistaðar saman meðan mál þeirra væru leidd til lykta. Áætlað er að greidd verði atkvæði um frumvarpið í vikunni. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Flóttamenn Tengdar fréttir Melania blandar sér í deilur um innflytjendafjölskyldur Forsetafrú Bandaríkjanna, Melania Trump, vill að lát verði á aðgerðum lögreglu sem beinast gegn fjölskyldum ólögregla innflytjenda við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. 17. júní 2018 23:28 Skrifa andlát transkonu á Bandaríkjastjórn Mannréttindasamtök saka bandarísk stjórnvöld um að hafa myrt hælisleitandann Roxana Hernandez, sem lést í haldi þarlendu útlendingastofnunarinnar. 31. maí 2018 06:37 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fleiri fréttir Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Sjá meira
Á sex vikna tímabili voru tæplega tvö þúsund börn aðskilin frá fjölskyldum sínum við komuna til Bandaríkjanna. Um börn ólöglegra innflytjenda er að ræða. Málamyndafrumvarp hefur verið lagt fram á þinginu. Frá því að Donald Trump tók við völdum hafa stjórnvöld boðað hertar aðgerðir gegn fólki sem reynir að komast með ólöglegum hætti inn í landið. Áður var sú regla í gildi að fólk sem var stöðvað við að reyna að komast ólöglega yfir landamærin var sektað. Meðal aðgerða sem gripið hefur verið til er að saksækja fólk sem gómað er á landamærunum. Börn eru tekin frá foreldrum á meðan dómsmál er rekið. Meðan málareksturinn stendur yfir er börnunum komið til barnaverndaryfirvalda sem hugsa um þau eða koma þeim í fóstur. Vegna þess fjölda sem reynir að komast ólöglega inn í landið eru slík úrræði af skornum skammti en áætlað er að um 1.500 séu handteknir daglega við athæfið. Democrats can fix their forced family breakup at the Border by working with Republicans on new legislation, for a change! This is why we need more Republicans elected in November. Democrats are good at only three things, High Taxes, High Crime and Obstruction. Sad!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 16, 2018 Bandarísk stjórnvöld birtu fyrir skemmstu upplýsingar um hve mörg börn hefðu sætt slíkri meðferð að undanförnu. Gögnin leiddu meðal annars í ljós að frá 19. apríl til 31. maí voru 1.995 börn tekin frá foreldrum sinna. Aldursdreifing barnanna fékkst ekki uppgefin. „Ég vil vitna til skýrra og spakra orða postulans Páls úr bréfum hans til Rómverja um að rétt sé að lúta lögum yfirvalda því þau eru skipuð af Guði,“ sagði dómsmálaráðherrann Jeff Sessions spurður um málið. „Stefna okkar, sem getur haft það í för með sér að börn séu aðskilin frá foreldrum sínum í skamma stund, er hvorki óvanaleg né óréttlætanleg.“Sjá einnig: Melania blandar sér í deilur um innflytjendafjölskyldur „Demókratar eru að stía fjölskyldum í sundur með hræðilegri og ómannúðlegri framgöngu sinni á þinginu. Frumvarp um breytingar á innflytjendalöggjöfinni VERÐUR að innihalda fjárheimildir fyrir Vegginn,“ ritaði forsetinn. „Demókratar geta bætt fyrir að þeir sundri fjölskyldum ólöglegra innflytjenda með því að vinna með Repúblíkönum að nýjum innflytjendalögum til tilbreytingar!“ tísti Trump síðar. Aðgerðir stjórnarinnar hafa verið harðlega gagnrýndar af Demókrötum en flestir Repúblíkanar styðja þær. Það er þó ekki algilt. Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar þingsins, sagði meðal annars að hann væri ekki laus við áhyggjur yfir meðferðinni sem börnin sæta. Þá lögðu nokkrir þingmenn flokksins fram tillögu á þinginu í liðinni viku þess efnis að fjölskyldur skyldu vistaðar saman meðan mál þeirra væru leidd til lykta. Áætlað er að greidd verði atkvæði um frumvarpið í vikunni.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Flóttamenn Tengdar fréttir Melania blandar sér í deilur um innflytjendafjölskyldur Forsetafrú Bandaríkjanna, Melania Trump, vill að lát verði á aðgerðum lögreglu sem beinast gegn fjölskyldum ólögregla innflytjenda við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. 17. júní 2018 23:28 Skrifa andlát transkonu á Bandaríkjastjórn Mannréttindasamtök saka bandarísk stjórnvöld um að hafa myrt hælisleitandann Roxana Hernandez, sem lést í haldi þarlendu útlendingastofnunarinnar. 31. maí 2018 06:37 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fleiri fréttir Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Sjá meira
Melania blandar sér í deilur um innflytjendafjölskyldur Forsetafrú Bandaríkjanna, Melania Trump, vill að lát verði á aðgerðum lögreglu sem beinast gegn fjölskyldum ólögregla innflytjenda við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. 17. júní 2018 23:28
Skrifa andlát transkonu á Bandaríkjastjórn Mannréttindasamtök saka bandarísk stjórnvöld um að hafa myrt hælisleitandann Roxana Hernandez, sem lést í haldi þarlendu útlendingastofnunarinnar. 31. maí 2018 06:37
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent