Ungir skurðlæknar fengu fyrsta flokks kennslu Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. júní 2018 06:00 Alexandra Aldís fræddi börnin um líffærin og hvað skurðlæknisfræðin gengur út á. Kristinn Ingvarsson „Við vorum með fyrirlestra og vorum að fræða þau um líffærin og hvað skurðlæknisfræðin gengur út á, hvaða undirsérgreinar eru til. Hvað það tekur langan tíma að verða skurðlæknir og hvað maður þarf að læra og kunna,“ segir Alexandra Aldís Heimisdóttir, sem var ásamt Tómasi Guðbjartssyni kennari í skurðlækningum við Háskóla unga fólksins sem fram fór í síðustu viku. „Við sýndum þeim nokkur myndbönd af alvöru aðgerðum. Við sýndum þeim botnlangatöku, gallblöðrutöku, hjartaskurðaðgerð og svo heilaaðgerð,“ segir Alexandra Aldís og bætir við að viðbrögðin hjá krökkunum hafi verið mjög mismunandi. Sumir hafi hreinlega ekki getað hugsað sér að horfa en aðrir hafi fylgst með af miklum áhuga. Háskóli unga fólksins fór fram í fimmtánda sinn í síðustu viku og lauk á föstudag. Þar gefst krökkum á aldrinum 12-16 ára færi á að kynnast ýmsum fræðum. Alexandra Aldís, sem var að ljúka þriðja ári í læknisfræði, hefur lengi þekkt skólann. Hún var nemandi þar, síðan aðstoðarmaður og svo loks kennari. „Ég man eftir því að þetta var alveg rosalega skemmtilegt. Ég hef haft mjög gaman af því að læra og ég var að ákveða mig í því hvað ég vildi verða og hvað ég vildi læra. Ég fór í spænsku, kínversku, efnafræði, stjörnufræði, jarðfræði og alls konar,“ segir hún um nám sitt við skólann. Þegar hún var nemandi við Menntaskólann í Hamrahlíð fór hún svo að vinna sem aðstoðarmaður við skólann. „Þá var ég að hugsa um að byrja í Háskólanum og vildi kynnast honum betur og var enn að ákveða mig hvað ég vildi verða,“ segir hún. Starfið sem aðstoðarmaður hafi verið kjörið tækifæri til að kynnast Háskólanum betur. Hún prófaði fyrst eðlisfræði í Háskólanum en átti erfitt með að sjá framtíð fyrir sér í því, þó það væri skemmtilegt. Móðir hennar, Rúna Guðmundsdóttir, kennir sögu læknisfræðinnar og segir Alexandra Aldís hana hafa lengi reynt að ýta sér út í læknisfræðina. Það var svo fyrir hvatningu frá pabba sínum, Heimi Karlssyni fjölmiðlamanni, að hún ákvað að skella sér í inntökupróf í læknisfræðinni. „Ég lærði í tvo mánuði eða þrjá og tók prófið og komst inn í fyrsta skipti. Núna er ég bara orðin ástfangin af þessu námi. Þetta er besta ákvörðun sem ég hef tekið,“ segir hún. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Bíll bilaði og Hvalfjarðargöng lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Sjá meira
„Við vorum með fyrirlestra og vorum að fræða þau um líffærin og hvað skurðlæknisfræðin gengur út á, hvaða undirsérgreinar eru til. Hvað það tekur langan tíma að verða skurðlæknir og hvað maður þarf að læra og kunna,“ segir Alexandra Aldís Heimisdóttir, sem var ásamt Tómasi Guðbjartssyni kennari í skurðlækningum við Háskóla unga fólksins sem fram fór í síðustu viku. „Við sýndum þeim nokkur myndbönd af alvöru aðgerðum. Við sýndum þeim botnlangatöku, gallblöðrutöku, hjartaskurðaðgerð og svo heilaaðgerð,“ segir Alexandra Aldís og bætir við að viðbrögðin hjá krökkunum hafi verið mjög mismunandi. Sumir hafi hreinlega ekki getað hugsað sér að horfa en aðrir hafi fylgst með af miklum áhuga. Háskóli unga fólksins fór fram í fimmtánda sinn í síðustu viku og lauk á föstudag. Þar gefst krökkum á aldrinum 12-16 ára færi á að kynnast ýmsum fræðum. Alexandra Aldís, sem var að ljúka þriðja ári í læknisfræði, hefur lengi þekkt skólann. Hún var nemandi þar, síðan aðstoðarmaður og svo loks kennari. „Ég man eftir því að þetta var alveg rosalega skemmtilegt. Ég hef haft mjög gaman af því að læra og ég var að ákveða mig í því hvað ég vildi verða og hvað ég vildi læra. Ég fór í spænsku, kínversku, efnafræði, stjörnufræði, jarðfræði og alls konar,“ segir hún um nám sitt við skólann. Þegar hún var nemandi við Menntaskólann í Hamrahlíð fór hún svo að vinna sem aðstoðarmaður við skólann. „Þá var ég að hugsa um að byrja í Háskólanum og vildi kynnast honum betur og var enn að ákveða mig hvað ég vildi verða,“ segir hún. Starfið sem aðstoðarmaður hafi verið kjörið tækifæri til að kynnast Háskólanum betur. Hún prófaði fyrst eðlisfræði í Háskólanum en átti erfitt með að sjá framtíð fyrir sér í því, þó það væri skemmtilegt. Móðir hennar, Rúna Guðmundsdóttir, kennir sögu læknisfræðinnar og segir Alexandra Aldís hana hafa lengi reynt að ýta sér út í læknisfræðina. Það var svo fyrir hvatningu frá pabba sínum, Heimi Karlssyni fjölmiðlamanni, að hún ákvað að skella sér í inntökupróf í læknisfræðinni. „Ég lærði í tvo mánuði eða þrjá og tók prófið og komst inn í fyrsta skipti. Núna er ég bara orðin ástfangin af þessu námi. Þetta er besta ákvörðun sem ég hef tekið,“ segir hún.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Bíll bilaði og Hvalfjarðargöng lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Sjá meira