Yngsti sveitarstjórnarmaður landsins er nýorðinn 18 ára Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. júní 2018 20:00 Matthías Bjarnason sem sat sinn fyrsta fund í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps í síðustu viku á nýju kjörtímabili. Matthías er mjög líklega yngsti sveitarstjórnarmaður landsins. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Þrátt fyrir að Matthías Bjarnason sé ekki nema 18 ára gamall þá er hann komin í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps og situr þar í meirihluta. Matthías segist ætla fyrst og fremst að leggja áherslu á íþrótta- og lýðheilsumál. Matthías er frá bænum Blesastöðum á Skeiðum. Hann er mikill sveitastrákur og félagsmálatröll. Hann hefur gaman af hestum, er í íþróttum og finnst fátt skemmtilegra en að ferðast um landið og skoða fallega staði. Matthías mætti í vikunni á sinn fyrsta sveitarstjórnarfund í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Hann er líklega yngsti sveitarstjórnarmaður landsins. Björgvin Skafti Bjarnason, oddviti setti fundinn og bauð nýja hreppsnefnd velkomna til starfa. „Ég er ungur, ég er 18 ára, fæddur 9. maí árið 2000. Þegar við byrjuðum kosningabaráttuna var ég ekki orðinn 18 ára, þannig að það var mjög gaman að því. Ég trúði því alltaf að ég kæmist inn í sveitarstjórn, umræðan var tveir, tveir einn í sveitinni en svo fór þetta þrír, einn, einn, ég var ekkert hissa þegar ég komst inn,“ segir Matthías.Matthías er mikið félagsmálatröll en auk þess að sitja í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps er hann formaður nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonEn hvaða mál ætlar hann helst að leggja áherslu á?„Mín málefni eru mikið unga fólkið, ungt fólk og allt sem því við kemur. Ég hef líka mikinn áhuga á íþrótta- og lýðheilsu í sveitarfélaginu, svo náttúrulega húsnæðismál og fleiri skemmtileg verkefni.“ Sveitarstjórinn og sveitarstjórnarmenn eru ánægðir með að fá svona ungan mann inn í sveitarstjórn. „Þetta er bara flottur ungur drengur, það verður ekkert vandamál með hann held ég. Hann hefur sýnt það á öðrum vettvangi að hann hefur áhuga á félagsmálum og kemur bara mjög sterkur inn í þetta,“ segir Ingvar Hjálmarsson sveitarstjórnarmaður. „Mér líst vel á strákinn, það er gaman að sjá þegar ungt fólk hefur áhuga á sveitarstjórnarmálum, ég held að hann lofi bara góðu. Þetta er langyngsti maðurinn sem við höfum haft í þessari sveitarstjórn og sennilega á landinu,“ segir Kristófer Tómasson, sveitarstjóri. Kosningar 2018 Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Þrátt fyrir að Matthías Bjarnason sé ekki nema 18 ára gamall þá er hann komin í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps og situr þar í meirihluta. Matthías segist ætla fyrst og fremst að leggja áherslu á íþrótta- og lýðheilsumál. Matthías er frá bænum Blesastöðum á Skeiðum. Hann er mikill sveitastrákur og félagsmálatröll. Hann hefur gaman af hestum, er í íþróttum og finnst fátt skemmtilegra en að ferðast um landið og skoða fallega staði. Matthías mætti í vikunni á sinn fyrsta sveitarstjórnarfund í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Hann er líklega yngsti sveitarstjórnarmaður landsins. Björgvin Skafti Bjarnason, oddviti setti fundinn og bauð nýja hreppsnefnd velkomna til starfa. „Ég er ungur, ég er 18 ára, fæddur 9. maí árið 2000. Þegar við byrjuðum kosningabaráttuna var ég ekki orðinn 18 ára, þannig að það var mjög gaman að því. Ég trúði því alltaf að ég kæmist inn í sveitarstjórn, umræðan var tveir, tveir einn í sveitinni en svo fór þetta þrír, einn, einn, ég var ekkert hissa þegar ég komst inn,“ segir Matthías.Matthías er mikið félagsmálatröll en auk þess að sitja í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps er hann formaður nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonEn hvaða mál ætlar hann helst að leggja áherslu á?„Mín málefni eru mikið unga fólkið, ungt fólk og allt sem því við kemur. Ég hef líka mikinn áhuga á íþrótta- og lýðheilsu í sveitarfélaginu, svo náttúrulega húsnæðismál og fleiri skemmtileg verkefni.“ Sveitarstjórinn og sveitarstjórnarmenn eru ánægðir með að fá svona ungan mann inn í sveitarstjórn. „Þetta er bara flottur ungur drengur, það verður ekkert vandamál með hann held ég. Hann hefur sýnt það á öðrum vettvangi að hann hefur áhuga á félagsmálum og kemur bara mjög sterkur inn í þetta,“ segir Ingvar Hjálmarsson sveitarstjórnarmaður. „Mér líst vel á strákinn, það er gaman að sjá þegar ungt fólk hefur áhuga á sveitarstjórnarmálum, ég held að hann lofi bara góðu. Þetta er langyngsti maðurinn sem við höfum haft í þessari sveitarstjórn og sennilega á landinu,“ segir Kristófer Tómasson, sveitarstjóri.
Kosningar 2018 Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira