Mueller varar við áframhaldandi afskiptum Rússa Kjartan Kjartansson skrifar 13. júní 2018 08:26 Mueller rannsakar afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og mögulegt samráð þeirra við framboð Donalds Trump. Vísir/EPA Saksóknarar á vegum Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, fullyrða að tilraunir Rússa til að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum séu enn í gangi. Þeir hafa krafist þess að gögn í máli gegn fyrirtækjum og einstaklingum sem reyndu að hafa áhrif á forsetakosningarnar verði haldið leyndum. Kröfuna settu saksóknararnir fram í máli gegn fyrirtækinu Concord Management and Consulting. Það var ákært ásamt þrettán rússneskum einstaklingum og tveimur öðrum fyrirtækjum í febrúar og sakað um að vera hluti af rússneskri áróðursherferð á netinu sem átti að hafa áhrif á bandaríska kjósendur. Saksóknararnir telja að ef sönnunargögn í málinu yrðu birt opinberlega eða þeim deilt án leyfis þá myndi það aðstoða leyniþjónustur annarra ríkja, sérstaklega Rússlands, í frekari aðgerðum þeirra gegn Bandaríkjunum og einnig einstaklinga og fyrirtæki sem yfirvöld telja að reyni enn að hafa afskipti, að því er segir í frétt Washington Post. Þingkosningar verða haldnar í Bandaríkjunum í nóvember.Jevgení Prígosjín er náinn bandamaður Pútín Rússlandsforseta.Vísir/EPAÓvinir gætu lagað sig að aðferðum rannsakenda Sérstaklega vísuðu saksóknararnir til þess að lögmenn Concord gætu afhent Jevgeníj Viktoróvitsj Prígosjín, stofnanda fyrirtækisins, gögn sem þeir eiga rétt á fyrir málsvörnina. Prígosjín hefur verið nefndur „kokkur Pútíns“ vegna náinna tengsla hans við Vladímír Pútín, forseta Rússlands. Hann er ákærður í málinu og bandarísk stjórnvöld hafa beitt hann refsiaðgerðum. Gögn málsins lýsa því meðal annars hvaða heimildarmenn, aðferðir og tækni var notuð til að afhjúpa tilraunir Rússa til afskipta af forsetakosningunum, að sögn saksóknaranna. Komist gögnin á flakk gætu andstæðingar Bandaríkjanna nýtt sér þau til að aðlaga sig. Bandarískar leyniþjónustustofnanir segja að útsendarar rússneskra stjórnvalda hafi reynt að hjálpa Donald Trump að ná kjöri sem forseti árið 2016. Pútín sjálfur hafi gefið skipun um aðgerðirnar. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Helstu atriði ákæru Robert Mueller í Rússarannsókninni svokölluðu. 20. febrúar 2018 11:00 Refsa Rússum fyrir afskiptin Ríkisstjórn Donald Trump hefur staðfest refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna afskipta yfirvalda þar af forsetakosningunum árið 2016 og tölvuárása. 15. mars 2018 16:28 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Sjá meira
Saksóknarar á vegum Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, fullyrða að tilraunir Rússa til að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum séu enn í gangi. Þeir hafa krafist þess að gögn í máli gegn fyrirtækjum og einstaklingum sem reyndu að hafa áhrif á forsetakosningarnar verði haldið leyndum. Kröfuna settu saksóknararnir fram í máli gegn fyrirtækinu Concord Management and Consulting. Það var ákært ásamt þrettán rússneskum einstaklingum og tveimur öðrum fyrirtækjum í febrúar og sakað um að vera hluti af rússneskri áróðursherferð á netinu sem átti að hafa áhrif á bandaríska kjósendur. Saksóknararnir telja að ef sönnunargögn í málinu yrðu birt opinberlega eða þeim deilt án leyfis þá myndi það aðstoða leyniþjónustur annarra ríkja, sérstaklega Rússlands, í frekari aðgerðum þeirra gegn Bandaríkjunum og einnig einstaklinga og fyrirtæki sem yfirvöld telja að reyni enn að hafa afskipti, að því er segir í frétt Washington Post. Þingkosningar verða haldnar í Bandaríkjunum í nóvember.Jevgení Prígosjín er náinn bandamaður Pútín Rússlandsforseta.Vísir/EPAÓvinir gætu lagað sig að aðferðum rannsakenda Sérstaklega vísuðu saksóknararnir til þess að lögmenn Concord gætu afhent Jevgeníj Viktoróvitsj Prígosjín, stofnanda fyrirtækisins, gögn sem þeir eiga rétt á fyrir málsvörnina. Prígosjín hefur verið nefndur „kokkur Pútíns“ vegna náinna tengsla hans við Vladímír Pútín, forseta Rússlands. Hann er ákærður í málinu og bandarísk stjórnvöld hafa beitt hann refsiaðgerðum. Gögn málsins lýsa því meðal annars hvaða heimildarmenn, aðferðir og tækni var notuð til að afhjúpa tilraunir Rússa til afskipta af forsetakosningunum, að sögn saksóknaranna. Komist gögnin á flakk gætu andstæðingar Bandaríkjanna nýtt sér þau til að aðlaga sig. Bandarískar leyniþjónustustofnanir segja að útsendarar rússneskra stjórnvalda hafi reynt að hjálpa Donald Trump að ná kjöri sem forseti árið 2016. Pútín sjálfur hafi gefið skipun um aðgerðirnar.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Helstu atriði ákæru Robert Mueller í Rússarannsókninni svokölluðu. 20. febrúar 2018 11:00 Refsa Rússum fyrir afskiptin Ríkisstjórn Donald Trump hefur staðfest refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna afskipta yfirvalda þar af forsetakosningunum árið 2016 og tölvuárása. 15. mars 2018 16:28 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Sjá meira
Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Helstu atriði ákæru Robert Mueller í Rússarannsókninni svokölluðu. 20. febrúar 2018 11:00
Refsa Rússum fyrir afskiptin Ríkisstjórn Donald Trump hefur staðfest refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna afskipta yfirvalda þar af forsetakosningunum árið 2016 og tölvuárása. 15. mars 2018 16:28