Látinn taka poka sinn rétt fyrir vígsluathöfn Garðar Örn Úlfarsson skrifar 13. júní 2018 06:00 Vigga gamla er óvænt miðpunktur deilna í Mýrdalnum. Mynd/Jón Ólafsson „Við hjónin verðum ekki viðstödd athöfnina að Skeiðflöt, þótt við séum á svæðinu. Það svíður sárt, en nærveru minnar er ekki óskað,“ segir séra Skírnir Garðarsson, sem verið hefur verið starfandi sóknarprestur í Vík í Mýrdal. Eins og fram kom í Fréttablaðinu á mánudag verður nýr legsteinn á leiði flökkukonunnar Vigdísar Ingvadóttur, Viggu gömlu, afhjúpaður í Skeiðflatarkirkjugarði næsta laugardag. Brottfluttar konur úr héraðinu söfnuðu fyrir steininum á leiðið sem var ómerkt. Vigga gamla lést árið 1957.Séra Skírnir Garðarsson, héraðsprestur á Suðurlandi.Séra Skírnir, sem er héraðsprestur á Suðurlandi, hefur verið afleysingaprestur í Mýrdal fyrir séra Harald M. Kristjánsson og átti að vera til 1. september. Það verður engu að síður Haraldur sem þjónar sem prestur við athöfnina á Skeiðflöt á laugardaginn. Aðspurður segir séra Skírnir þessa tilhögun vera að sér forspurðum og kveðst hafa gert athugasemd til prófasts. Hann hafi hins vegar fengið þau svör fyrir hádegi í gær að Haraldur hafi ákveðið að hætta í fríinu og að samningur við hann varðandi þjónustu í sumar verði afturkallaður. „Ég hef þjónað kallinu í allan vetur í fjarvistum hans, og ég vissi ekki annað en það væri frágengið að ég þjónaði áfram í sumar, enda hafði Haraldur margítrekað þá afstöðu sína til málsins,“ segir séra Skírnir. Héraðspresturinn tekur fram að hann hafi ekki átt í útistöðum við nokkurn mann eystra og átt farsæl samskipti við Vigdísar-nefndina, sóknarnefndir, séra Harald og annað kirkjufólk á svæðinu. „Ég lagði á mig töluverða vinnu í vetur til að útvega mynd af leiði Viggu heitinnar og ég hef hvatt fólk með ráðum og dáð til að koma legsteini upp á leiði hennar. Nú er ekki óskað eftir nærveru minni,“ segir Skírnir sem kveðst fagna því að Vigga gamla skuli nú loks fá bautastein – þótt málið valdi usla meðal kirkjufólksins. „Vigga var afkomandi eldklerksins, séra Jóns Steingrímssonar. Það var aldrei lognmolla kringum þann ágæta mann,“ segir séra Skírnir. Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Tengdar fréttir Tveir legsteinar bjóðast á ómerkta gröf Vigdísar Tvær steinsmiðjur og fjöldi fólks býður aðstoð við að koma upp legsteini á leiði númer 148 í Skeiðflatarkirkjugarði. 3. nóvember 2017 07:00 Flökkukonan Vigdís fær legstein sextíu árum eftir andlátið Vigdís Ingvadóttir sem mætti harðræði föður síns og var höfð útundan í stórum systkinahópi í Mýrdal áður en hún lagðist í flakk aðeins tíu ára gömul fær loks legstein á leiði sitt sextíu árum eftir að hún dó í hárri elli. 2. nóvember 2017 07:00 Legsteinn Viggu gömlu tilbúinn fyrir vígsluna Flökkukonan Vigdís Ingvadóttir úr Mýrdal fær loks legstein rúmum sextíu árum eftir andlátið. Steinn verður afhjúpaður við athöfn í Skeiðflatarkirkjugarði á laugardag. Aðalsprautan í málinu vonast eftir góðri aðsókn þótt athöfnin sé í miðjum HM-leik Íslands og Argentínu. 11. júní 2018 06:00 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
„Við hjónin verðum ekki viðstödd athöfnina að Skeiðflöt, þótt við séum á svæðinu. Það svíður sárt, en nærveru minnar er ekki óskað,“ segir séra Skírnir Garðarsson, sem verið hefur verið starfandi sóknarprestur í Vík í Mýrdal. Eins og fram kom í Fréttablaðinu á mánudag verður nýr legsteinn á leiði flökkukonunnar Vigdísar Ingvadóttur, Viggu gömlu, afhjúpaður í Skeiðflatarkirkjugarði næsta laugardag. Brottfluttar konur úr héraðinu söfnuðu fyrir steininum á leiðið sem var ómerkt. Vigga gamla lést árið 1957.Séra Skírnir Garðarsson, héraðsprestur á Suðurlandi.Séra Skírnir, sem er héraðsprestur á Suðurlandi, hefur verið afleysingaprestur í Mýrdal fyrir séra Harald M. Kristjánsson og átti að vera til 1. september. Það verður engu að síður Haraldur sem þjónar sem prestur við athöfnina á Skeiðflöt á laugardaginn. Aðspurður segir séra Skírnir þessa tilhögun vera að sér forspurðum og kveðst hafa gert athugasemd til prófasts. Hann hafi hins vegar fengið þau svör fyrir hádegi í gær að Haraldur hafi ákveðið að hætta í fríinu og að samningur við hann varðandi þjónustu í sumar verði afturkallaður. „Ég hef þjónað kallinu í allan vetur í fjarvistum hans, og ég vissi ekki annað en það væri frágengið að ég þjónaði áfram í sumar, enda hafði Haraldur margítrekað þá afstöðu sína til málsins,“ segir séra Skírnir. Héraðspresturinn tekur fram að hann hafi ekki átt í útistöðum við nokkurn mann eystra og átt farsæl samskipti við Vigdísar-nefndina, sóknarnefndir, séra Harald og annað kirkjufólk á svæðinu. „Ég lagði á mig töluverða vinnu í vetur til að útvega mynd af leiði Viggu heitinnar og ég hef hvatt fólk með ráðum og dáð til að koma legsteini upp á leiði hennar. Nú er ekki óskað eftir nærveru minni,“ segir Skírnir sem kveðst fagna því að Vigga gamla skuli nú loks fá bautastein – þótt málið valdi usla meðal kirkjufólksins. „Vigga var afkomandi eldklerksins, séra Jóns Steingrímssonar. Það var aldrei lognmolla kringum þann ágæta mann,“ segir séra Skírnir.
Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Tengdar fréttir Tveir legsteinar bjóðast á ómerkta gröf Vigdísar Tvær steinsmiðjur og fjöldi fólks býður aðstoð við að koma upp legsteini á leiði númer 148 í Skeiðflatarkirkjugarði. 3. nóvember 2017 07:00 Flökkukonan Vigdís fær legstein sextíu árum eftir andlátið Vigdís Ingvadóttir sem mætti harðræði föður síns og var höfð útundan í stórum systkinahópi í Mýrdal áður en hún lagðist í flakk aðeins tíu ára gömul fær loks legstein á leiði sitt sextíu árum eftir að hún dó í hárri elli. 2. nóvember 2017 07:00 Legsteinn Viggu gömlu tilbúinn fyrir vígsluna Flökkukonan Vigdís Ingvadóttir úr Mýrdal fær loks legstein rúmum sextíu árum eftir andlátið. Steinn verður afhjúpaður við athöfn í Skeiðflatarkirkjugarði á laugardag. Aðalsprautan í málinu vonast eftir góðri aðsókn þótt athöfnin sé í miðjum HM-leik Íslands og Argentínu. 11. júní 2018 06:00 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Tveir legsteinar bjóðast á ómerkta gröf Vigdísar Tvær steinsmiðjur og fjöldi fólks býður aðstoð við að koma upp legsteini á leiði númer 148 í Skeiðflatarkirkjugarði. 3. nóvember 2017 07:00
Flökkukonan Vigdís fær legstein sextíu árum eftir andlátið Vigdís Ingvadóttir sem mætti harðræði föður síns og var höfð útundan í stórum systkinahópi í Mýrdal áður en hún lagðist í flakk aðeins tíu ára gömul fær loks legstein á leiði sitt sextíu árum eftir að hún dó í hárri elli. 2. nóvember 2017 07:00
Legsteinn Viggu gömlu tilbúinn fyrir vígsluna Flökkukonan Vigdís Ingvadóttir úr Mýrdal fær loks legstein rúmum sextíu árum eftir andlátið. Steinn verður afhjúpaður við athöfn í Skeiðflatarkirkjugarði á laugardag. Aðalsprautan í málinu vonast eftir góðri aðsókn þótt athöfnin sé í miðjum HM-leik Íslands og Argentínu. 11. júní 2018 06:00