Innlent

Birti stefnu í máli öðrum stefnuvotti

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Nafn Þorsteins Hjaltested hefur einna helst komið upp í tengslum við eignarhaldið á Vatnsenda í Kópavogi.
Nafn Þorsteins Hjaltested hefur einna helst komið upp í tengslum við eignarhaldið á Vatnsenda í Kópavogi. VÍSIR/PJETUR

Friðrik Ragnar Jónsson hefur verið dæmdur til að greiða Þorsteini Hjaltested um 119 milljón krónur auk vaxta vegna skuldar. Við meðferð málsins var deilt um lögmæti stefnubirtingar í því.



Friðrik krafðist frávísunar því stefnan hefði ekki verið rétt birt. Stefnuvottur hefði komið að heimili hans en þá var Friðrik erlendis. Stefnuvotturinn hafði hringt í annan stefnuvott og fengið hann til að mæta að heimili hans, birt honum stefnuna og skutlað henni inn um póstlúguna. Var ritað í birtingarvottorð að sá síðarnefndi hefði hist fyrir á heimilinu.



Taldi lögmaður Friðriks að stefnuvottinum hefði borið að reyna að birta stefnuna leigjanda í kjallara hússins áður en þessi leið var farin. Hefði hann ekki reynt til fullnustu að birta stefnuna fyrir íbúum hússins. Dómurinn féllst ekki á þetta og taldi heimilt að birta stefnuna hinum stefnuvottinum. Efnisdómur gekk því í málinu. Lögmaður Friðriks segir að málinu verði áfrýjað. 


Tengdar fréttir

Þorsteinn krefst 5,6 milljarða frá Kópavogsbæ

Þorsteinn Hjaltested, ábúandi á Vatnsenda, hefur stefnt Kópavogsbæ til greiðslu 5,6 milljarða í eignarnámsbætur vegna eignarnáms bæjarins á landi úr Vatnsenda árið 2007.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×