Ekkert bendir til þess að auglýsingar hulduhópanna hafi verið ólöglegar Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. júní 2018 20:31 Nokkur skjáskot af þeim síðum á Facebook sem Vísir hafði samband við fyrir alþingiskosningarnar í fyrra. Engar vísbendingar eru um aðkomu erlendra aðila að kosningabaráttu á Íslandi líkt og mörg önnur ríki hafa staðið frammi fyrir. Þá bendir heldur ekkert til þess að nafnlausar auglýsingar í aðdraganda kosninga hér á landi hafi verið ólöglegar. Þetta kemur fram í skýrslu forsætisráðherra um aðkomu og hlutdeild hulduaðila í kosningum til Alþingis hér á landi. Skýrslan var unnin að beiðni Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, þingmanns Viðreisnar, og fleiri alþingismanna, en ástæðan fyrir beiðninni var m.a. fjöldi nafnlausra kosningaáróðurssíðna sem spruttu upp fyrir þingkosningarnar 2016 og 2017. Þær síður sem voru mest áberandi voru Kosningar 2016 og Kosningar 2017 sem beindu spjótum sínum að flokkum á vinstri væng stjórnmálanna og Kosningavaktin sem rak áróður gegn flokkum á hægri vængnum. Umræddar síður voru allar vistaðar á samfélagsmiðlinum Facebook en Vísir fjallaði ítarlega um málið á sínum tíma. Í skýrslu forsætisráðherra kemur þó fram að ekkert bendi til þess að umræddar herferðir hafi verið ólöglegar miðað við núgildandi lög og því er vandséð hvað stjórnvöld geti gert til að grafast nánar fyrir um hverjir stóðu á bak við þær. Þá segir í niðurstöðum skýrslunnar að grípa þurfi til aðgerða til að koma í veg fyrir óeðlileg áhrif á kosningar þar sem stjórnmálasamtök og aðrir aðilar geti beitt sér með óprúttnum hætti án þess að kósendur geti áttað sig á hver eigi í hlut. Einnig væri æskilegt að í gildi væru reglur um pólitískar auglýsingar, ekki síst í aðdraganda kosninga, og óháð miðlunarformi.Sjá einnig: Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Þá fundust engar vísbendingar um aðkomu erlendra aðila að kosningabaráttu hér á landi líkt og mörg önnur ríki hafa staðið frammi fyrir. Fyllsta ástæða sé þó til að vera á varðbergi og fylgjast þurfi vel með umræðu í öðrum Evrópuríkjum um aðgerðir til að draga úr umfangi og áhrifum rangra og villandi upplýsinga. Grípa skuli eftir atvikum til sams konar leiða hér á landi og þar er verið að ræða. Umræða um áhrif erlendra aðila á kosningar hefur borið einna hæst í Bandaríkjunum. Þar stendur yfir rannsókn alríkislögreglunnar FBI á afskiptum Rússa og mögulegu samráði þeirra við framboð Donalds Trump í bandarísku forsetakosningunum árið 2016. Alþingi Kosningar 2017 Tengdar fréttir Hulduhópar dæla út áróðri á samfélagsmiðlum Fjöldi nafnlausra kosningaáróðurssíðna hafa sprottið upp fyrir þingkosningarnar nú. 25. október 2017 12:15 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Sjá meira
Engar vísbendingar eru um aðkomu erlendra aðila að kosningabaráttu á Íslandi líkt og mörg önnur ríki hafa staðið frammi fyrir. Þá bendir heldur ekkert til þess að nafnlausar auglýsingar í aðdraganda kosninga hér á landi hafi verið ólöglegar. Þetta kemur fram í skýrslu forsætisráðherra um aðkomu og hlutdeild hulduaðila í kosningum til Alþingis hér á landi. Skýrslan var unnin að beiðni Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, þingmanns Viðreisnar, og fleiri alþingismanna, en ástæðan fyrir beiðninni var m.a. fjöldi nafnlausra kosningaáróðurssíðna sem spruttu upp fyrir þingkosningarnar 2016 og 2017. Þær síður sem voru mest áberandi voru Kosningar 2016 og Kosningar 2017 sem beindu spjótum sínum að flokkum á vinstri væng stjórnmálanna og Kosningavaktin sem rak áróður gegn flokkum á hægri vængnum. Umræddar síður voru allar vistaðar á samfélagsmiðlinum Facebook en Vísir fjallaði ítarlega um málið á sínum tíma. Í skýrslu forsætisráðherra kemur þó fram að ekkert bendi til þess að umræddar herferðir hafi verið ólöglegar miðað við núgildandi lög og því er vandséð hvað stjórnvöld geti gert til að grafast nánar fyrir um hverjir stóðu á bak við þær. Þá segir í niðurstöðum skýrslunnar að grípa þurfi til aðgerða til að koma í veg fyrir óeðlileg áhrif á kosningar þar sem stjórnmálasamtök og aðrir aðilar geti beitt sér með óprúttnum hætti án þess að kósendur geti áttað sig á hver eigi í hlut. Einnig væri æskilegt að í gildi væru reglur um pólitískar auglýsingar, ekki síst í aðdraganda kosninga, og óháð miðlunarformi.Sjá einnig: Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Þá fundust engar vísbendingar um aðkomu erlendra aðila að kosningabaráttu hér á landi líkt og mörg önnur ríki hafa staðið frammi fyrir. Fyllsta ástæða sé þó til að vera á varðbergi og fylgjast þurfi vel með umræðu í öðrum Evrópuríkjum um aðgerðir til að draga úr umfangi og áhrifum rangra og villandi upplýsinga. Grípa skuli eftir atvikum til sams konar leiða hér á landi og þar er verið að ræða. Umræða um áhrif erlendra aðila á kosningar hefur borið einna hæst í Bandaríkjunum. Þar stendur yfir rannsókn alríkislögreglunnar FBI á afskiptum Rússa og mögulegu samráði þeirra við framboð Donalds Trump í bandarísku forsetakosningunum árið 2016.
Alþingi Kosningar 2017 Tengdar fréttir Hulduhópar dæla út áróðri á samfélagsmiðlum Fjöldi nafnlausra kosningaáróðurssíðna hafa sprottið upp fyrir þingkosningarnar nú. 25. október 2017 12:15 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Sjá meira
Hulduhópar dæla út áróðri á samfélagsmiðlum Fjöldi nafnlausra kosningaáróðurssíðna hafa sprottið upp fyrir þingkosningarnar nú. 25. október 2017 12:15