Ekkert bendir til þess að auglýsingar hulduhópanna hafi verið ólöglegar Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. júní 2018 20:31 Nokkur skjáskot af þeim síðum á Facebook sem Vísir hafði samband við fyrir alþingiskosningarnar í fyrra. Engar vísbendingar eru um aðkomu erlendra aðila að kosningabaráttu á Íslandi líkt og mörg önnur ríki hafa staðið frammi fyrir. Þá bendir heldur ekkert til þess að nafnlausar auglýsingar í aðdraganda kosninga hér á landi hafi verið ólöglegar. Þetta kemur fram í skýrslu forsætisráðherra um aðkomu og hlutdeild hulduaðila í kosningum til Alþingis hér á landi. Skýrslan var unnin að beiðni Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, þingmanns Viðreisnar, og fleiri alþingismanna, en ástæðan fyrir beiðninni var m.a. fjöldi nafnlausra kosningaáróðurssíðna sem spruttu upp fyrir þingkosningarnar 2016 og 2017. Þær síður sem voru mest áberandi voru Kosningar 2016 og Kosningar 2017 sem beindu spjótum sínum að flokkum á vinstri væng stjórnmálanna og Kosningavaktin sem rak áróður gegn flokkum á hægri vængnum. Umræddar síður voru allar vistaðar á samfélagsmiðlinum Facebook en Vísir fjallaði ítarlega um málið á sínum tíma. Í skýrslu forsætisráðherra kemur þó fram að ekkert bendi til þess að umræddar herferðir hafi verið ólöglegar miðað við núgildandi lög og því er vandséð hvað stjórnvöld geti gert til að grafast nánar fyrir um hverjir stóðu á bak við þær. Þá segir í niðurstöðum skýrslunnar að grípa þurfi til aðgerða til að koma í veg fyrir óeðlileg áhrif á kosningar þar sem stjórnmálasamtök og aðrir aðilar geti beitt sér með óprúttnum hætti án þess að kósendur geti áttað sig á hver eigi í hlut. Einnig væri æskilegt að í gildi væru reglur um pólitískar auglýsingar, ekki síst í aðdraganda kosninga, og óháð miðlunarformi.Sjá einnig: Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Þá fundust engar vísbendingar um aðkomu erlendra aðila að kosningabaráttu hér á landi líkt og mörg önnur ríki hafa staðið frammi fyrir. Fyllsta ástæða sé þó til að vera á varðbergi og fylgjast þurfi vel með umræðu í öðrum Evrópuríkjum um aðgerðir til að draga úr umfangi og áhrifum rangra og villandi upplýsinga. Grípa skuli eftir atvikum til sams konar leiða hér á landi og þar er verið að ræða. Umræða um áhrif erlendra aðila á kosningar hefur borið einna hæst í Bandaríkjunum. Þar stendur yfir rannsókn alríkislögreglunnar FBI á afskiptum Rússa og mögulegu samráði þeirra við framboð Donalds Trump í bandarísku forsetakosningunum árið 2016. Alþingi Kosningar 2017 Tengdar fréttir Hulduhópar dæla út áróðri á samfélagsmiðlum Fjöldi nafnlausra kosningaáróðurssíðna hafa sprottið upp fyrir þingkosningarnar nú. 25. október 2017 12:15 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Fleiri fréttir Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Sjá meira
Engar vísbendingar eru um aðkomu erlendra aðila að kosningabaráttu á Íslandi líkt og mörg önnur ríki hafa staðið frammi fyrir. Þá bendir heldur ekkert til þess að nafnlausar auglýsingar í aðdraganda kosninga hér á landi hafi verið ólöglegar. Þetta kemur fram í skýrslu forsætisráðherra um aðkomu og hlutdeild hulduaðila í kosningum til Alþingis hér á landi. Skýrslan var unnin að beiðni Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, þingmanns Viðreisnar, og fleiri alþingismanna, en ástæðan fyrir beiðninni var m.a. fjöldi nafnlausra kosningaáróðurssíðna sem spruttu upp fyrir þingkosningarnar 2016 og 2017. Þær síður sem voru mest áberandi voru Kosningar 2016 og Kosningar 2017 sem beindu spjótum sínum að flokkum á vinstri væng stjórnmálanna og Kosningavaktin sem rak áróður gegn flokkum á hægri vængnum. Umræddar síður voru allar vistaðar á samfélagsmiðlinum Facebook en Vísir fjallaði ítarlega um málið á sínum tíma. Í skýrslu forsætisráðherra kemur þó fram að ekkert bendi til þess að umræddar herferðir hafi verið ólöglegar miðað við núgildandi lög og því er vandséð hvað stjórnvöld geti gert til að grafast nánar fyrir um hverjir stóðu á bak við þær. Þá segir í niðurstöðum skýrslunnar að grípa þurfi til aðgerða til að koma í veg fyrir óeðlileg áhrif á kosningar þar sem stjórnmálasamtök og aðrir aðilar geti beitt sér með óprúttnum hætti án þess að kósendur geti áttað sig á hver eigi í hlut. Einnig væri æskilegt að í gildi væru reglur um pólitískar auglýsingar, ekki síst í aðdraganda kosninga, og óháð miðlunarformi.Sjá einnig: Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Þá fundust engar vísbendingar um aðkomu erlendra aðila að kosningabaráttu hér á landi líkt og mörg önnur ríki hafa staðið frammi fyrir. Fyllsta ástæða sé þó til að vera á varðbergi og fylgjast þurfi vel með umræðu í öðrum Evrópuríkjum um aðgerðir til að draga úr umfangi og áhrifum rangra og villandi upplýsinga. Grípa skuli eftir atvikum til sams konar leiða hér á landi og þar er verið að ræða. Umræða um áhrif erlendra aðila á kosningar hefur borið einna hæst í Bandaríkjunum. Þar stendur yfir rannsókn alríkislögreglunnar FBI á afskiptum Rússa og mögulegu samráði þeirra við framboð Donalds Trump í bandarísku forsetakosningunum árið 2016.
Alþingi Kosningar 2017 Tengdar fréttir Hulduhópar dæla út áróðri á samfélagsmiðlum Fjöldi nafnlausra kosningaáróðurssíðna hafa sprottið upp fyrir þingkosningarnar nú. 25. október 2017 12:15 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Fleiri fréttir Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Sjá meira
Hulduhópar dæla út áróðri á samfélagsmiðlum Fjöldi nafnlausra kosningaáróðurssíðna hafa sprottið upp fyrir þingkosningarnar nú. 25. október 2017 12:15