Styrkur Argentínumanna hefur ekkert breyst Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. júní 2018 22:30 Lionel Messi er fyrirliði argentínska landsliðsins og langbesti leikmaður. Vísir/Getty Það var létt yfir Helga Kolviðssyni aðstoðarlandsliðsþjálfara þegar hann ræddi við blaðamann Fréttablaðsins eftir fyrstu æfingu íslenska liðsins eftir komuna til Rússlands. Um 2.000 manns fylgdust með æfingunni sem fór fram í Kabardinka, bæ skammt frá Gelendzhik þar sem landsliðið dvelur. „Við komum með mikinn farangur í gær og þurftum að koma honum í gegnum tollinn. Þetta var mikil vinna og það voru margir sem sváfu lítið í nótt,“ sagði Helgi eftir æfinguna. Hann segir að fyrsta æfing í Rússlandi hafi farið í það að koma mönnum aftur í gang eftir langt ferðalag, hrista skankana og átta sig á aðstæðum. Taktík hafi ekkert komið við sögu. „Þetta var opin æfing og við gerðum ekkert sem við munum gera í leikjum. Við vorum bara að koma mönnum af stað, aðlagast hitanum og tímamismuninum,“ sagði Helgi. Öll orka þjálfarateymisins fer nú í að undirbúa leikinn gegn Argentínu í Moskvu 16. júní. „Einbeitingin fer algjörlega á Argentínuleikinn. Við æfðum mikið áður en við komum og nú er að fara enn betur yfir leik Argentínu. Það styttist óðum í hann,“ sagði Helgi.Argentínska liðið kom til Rússlands á laugardaginn, líkt og það íslenska. Það hefur gengið á ýmsu í undirbúningi Argentínumanna fyrir HM en tveir leikmenn sem hefðu væntanlega verið í byrjunarliðinu í Rússlandi, Sergio Romero og Manuel Lanzini, meiddust og verða ekkert með á mótinu. Þá hætti Argentína við að mæta Ísrael í vináttulandsleik sem átti að fara fram í Jerúsalem á laugardaginn af pólitískum ástæðum. „Það er verra fyrir okkur, að sjá þá ekki einu sinni í viðbót. En hvort það breyti einhverju veit ég ekki. Við höfum séð marga leiki með þeim og það á ekki að vera margt sem ætti að koma okkur á óvart. Við vitum allt um styrkleika þeirra. Þeir hafa ekkert breyst þótt þeir hafi sleppt þessum leik,“ sagði Helgi að lokum. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Það var létt yfir Helga Kolviðssyni aðstoðarlandsliðsþjálfara þegar hann ræddi við blaðamann Fréttablaðsins eftir fyrstu æfingu íslenska liðsins eftir komuna til Rússlands. Um 2.000 manns fylgdust með æfingunni sem fór fram í Kabardinka, bæ skammt frá Gelendzhik þar sem landsliðið dvelur. „Við komum með mikinn farangur í gær og þurftum að koma honum í gegnum tollinn. Þetta var mikil vinna og það voru margir sem sváfu lítið í nótt,“ sagði Helgi eftir æfinguna. Hann segir að fyrsta æfing í Rússlandi hafi farið í það að koma mönnum aftur í gang eftir langt ferðalag, hrista skankana og átta sig á aðstæðum. Taktík hafi ekkert komið við sögu. „Þetta var opin æfing og við gerðum ekkert sem við munum gera í leikjum. Við vorum bara að koma mönnum af stað, aðlagast hitanum og tímamismuninum,“ sagði Helgi. Öll orka þjálfarateymisins fer nú í að undirbúa leikinn gegn Argentínu í Moskvu 16. júní. „Einbeitingin fer algjörlega á Argentínuleikinn. Við æfðum mikið áður en við komum og nú er að fara enn betur yfir leik Argentínu. Það styttist óðum í hann,“ sagði Helgi.Argentínska liðið kom til Rússlands á laugardaginn, líkt og það íslenska. Það hefur gengið á ýmsu í undirbúningi Argentínumanna fyrir HM en tveir leikmenn sem hefðu væntanlega verið í byrjunarliðinu í Rússlandi, Sergio Romero og Manuel Lanzini, meiddust og verða ekkert með á mótinu. Þá hætti Argentína við að mæta Ísrael í vináttulandsleik sem átti að fara fram í Jerúsalem á laugardaginn af pólitískum ástæðum. „Það er verra fyrir okkur, að sjá þá ekki einu sinni í viðbót. En hvort það breyti einhverju veit ég ekki. Við höfum séð marga leiki með þeim og það á ekki að vera margt sem ætti að koma okkur á óvart. Við vitum allt um styrkleika þeirra. Þeir hafa ekkert breyst þótt þeir hafi sleppt þessum leik,“ sagði Helgi að lokum.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira