Sumir horfðu á strákana okkar en flestir skelltu sér á ströndina Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar 10. júní 2018 19:45 Á annað þúsund manns mættu á opna æfingu íslenska karlalandsliðsins í Rússlandi í dag. Æfingin fór fram í steikjandi hita en strákarnir okkar dvelja á vinsælum ferðamannastað Rússa. Okkar menn fengu góðar móttökur hjá heimamönnum. Fólk á öllum aldri horfði á æfinguna sem stóð yfir í um tvo tíma og lét vel í sér heyra, eitthvað sem fáir landslðsmenn eiga að venjast - að vera hvattir áfram á æfingum. „Nei það er ekki oft sem er full stúka á æfingu. Það hefur oft verið uppselt á leikina hjá þessum strákum en ég held að aldrei hafi verið uppselt á æfingu hjá okkur. Gaman að vera á skotæfingu og skora og það er klappað í stúkunni fyrir hvert mark sem maður skorar,“ segir Heimir Hallgrímsson. Landsliðið dvelur á fimm stjörnu hóteli í þorpinu Kabardinka sem telur um átta þúsund manns. Þorpið hefur í raun runnið saman við stærri bæ, Gelendzhik í Krasnodar héraði. Gelendzhik stendur við norðaustanvert Svarthaf og er rússneskur ferðamannabær enda geta gestir treyst á að finna hér sól og blíðu. Eðli málsins samkvæmt eru það efnameiri Rússar sem gera sér ferðalag hingað til að njóta lífsins. Hitinn fór í 28 stig í dag og veðurspáin út vikuna hljóðar upp á það sama. Bærinn teygir sig yfir 100 kílómetra svæði meðfram ströndinni þar sem fólk baðar sig í sólinni eða skellir sér í einn þriggja vatnsrennibrautagarða á svæðinu. En hvað okkur Íslendinga varðar skiptir bærinn bara máli að því leyti að hann verður heimavöllur strákanna okkar í tæpar þrjár vikur hið minnsta, og byrjunin lofar góðu. „Þau eru stolt af því að hafa okkur hérna og vonandi getum við haldið áfram að gera þau ennþá stoltari,“ segir Heimir landsliðsþjálfari. Strákarnir eru aðeins rúmar fimm mínútur í rútu á leiðinni frá hótelinu sínu á æfingasvæðið. Völlurinn er svo í kílómetra fjarlægð frá ströndinni þar sem iðar af mannlífi og fólk baðar sig í Svartahafi. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Enski boltinn Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Fótbolti Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Enski boltinn Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Fótbolti Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Körfubolti „Ástæðan fyrir því að við notuðum ólöglegan leikmann“ Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal staðfestir slæm tíðindi Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Fyrsta tapið í 12 ár Sjáðu mark Glódísar í bikarsigrinum „Ástæðan fyrir því að við notuðum ólöglegan leikmann“ Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Skildi Arnór eftir í „skítastöðu“ og tók við liði sem er sextán sætum neðar Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Mörkin í Meistaradeild: Gleymdur Kane og fullkomin vippa Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Celtic hélt sér á lífi með marki í lokin á móti Bayern Guðlaugur Victor lagði upp mark Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Glódís Perla með mikilvægt mark í bikarnum en hinar úr leik Herra Fjölnir tekur við Fjölni Áslaug Munda fær ekki frí - kölluð inn í A-landsliðið „Púsluspilið gekk ekki upp“ „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Hermoso ekki í landsliðinu í miðjum réttarhöldum Havertz frá út leiktíðina og framlínan fámenn Síðasti leikur Liverpool á Goodison Park Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Amanda meidd og Ásdís kemur inn Sjá meira
Á annað þúsund manns mættu á opna æfingu íslenska karlalandsliðsins í Rússlandi í dag. Æfingin fór fram í steikjandi hita en strákarnir okkar dvelja á vinsælum ferðamannastað Rússa. Okkar menn fengu góðar móttökur hjá heimamönnum. Fólk á öllum aldri horfði á æfinguna sem stóð yfir í um tvo tíma og lét vel í sér heyra, eitthvað sem fáir landslðsmenn eiga að venjast - að vera hvattir áfram á æfingum. „Nei það er ekki oft sem er full stúka á æfingu. Það hefur oft verið uppselt á leikina hjá þessum strákum en ég held að aldrei hafi verið uppselt á æfingu hjá okkur. Gaman að vera á skotæfingu og skora og það er klappað í stúkunni fyrir hvert mark sem maður skorar,“ segir Heimir Hallgrímsson. Landsliðið dvelur á fimm stjörnu hóteli í þorpinu Kabardinka sem telur um átta þúsund manns. Þorpið hefur í raun runnið saman við stærri bæ, Gelendzhik í Krasnodar héraði. Gelendzhik stendur við norðaustanvert Svarthaf og er rússneskur ferðamannabær enda geta gestir treyst á að finna hér sól og blíðu. Eðli málsins samkvæmt eru það efnameiri Rússar sem gera sér ferðalag hingað til að njóta lífsins. Hitinn fór í 28 stig í dag og veðurspáin út vikuna hljóðar upp á það sama. Bærinn teygir sig yfir 100 kílómetra svæði meðfram ströndinni þar sem fólk baðar sig í sólinni eða skellir sér í einn þriggja vatnsrennibrautagarða á svæðinu. En hvað okkur Íslendinga varðar skiptir bærinn bara máli að því leyti að hann verður heimavöllur strákanna okkar í tæpar þrjár vikur hið minnsta, og byrjunin lofar góðu. „Þau eru stolt af því að hafa okkur hérna og vonandi getum við haldið áfram að gera þau ennþá stoltari,“ segir Heimir landsliðsþjálfari. Strákarnir eru aðeins rúmar fimm mínútur í rútu á leiðinni frá hótelinu sínu á æfingasvæðið. Völlurinn er svo í kílómetra fjarlægð frá ströndinni þar sem iðar af mannlífi og fólk baðar sig í Svartahafi.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Enski boltinn Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Fótbolti Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Enski boltinn Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Fótbolti Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Körfubolti „Ástæðan fyrir því að við notuðum ólöglegan leikmann“ Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal staðfestir slæm tíðindi Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Fyrsta tapið í 12 ár Sjáðu mark Glódísar í bikarsigrinum „Ástæðan fyrir því að við notuðum ólöglegan leikmann“ Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Skildi Arnór eftir í „skítastöðu“ og tók við liði sem er sextán sætum neðar Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Mörkin í Meistaradeild: Gleymdur Kane og fullkomin vippa Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Celtic hélt sér á lífi með marki í lokin á móti Bayern Guðlaugur Victor lagði upp mark Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Glódís Perla með mikilvægt mark í bikarnum en hinar úr leik Herra Fjölnir tekur við Fjölni Áslaug Munda fær ekki frí - kölluð inn í A-landsliðið „Púsluspilið gekk ekki upp“ „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Hermoso ekki í landsliðinu í miðjum réttarhöldum Havertz frá út leiktíðina og framlínan fámenn Síðasti leikur Liverpool á Goodison Park Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Amanda meidd og Ásdís kemur inn Sjá meira