Bílarnir nánast hurfu af götum borgarinnar þegar leikir Íslands fóru fram Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. júní 2018 14:25 Aron Einar Gunnarsson og Luka Modric að loknum leik Íslands og Króatíu á þriðjudag. Vísir/Vilhelm Þátttaka íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á HM í Rússlandi hafði áberandi áhrif á bílaumferð í Reykjavík. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að venjulega fari um 1.800 bílar á klukkustund á laugardögum austur eftir Hringbraut við Njarðargötu en það gerðu aðeins 200 bílar á meðan á leik Íslands og Argentínu stóð þann 16. júní síðastliðinn. Föstudaginn 22. júní klukkan þrjú hófst svo leikurinn við Nígeríu. Strax dró verulega úr umferð á Hringbraut við Njarðargötu. „Venjulega aka þar um 2.000 bifreiðar á klukkustund en talan féll niður í 400 bíla. Umferðartoppur sem iðulega er í kringum fjögur á föstudögum varð að þessu sinni fyrir leik,“ segir í tilkynningunni. Á þriðjudaginn var síðan komið að leiknum við Króatíu. „[...]og áhrifin leyndu sér ekki því umferðartoppur sem oftast er síðdegis varð ekki fyrr en eftir leik um kvöldið. Fram kemur að margir hafi verið í bænum að horfa á leikinn, í vinnunni, utandyra, í bíóum og á veitingastöðum. Fjöldi bíla datt úr 1.350 á klukkustund í 250 á meðan á leiknum stóð þennan dag.“ Í tilkynningu borgarinnar er svo líka sagt frá mælingum á „góðviðrisdeginum“ í Reykjavík. Lesendur taka kannski eftir að þarna er talað um einn góðviðrisdag í Reykjavík. Það segir ef til vill eitthvað um tíðarfarið í höfuðborginni að undanförnu en hvað um það, þann dag, miðvikudaginn 13. júní var „sérlega gott verður í Reykjavík, heiður himinn og blíða. Þetta hafði áhrif á hegðun borgarbúa og það kom fram á reiðhjólaumferðamælum. Í Nauthólsvík mældust 1.825 reiðhjól á stígnum en daginn eftir þegar veðrið hafði breyst aftur hjóluðu aðeins 514 þennan stíg. Blíðviðrið hafði einnig áhrif á heimsóknir í Grasagarðinn en 13. júní fóru 1.560 inn í hann en aðeins 318 daginn eftir. Veðrið hefur mikil áhrif og það er ekki nema von að það sé algengt umræðuefni meðal fólks,“ segir í tilkynningu Reykjavíkurborgar. Það eru svokallaðir TASS-skynjarar sem telja bílana á Hringbraut við Njarðargötu en það er skrifstofa samgöngustjóra og borgarhönnunar sem hefur umsjón með þeim. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Þátttaka íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á HM í Rússlandi hafði áberandi áhrif á bílaumferð í Reykjavík. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að venjulega fari um 1.800 bílar á klukkustund á laugardögum austur eftir Hringbraut við Njarðargötu en það gerðu aðeins 200 bílar á meðan á leik Íslands og Argentínu stóð þann 16. júní síðastliðinn. Föstudaginn 22. júní klukkan þrjú hófst svo leikurinn við Nígeríu. Strax dró verulega úr umferð á Hringbraut við Njarðargötu. „Venjulega aka þar um 2.000 bifreiðar á klukkustund en talan féll niður í 400 bíla. Umferðartoppur sem iðulega er í kringum fjögur á föstudögum varð að þessu sinni fyrir leik,“ segir í tilkynningunni. Á þriðjudaginn var síðan komið að leiknum við Króatíu. „[...]og áhrifin leyndu sér ekki því umferðartoppur sem oftast er síðdegis varð ekki fyrr en eftir leik um kvöldið. Fram kemur að margir hafi verið í bænum að horfa á leikinn, í vinnunni, utandyra, í bíóum og á veitingastöðum. Fjöldi bíla datt úr 1.350 á klukkustund í 250 á meðan á leiknum stóð þennan dag.“ Í tilkynningu borgarinnar er svo líka sagt frá mælingum á „góðviðrisdeginum“ í Reykjavík. Lesendur taka kannski eftir að þarna er talað um einn góðviðrisdag í Reykjavík. Það segir ef til vill eitthvað um tíðarfarið í höfuðborginni að undanförnu en hvað um það, þann dag, miðvikudaginn 13. júní var „sérlega gott verður í Reykjavík, heiður himinn og blíða. Þetta hafði áhrif á hegðun borgarbúa og það kom fram á reiðhjólaumferðamælum. Í Nauthólsvík mældust 1.825 reiðhjól á stígnum en daginn eftir þegar veðrið hafði breyst aftur hjóluðu aðeins 514 þennan stíg. Blíðviðrið hafði einnig áhrif á heimsóknir í Grasagarðinn en 13. júní fóru 1.560 inn í hann en aðeins 318 daginn eftir. Veðrið hefur mikil áhrif og það er ekki nema von að það sé algengt umræðuefni meðal fólks,“ segir í tilkynningu Reykjavíkurborgar. Það eru svokallaðir TASS-skynjarar sem telja bílana á Hringbraut við Njarðargötu en það er skrifstofa samgöngustjóra og borgarhönnunar sem hefur umsjón með þeim.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira