Ávinningur barna af góðum samskiptum fráskilinna foreldra Dagný Rut Haraldsdóttir skrifar 28. júní 2018 07:00 Við skilnað geta samskipti milli foreldra orðið bæði erfið og óþægileg. Samskiptamynstrið breytist og takast þarf á við það strax frá upphafi. Heilbrigð samskipti milli fráskilinna foreldra eru vel möguleg ef réttur tónn er settur frá upphafi. Lykillinn að góðum samskiptum fráskilinna foreldra er að geta aðgreint hið persónulega samband við fyrrverandi maka frá hinu sameiginlega uppalenda-sambandi. Það getur verið gagnlegt að hugsa um þetta samband sem algjörlega nýtt – samband sem snýst eingöngu um velferð barnsins, og ekki um ykkur. Sambandi ykkar, eða hjónabandi, getur verið lokið, en fjölskyldan er þarna ennþá. Að setja barnið í fyrsta sæti á að vera í algjörum forgangi. Fyrsta skrefið í átt að þroskuðu og ábyrgu uppalenda-sambandi er að setja ávallt þarfir barnsins á undan þínum eigin.Hvernig setjum við réttan tón? Heilbrigð samskipti milli fráskilinna foreldra velta að miklu leyti á þeim tóni sem aðilar velja sér að nota. Það að nota faglegan tón í samræðum auðveldar að halda tilfinningum utan við samtalið. Talaðu við hitt foreldrið í sama tón og þú myndir tala við vinnufélaga – vinsamlega, skýrt og með opnum hug. Hlustaðu eftir „dýnamíkinni“ í röddinni þegar þú talar við hitt foreldrið, hvort sem er augliti til auglitis eða í gegnum síma. Hafðu í huga að það, hvernig þú segir eitthvað, getur breytt því hvernig viðmælandinn tekur því. Að velja réttan tón er góð æfing í hvaða samtali sem er. Það mun leiða til betri og heilbrigðari samskipta milli fráskilinna foreldra. Leggja þarf særindi og reiði til hliðar. Þetta er sá hluti sem er eflaust sá allra erfiðasti, en um leið sá allra mikilvægasti. Þá er mikilvægt að þú fáir útrás fyrir tilfinningar þínar í burtu frá börnunum. Vinir, sálfræðingur eða gæludýr eru allt mun betri aðilar til að tala við heldur en börnin, þegar þú þarft að fá útrás fyrir neikvæðar tilfinningar. Haltu fókus á barninu. Þegar þú finnur fyrir reiði eða gremju mundu þá af hverju þú þarft að koma fram af yfirvegun, hagsmunir barnsins eru húfi. Barnið er ekki sendiboði Ekki stilla barninu upp á milli ykkar. Það getur verið að þú verðir aldrei alveg laus við biturð og gremju varðandi sambandsslitin, en það sem þú getur gert er að afmarka þessar tilfinningar og minna þig á að þær eru vandamálið en ekki vandamál barnsins. Miðaðu ávallt að því að halda þeim vandamálum, sem þú átt við hitt foreldrið, fjarri barninu. Aldrei nota barnið sem boðbera. Þegar þú notar barnið til að bera á milli skilaboð, þá seturðu það mitt í ykkar deilu. Markmiðið skal ávallt vera það að halda barninu utan við ykkar sambandsvandamál. Notist því við samskiptaleiðir án milliliða. Halda vandamálunum fyrir þig. Aldrei segja neikvæða hluti við barnið um hitt foreldrið eða láta þau finnast það þurfi að velja á milli ykkar. Barnið á rétt á sambandi við báða/alla foreldra sína án afskipta hins/hinna. Til mikils að vinna Ávinningur góðra samskipta fráskilinna foreldra er ómetanlegur. Þegar börn finna fyrir að samskipti foreldra eru góð, eru þau mun fljótari að aðlagast nýjum og breyttum aðstæðum, þau hafa betri sjálfsmynd og meira sjálfsöryggi. Ávinningur af stöðugleika er mikill. Þetta geta fráskildir foreldrar haft áhrif á með því að hafa svipaðar reglur, aga og umbun á báðum heimilum svo börnin vita við hverju megi búast og hverju búist er við af þeim. Þau börn sem sjá foreldra sína vinna saman og eiga samskipti eru líklegri til að taka upp betri samskiptahætti við aðra og læra lausnamiðuð vinnubrögð. Þau verða einnig andlega og líkamlega sterkari, en börn sem verða vitni að slæmum samskiptum foreldra sinna eru mun líklegri til að eiga við þunglyndi og/eða kvíða. Góðar fyrirmyndir. Með því að eiga góð samskipti eru foreldrar að kenna börnum sínum samskiptamynstur sem þau taka með sér út lífið og auðveldar þeim að byggja upp sterk tengsl. Félag einstæðra foreldra býður upp á sáttamiðlun milli foreldra, svo og ráðgjöf hjá lögfræðingi og/eða félagsgráðgjafa.Höfundur er lögfræðingur Félags einstæðra foreldra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir skrifar Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Sjá meira
Við skilnað geta samskipti milli foreldra orðið bæði erfið og óþægileg. Samskiptamynstrið breytist og takast þarf á við það strax frá upphafi. Heilbrigð samskipti milli fráskilinna foreldra eru vel möguleg ef réttur tónn er settur frá upphafi. Lykillinn að góðum samskiptum fráskilinna foreldra er að geta aðgreint hið persónulega samband við fyrrverandi maka frá hinu sameiginlega uppalenda-sambandi. Það getur verið gagnlegt að hugsa um þetta samband sem algjörlega nýtt – samband sem snýst eingöngu um velferð barnsins, og ekki um ykkur. Sambandi ykkar, eða hjónabandi, getur verið lokið, en fjölskyldan er þarna ennþá. Að setja barnið í fyrsta sæti á að vera í algjörum forgangi. Fyrsta skrefið í átt að þroskuðu og ábyrgu uppalenda-sambandi er að setja ávallt þarfir barnsins á undan þínum eigin.Hvernig setjum við réttan tón? Heilbrigð samskipti milli fráskilinna foreldra velta að miklu leyti á þeim tóni sem aðilar velja sér að nota. Það að nota faglegan tón í samræðum auðveldar að halda tilfinningum utan við samtalið. Talaðu við hitt foreldrið í sama tón og þú myndir tala við vinnufélaga – vinsamlega, skýrt og með opnum hug. Hlustaðu eftir „dýnamíkinni“ í röddinni þegar þú talar við hitt foreldrið, hvort sem er augliti til auglitis eða í gegnum síma. Hafðu í huga að það, hvernig þú segir eitthvað, getur breytt því hvernig viðmælandinn tekur því. Að velja réttan tón er góð æfing í hvaða samtali sem er. Það mun leiða til betri og heilbrigðari samskipta milli fráskilinna foreldra. Leggja þarf særindi og reiði til hliðar. Þetta er sá hluti sem er eflaust sá allra erfiðasti, en um leið sá allra mikilvægasti. Þá er mikilvægt að þú fáir útrás fyrir tilfinningar þínar í burtu frá börnunum. Vinir, sálfræðingur eða gæludýr eru allt mun betri aðilar til að tala við heldur en börnin, þegar þú þarft að fá útrás fyrir neikvæðar tilfinningar. Haltu fókus á barninu. Þegar þú finnur fyrir reiði eða gremju mundu þá af hverju þú þarft að koma fram af yfirvegun, hagsmunir barnsins eru húfi. Barnið er ekki sendiboði Ekki stilla barninu upp á milli ykkar. Það getur verið að þú verðir aldrei alveg laus við biturð og gremju varðandi sambandsslitin, en það sem þú getur gert er að afmarka þessar tilfinningar og minna þig á að þær eru vandamálið en ekki vandamál barnsins. Miðaðu ávallt að því að halda þeim vandamálum, sem þú átt við hitt foreldrið, fjarri barninu. Aldrei nota barnið sem boðbera. Þegar þú notar barnið til að bera á milli skilaboð, þá seturðu það mitt í ykkar deilu. Markmiðið skal ávallt vera það að halda barninu utan við ykkar sambandsvandamál. Notist því við samskiptaleiðir án milliliða. Halda vandamálunum fyrir þig. Aldrei segja neikvæða hluti við barnið um hitt foreldrið eða láta þau finnast það þurfi að velja á milli ykkar. Barnið á rétt á sambandi við báða/alla foreldra sína án afskipta hins/hinna. Til mikils að vinna Ávinningur góðra samskipta fráskilinna foreldra er ómetanlegur. Þegar börn finna fyrir að samskipti foreldra eru góð, eru þau mun fljótari að aðlagast nýjum og breyttum aðstæðum, þau hafa betri sjálfsmynd og meira sjálfsöryggi. Ávinningur af stöðugleika er mikill. Þetta geta fráskildir foreldrar haft áhrif á með því að hafa svipaðar reglur, aga og umbun á báðum heimilum svo börnin vita við hverju megi búast og hverju búist er við af þeim. Þau börn sem sjá foreldra sína vinna saman og eiga samskipti eru líklegri til að taka upp betri samskiptahætti við aðra og læra lausnamiðuð vinnubrögð. Þau verða einnig andlega og líkamlega sterkari, en börn sem verða vitni að slæmum samskiptum foreldra sinna eru mun líklegri til að eiga við þunglyndi og/eða kvíða. Góðar fyrirmyndir. Með því að eiga góð samskipti eru foreldrar að kenna börnum sínum samskiptamynstur sem þau taka með sér út lífið og auðveldar þeim að byggja upp sterk tengsl. Félag einstæðra foreldra býður upp á sáttamiðlun milli foreldra, svo og ráðgjöf hjá lögfræðingi og/eða félagsgráðgjafa.Höfundur er lögfræðingur Félags einstæðra foreldra
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar