Samfélagsmiðlarisar reyna að friða bandaríska íhaldsmenn Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2018 21:25 Jack Dorsey, forstjóri Twitter, fundaði nýlega með leiðtogum repúblikana og íhaldssömum álitsgjöfum vegna gagnrýni þeirra á meinta frjálslynda slagsíðu samfélagsmiðla. Vísir/EPA Stjórnendur samfélagsmiðlarisanna Facebook og Twitter hafa undanfarið fundað með leiðtogum bandarískra repúblikana og íhaldsmanna til að bregðast við ásökunum þeirra að tæknifyrirtæki sé hlutdræg gegn þeim og ritskoði færslur hægrimanna.Washington Post segir að forysta Repúblikanaflokksins hafi kvartað við stjórnendur samfélagsmiðlanna, þar á meðal nánir aðstoðarmenn Donalds Trump forseta. Íhaldsmenn hafa lengið sakað samfélagsmiðla um að takmarka útbreiðslu færslna þeirra á laun. Stjórnendur Twitter og Facebook hafa gengist við því að starfslið þeirra séu að miklu leyti frjálslynt og til vinstri í bandarískum stjórnmálum. Til að bregðast við bauð Jack Dorsey, forstjóri Twitter, leiðtogum repúblikana og íhaldssömum álitsgjöfum til einkakvöldverðar í Washington-borg í síðustu viku. Dorsey er sagður hafa ætlað sér að byggja upp traust á milli fyrirtækisins og íhaldsmanna. Hann á að hafa neitað því að Twitter beitti sér á ósanngjarnan hátt gegn hægrisinnuðum notendum en engu að síður viðurkennt að fyrirtækið gæti gert betur. Íhaldsmennirnir hafi á móti sagt honum að ráða verkfræðinga með fjölbreyttari stjórnmálaskoðanir. Dorsey er sagður hafa hitt fleiri álitsgjafa og þingmenn repúblikana undanfarið til að reyna að friða þá og svara gagnrýni þeirra. Facebook er einnig sagt hafa sent fulltrúa sína til að ræða við landsnefnd Repúblikanaflokksins fyrr í þessum mánuði. Fyrirtækið hefur hafið útekt á því hvort að hlutdrægni sé til staðar gagnvart íhaldssömum starfsmönnum eða á efni frá íhaldssmönnum á miðlinum. Hvorki Twitter né Facebook vildi tjá sig um samskipti sín við íhaldssama gagnrýnendur við Washington Post. Bandaríkin Facebook Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Stjórnendur samfélagsmiðlarisanna Facebook og Twitter hafa undanfarið fundað með leiðtogum bandarískra repúblikana og íhaldsmanna til að bregðast við ásökunum þeirra að tæknifyrirtæki sé hlutdræg gegn þeim og ritskoði færslur hægrimanna.Washington Post segir að forysta Repúblikanaflokksins hafi kvartað við stjórnendur samfélagsmiðlanna, þar á meðal nánir aðstoðarmenn Donalds Trump forseta. Íhaldsmenn hafa lengið sakað samfélagsmiðla um að takmarka útbreiðslu færslna þeirra á laun. Stjórnendur Twitter og Facebook hafa gengist við því að starfslið þeirra séu að miklu leyti frjálslynt og til vinstri í bandarískum stjórnmálum. Til að bregðast við bauð Jack Dorsey, forstjóri Twitter, leiðtogum repúblikana og íhaldssömum álitsgjöfum til einkakvöldverðar í Washington-borg í síðustu viku. Dorsey er sagður hafa ætlað sér að byggja upp traust á milli fyrirtækisins og íhaldsmanna. Hann á að hafa neitað því að Twitter beitti sér á ósanngjarnan hátt gegn hægrisinnuðum notendum en engu að síður viðurkennt að fyrirtækið gæti gert betur. Íhaldsmennirnir hafi á móti sagt honum að ráða verkfræðinga með fjölbreyttari stjórnmálaskoðanir. Dorsey er sagður hafa hitt fleiri álitsgjafa og þingmenn repúblikana undanfarið til að reyna að friða þá og svara gagnrýni þeirra. Facebook er einnig sagt hafa sent fulltrúa sína til að ræða við landsnefnd Repúblikanaflokksins fyrr í þessum mánuði. Fyrirtækið hefur hafið útekt á því hvort að hlutdrægni sé til staðar gagnvart íhaldssömum starfsmönnum eða á efni frá íhaldssmönnum á miðlinum. Hvorki Twitter né Facebook vildi tjá sig um samskipti sín við íhaldssama gagnrýnendur við Washington Post.
Bandaríkin Facebook Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira