Rútufélög í Skógarhlíð fá frest til að andmæla Garðar Örn Úlfarsson skrifar 27. júní 2018 06:00 Rútuumferðin til og frá Skógarhlíð 10 angrar íbúa í Eskihlíð allan sólarhringinn að þeirra sögn. Fréttablaðið/Stefán Rútufyrirtæki sem reka samgöngumiðstöð í Skógarhlíð 10 hafa ekki starfsleyfi til þess, segir Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. Byggingarfulltrúi skoðar mögulegar óleyfisframkvæmdir á bílaplani lóðarinnar. „Samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðiseftirlitinu hefur Airport Direct ekki starfsleyfi heilbrigðisnefndar til að starfrækja samgöngumiðstöð að Skógarhlíð 10,“ segir í svari skrifstofu sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur til íbúa í Eskihlíð 10 sem ósáttir eru við rekstur nýju rútumiðstöðvarinnar. Mögulegur óleyfilegur rekstur samgöngumiðstöðvar er sagður „í ferli“ hjá heilbrigðiseftirlitinu. „Ef rekstur er hafinn án þess að tilskilin leyfi liggi fyrir þá er oftar en ekki heimild í lögum til þess að bregðast við með beitingu þvingunarúrræða til þess að knýja aðila til þess að fara að reglum,“ segir í bréfinu. Stjórnvöld séu bundin meðalhófsreglu sem feli í sér að fara ekki harðar í sakirnar en tilefni er til.„Ef ljóst er að tilskilin leyfi fáist, þá er almennt ekki gripið til íþyngjandi úrræða eins og að stöðva resktur, nema sérstaklega brýnir hagsmunir séu í húfi.“Auk þess sem starfsleyfi er sagt skorta segir skipulagssviðið að innkeyrslur á lóðina virðist ekki í samræmi við skipulag. „Mögulega er um óleyfisframkvæmd að ræða. Skilmáladeild byggingarfulltrúa Reykjavíkur hefur verið upplýst um það,“ segir í bréfinu. Undirstrikað er þó sem komið hefur fram að skipulag svæðisins komi ekki í veg fyrir rekstur samgöngumiðstöðvar á lóðinni. Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg, segir heilbrigðiseftirlitið nú skoða hvaða fyrirtæki, sem skráð eru í Skógarhlíð 10, séu mögulega að reka samgöngumiðstöð eða með annan rekstur sem sé starfsleyfisskyldur og án leyfa. „Öllum fyrirtækjum sem þetta gæti mögulega átt við hefur verið skrifað og bent á að slíkan rekstur megi ekki stunda á staðnum án tilskilinna leyfa auk þess sem um allan rekstur gilda ákvæði reglna um hávaða og ónæði. Viðkomandi fyrirtækjum var veittur andmælaréttur og eins leiðbeint með kæruleiðir,“ segir Jón Halldór. Gissur Páll Gissurarson, einn íbúanna í Eskihlíð, telur tafir á málsmeðferðinni kunna að gagnast rútufyrirtækjunum. „Ég óttast að þessi tími sem þeir hafa til að hnýta lausa enda sé nýttur til að þvinga fram leyfi,“ segir Gissur Páll. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Á háa c-i yfir rútum í bakgarði Íbúar í Eskihlíð eru ósáttir við nýja rútumiðstöð í nágrenninu. Slökkviliðsstjóri hefur áhyggjur af umferð. Ekki hafi verið svarað hvort leyfi þurfi. Framkvæmdastjóri Airport Direct telur svo ekki vera en er óviss. 12. júní 2018 07:00 Rútumiðstöð ekki í bága við skipulag Samgöngumiðstöð rútufyrirtækja við Skógarhlíð 10 stangast ekki á við skipulag. 21. júní 2018 06:00 Eftirlitinu hafa borist kvartanir „Vegna fjölda kvartana um ónæði vegna starfseminnar er óskað svars svo fljótt sem kostur er“ 13. júní 2018 06:00 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Rútufyrirtæki sem reka samgöngumiðstöð í Skógarhlíð 10 hafa ekki starfsleyfi til þess, segir Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. Byggingarfulltrúi skoðar mögulegar óleyfisframkvæmdir á bílaplani lóðarinnar. „Samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðiseftirlitinu hefur Airport Direct ekki starfsleyfi heilbrigðisnefndar til að starfrækja samgöngumiðstöð að Skógarhlíð 10,“ segir í svari skrifstofu sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur til íbúa í Eskihlíð 10 sem ósáttir eru við rekstur nýju rútumiðstöðvarinnar. Mögulegur óleyfilegur rekstur samgöngumiðstöðvar er sagður „í ferli“ hjá heilbrigðiseftirlitinu. „Ef rekstur er hafinn án þess að tilskilin leyfi liggi fyrir þá er oftar en ekki heimild í lögum til þess að bregðast við með beitingu þvingunarúrræða til þess að knýja aðila til þess að fara að reglum,“ segir í bréfinu. Stjórnvöld séu bundin meðalhófsreglu sem feli í sér að fara ekki harðar í sakirnar en tilefni er til.„Ef ljóst er að tilskilin leyfi fáist, þá er almennt ekki gripið til íþyngjandi úrræða eins og að stöðva resktur, nema sérstaklega brýnir hagsmunir séu í húfi.“Auk þess sem starfsleyfi er sagt skorta segir skipulagssviðið að innkeyrslur á lóðina virðist ekki í samræmi við skipulag. „Mögulega er um óleyfisframkvæmd að ræða. Skilmáladeild byggingarfulltrúa Reykjavíkur hefur verið upplýst um það,“ segir í bréfinu. Undirstrikað er þó sem komið hefur fram að skipulag svæðisins komi ekki í veg fyrir rekstur samgöngumiðstöðvar á lóðinni. Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg, segir heilbrigðiseftirlitið nú skoða hvaða fyrirtæki, sem skráð eru í Skógarhlíð 10, séu mögulega að reka samgöngumiðstöð eða með annan rekstur sem sé starfsleyfisskyldur og án leyfa. „Öllum fyrirtækjum sem þetta gæti mögulega átt við hefur verið skrifað og bent á að slíkan rekstur megi ekki stunda á staðnum án tilskilinna leyfa auk þess sem um allan rekstur gilda ákvæði reglna um hávaða og ónæði. Viðkomandi fyrirtækjum var veittur andmælaréttur og eins leiðbeint með kæruleiðir,“ segir Jón Halldór. Gissur Páll Gissurarson, einn íbúanna í Eskihlíð, telur tafir á málsmeðferðinni kunna að gagnast rútufyrirtækjunum. „Ég óttast að þessi tími sem þeir hafa til að hnýta lausa enda sé nýttur til að þvinga fram leyfi,“ segir Gissur Páll.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Á háa c-i yfir rútum í bakgarði Íbúar í Eskihlíð eru ósáttir við nýja rútumiðstöð í nágrenninu. Slökkviliðsstjóri hefur áhyggjur af umferð. Ekki hafi verið svarað hvort leyfi þurfi. Framkvæmdastjóri Airport Direct telur svo ekki vera en er óviss. 12. júní 2018 07:00 Rútumiðstöð ekki í bága við skipulag Samgöngumiðstöð rútufyrirtækja við Skógarhlíð 10 stangast ekki á við skipulag. 21. júní 2018 06:00 Eftirlitinu hafa borist kvartanir „Vegna fjölda kvartana um ónæði vegna starfseminnar er óskað svars svo fljótt sem kostur er“ 13. júní 2018 06:00 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Á háa c-i yfir rútum í bakgarði Íbúar í Eskihlíð eru ósáttir við nýja rútumiðstöð í nágrenninu. Slökkviliðsstjóri hefur áhyggjur af umferð. Ekki hafi verið svarað hvort leyfi þurfi. Framkvæmdastjóri Airport Direct telur svo ekki vera en er óviss. 12. júní 2018 07:00
Rútumiðstöð ekki í bága við skipulag Samgöngumiðstöð rútufyrirtækja við Skógarhlíð 10 stangast ekki á við skipulag. 21. júní 2018 06:00
Eftirlitinu hafa borist kvartanir „Vegna fjölda kvartana um ónæði vegna starfseminnar er óskað svars svo fljótt sem kostur er“ 13. júní 2018 06:00