Skora á ráðherra að friða virkjunarsvæði Hvalárvirkjunar Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2018 18:13 Vesturverk vill reisa 55 MW virkjun í Hvalá í Ófeigsfirði. Mats Wibe Lund Stjórn Landverndar sendi frá áskorun til umhverfis- og auðlindaráðherra um að hann friði Drangajökulssvæðið og vísar til tillögu Náttúrufræðistofnunar Íslands þess efnis. Fyrirhugað virkjunarsvæði Hvalárvirkjunar er innan friðlandsins samkvæmt tillögum stofnunarinnar. Drangajökulssvæðið er á meðal 112 svæða sem Náttúrufræðistofnun Íslands leggur til að vernda í B-hluta náttúruminjaskrár sinnar. Í umsögn um svæðið segir meðal annars að möguleg virkjun vatnsfalla þar geti haft talsverð áhrif á víðerni og ásýnd þess. Þá gæti hún mögulega raskað ákveðnum jarðminjum. Stjórn Landverndar fagnar tillögum Náttúrufræðistofnunar um að setja stórt svæði við Drangajökul á framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár og friðlýsa svæðið í ályktun sem hún hefur samþykkt. Hún bendir á að umhverfis- og auðlindaráðherra skuli samkvæmt náttúruverndarlögum leggja fram náttúruverndaráætlun á fimm ára fresti og í B hluta hennar, sem nefnist framkvæmdaáætlun, séu svæði sem Alþingi ákveður að setja í forgang um friðlýsingu eða friðun á næstu fimm árum. Fullyrðir stjórn Landverndar að Hvalárvirkjun muni ekki tryggja Vestfirðingum raforkuöryggi. Vegna þeirra minja sem finna má á svæðinu og víðernaupplifunar geti það skapað arðbærari tækifæri að vernda svæðið en virkja það. Því skorar Landvernd á umhverfis- og auðlindaráðherra að leggja náttúruminjaskrá fyrir Alþingi sem allra fyrst þegar þing kemur saman í haust og friðlýsa svæðið við Drangajökul. Einnig skora samtökin á iðnaðarráðherra að styrkja flutningskerfi raforku á Vestfjörðum, sem sé raunveruleg forsenda raforkuöryggis Vestfjarða og að uppræta það sem Landvernd kallar blekkingar að Hvalárvirkjun eða aðrar einstakar virkjarnir stuðli að því. „Það er Vestfirðingum og Íslendingum öllum til heilla að vernda svæðið við Drangajökul og allar þær minjar sem það hefur að geyma en mikil ógn steðjar að þessum óspilltu víðernum með Hvalárvirkjun og frekar ætti að líta til þeirra tækifæra sem í þessari náttúruperlu felast sé svæðið verndað,“ segir í ályktun stjórnar Landverndar. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, var framkvæmdastjóri Landverndar frá 2011 þangað til hann tók við ráðherraembætti í fyrra. Deilur um Hvalárvirkjun Umhverfismál Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Stjórn Landverndar sendi frá áskorun til umhverfis- og auðlindaráðherra um að hann friði Drangajökulssvæðið og vísar til tillögu Náttúrufræðistofnunar Íslands þess efnis. Fyrirhugað virkjunarsvæði Hvalárvirkjunar er innan friðlandsins samkvæmt tillögum stofnunarinnar. Drangajökulssvæðið er á meðal 112 svæða sem Náttúrufræðistofnun Íslands leggur til að vernda í B-hluta náttúruminjaskrár sinnar. Í umsögn um svæðið segir meðal annars að möguleg virkjun vatnsfalla þar geti haft talsverð áhrif á víðerni og ásýnd þess. Þá gæti hún mögulega raskað ákveðnum jarðminjum. Stjórn Landverndar fagnar tillögum Náttúrufræðistofnunar um að setja stórt svæði við Drangajökul á framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár og friðlýsa svæðið í ályktun sem hún hefur samþykkt. Hún bendir á að umhverfis- og auðlindaráðherra skuli samkvæmt náttúruverndarlögum leggja fram náttúruverndaráætlun á fimm ára fresti og í B hluta hennar, sem nefnist framkvæmdaáætlun, séu svæði sem Alþingi ákveður að setja í forgang um friðlýsingu eða friðun á næstu fimm árum. Fullyrðir stjórn Landverndar að Hvalárvirkjun muni ekki tryggja Vestfirðingum raforkuöryggi. Vegna þeirra minja sem finna má á svæðinu og víðernaupplifunar geti það skapað arðbærari tækifæri að vernda svæðið en virkja það. Því skorar Landvernd á umhverfis- og auðlindaráðherra að leggja náttúruminjaskrá fyrir Alþingi sem allra fyrst þegar þing kemur saman í haust og friðlýsa svæðið við Drangajökul. Einnig skora samtökin á iðnaðarráðherra að styrkja flutningskerfi raforku á Vestfjörðum, sem sé raunveruleg forsenda raforkuöryggis Vestfjarða og að uppræta það sem Landvernd kallar blekkingar að Hvalárvirkjun eða aðrar einstakar virkjarnir stuðli að því. „Það er Vestfirðingum og Íslendingum öllum til heilla að vernda svæðið við Drangajökul og allar þær minjar sem það hefur að geyma en mikil ógn steðjar að þessum óspilltu víðernum með Hvalárvirkjun og frekar ætti að líta til þeirra tækifæra sem í þessari náttúruperlu felast sé svæðið verndað,“ segir í ályktun stjórnar Landverndar. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, var framkvæmdastjóri Landverndar frá 2011 þangað til hann tók við ráðherraembætti í fyrra.
Deilur um Hvalárvirkjun Umhverfismál Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira