Sögðust vera íslenskir landsliðsmenn Kolbeinn Tumi Daðason í Rostov við Don skrifar 25. júní 2018 09:00 Frá vinstri: Magnús SIgurbjörnsson, Davíð Teitsson og Jón Júlíus Karlsson í banastuði í Gdansk. Bíllinn á myndinni kom ekki við sögu á sólarhringsferðalagi þeirra til Rússlands. Magnús Sigurbjörnsson Vinirnir Davíð Teitsson, Jón Júlíus Karlsson og Magnús Sigurbjörnsson eru dyggir stuðningsmenn íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu og eru eins og svo margur annar mættur til Rússlands til að styðja strákana með ráðum og dáðum. Félagarnir horfðu á jafnteflið gegn Argentínu í grenjandi rigningu í Hljómskálagarðinum áður en stokkið var upp í flugvél á vit leikjanna gegn Nígeríu í Volgograd og Króatíu í Rostov við Don. Við skipulagningu ferðarinnar ákváðu þeir að millilenda í Gdansk í Póllandi. „Það er ekki svo langt frá Kalinigrad, sem er rússneskur skiki. Þaðan var hægt að fljúga til Volgograd,“ segir Magnús. Hann er fyrrverandi framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins en er í dag ráðgjafi á sviði samfélagsmiðla. „Svo þegar við vorum í Gdansk áttum við okkur á því að það væri hellings vesen. Eftir að hafa skoðað rútuferðir yfir til Kalinigrad, sem voru nokkuð tæpar og hætta á að missa af fluginu, ákváðum við að taka Über frá Gdansk á flugvöllinn í Kalinigrad.“ Strákarnir hafa notið hverrar stundar í Rússland, meira að segja á ferðalaginu til Kaliningrad.Jón JúlíusKeyrði mjöööög hrattÁkvörðunin var tekin að næturlagi eftir töluvert sumbl kvöldið áður. Þeir töldu vissara að vera í fyrra fallinu enda alls óvíst hvernig ferðalagið til Kalinigrad gengi.Vegalengdin er um 170 kílómetrar, um þriggja tíma akstur, en eðli málsins samkvæmt eru landamæri á leiðinni.„Um leið og við settumst í leigubílinn í Gdansk áttuðum við okkur á því að leigubílstjórinn væri ekki með vegabréfsáritun til að fara til Rússlands,“ segir Magnús. Hann gæti bara skutlað þeim að landamærunum. Til að koma bílstjóranum í skilning um að þeir væru á hraðferð ákváðu þeir að beita bellibrögðum.„Við lugum að bílstjóranum að við værum leikmenn sem væru að fara að spila leikinn við Nígeríu. Svo hann var orðinn enn þá stressaðri fyrir okkar hönd og keyrði mjööööög hratt,“ segir Magnús og hlær.Gleðin við völd á leikdegi í Volgograd. Úrslitin voru ekki eins og vonast var eftir en ferðalagið heldur áfram.Engin enska í boðiEkkert annað var í stöðunni en að fara út við landamærin en þá reyndist ekki í boði að ganga yfir landamærin.„Við ætluðum bara að rölta yfir og taka annan leigubíl hinum megin,“ segir Magnús. Í staðinn fóru þeir að næsta bílstjóra og báðu um hjálp. Jiznik hét maðurinn, var í eldri kantinum og ók gömlum Ford Focus.„Hann sagði okkur að fara upp í bílinn. Við tók klukkutími þar sem tékkað var á bílnum, vegabréfin skoðuð og alls konar dæmi. Hann talaði enga ensku, leið greinlega ekki vel en samt til í að hjálpa okkur,“ segir Magnús. Eftir ítarlega skoðun á pappírum og farartækinu voru Íslendingarnir þrír komnir til Rússlands.Hinn pólski Jiznik var á leiðinni yfir landamærin til að taka bensín. Hann henti strákunum út á bensínstöðinni þar sem þeir fengu leigubíl til Kalinigrad. Um 170 kílómetrar eru frá Gdansk í Póllandi til Kaliningrad í Rússlandi.Google mapsLognuðust útaf á grjónapokaÞeir komu svo til Volgograd, eftir millilendingu í Moskvu, seint að kvöldi eftir tæplega sólarhringsferðalag. Upphaflegt plan hafði verið að kíkja út á lífið en þeir voru gjörsamlega búnir á því eftir ferðalagið.„Við sváfum á helstu stöðum á leiðinni. Hápunkturinn var líklega þegar við fundum þrjá hrísgrjónapoka fyrir utan hliðið á flugvellinum í Moskvu þar sem við lögðumst og dóum allir,“ segir Magnús. Margir hafi nýtt tækifærið og tekið mynd af þeim en skyttunum þremur stóð á sama.Strákarnir voru viðstaddir tapið gegn Nígeríu í Volgograd og eru nú mættir til Rostov þar sem okkar menn mæta Króatíu í lokaleik sínum í riðlinum annað kvöld. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Sjá meira
Vinirnir Davíð Teitsson, Jón Júlíus Karlsson og Magnús Sigurbjörnsson eru dyggir stuðningsmenn íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu og eru eins og svo margur annar mættur til Rússlands til að styðja strákana með ráðum og dáðum. Félagarnir horfðu á jafnteflið gegn Argentínu í grenjandi rigningu í Hljómskálagarðinum áður en stokkið var upp í flugvél á vit leikjanna gegn Nígeríu í Volgograd og Króatíu í Rostov við Don. Við skipulagningu ferðarinnar ákváðu þeir að millilenda í Gdansk í Póllandi. „Það er ekki svo langt frá Kalinigrad, sem er rússneskur skiki. Þaðan var hægt að fljúga til Volgograd,“ segir Magnús. Hann er fyrrverandi framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins en er í dag ráðgjafi á sviði samfélagsmiðla. „Svo þegar við vorum í Gdansk áttum við okkur á því að það væri hellings vesen. Eftir að hafa skoðað rútuferðir yfir til Kalinigrad, sem voru nokkuð tæpar og hætta á að missa af fluginu, ákváðum við að taka Über frá Gdansk á flugvöllinn í Kalinigrad.“ Strákarnir hafa notið hverrar stundar í Rússland, meira að segja á ferðalaginu til Kaliningrad.Jón JúlíusKeyrði mjöööög hrattÁkvörðunin var tekin að næturlagi eftir töluvert sumbl kvöldið áður. Þeir töldu vissara að vera í fyrra fallinu enda alls óvíst hvernig ferðalagið til Kalinigrad gengi.Vegalengdin er um 170 kílómetrar, um þriggja tíma akstur, en eðli málsins samkvæmt eru landamæri á leiðinni.„Um leið og við settumst í leigubílinn í Gdansk áttuðum við okkur á því að leigubílstjórinn væri ekki með vegabréfsáritun til að fara til Rússlands,“ segir Magnús. Hann gæti bara skutlað þeim að landamærunum. Til að koma bílstjóranum í skilning um að þeir væru á hraðferð ákváðu þeir að beita bellibrögðum.„Við lugum að bílstjóranum að við værum leikmenn sem væru að fara að spila leikinn við Nígeríu. Svo hann var orðinn enn þá stressaðri fyrir okkar hönd og keyrði mjööööög hratt,“ segir Magnús og hlær.Gleðin við völd á leikdegi í Volgograd. Úrslitin voru ekki eins og vonast var eftir en ferðalagið heldur áfram.Engin enska í boðiEkkert annað var í stöðunni en að fara út við landamærin en þá reyndist ekki í boði að ganga yfir landamærin.„Við ætluðum bara að rölta yfir og taka annan leigubíl hinum megin,“ segir Magnús. Í staðinn fóru þeir að næsta bílstjóra og báðu um hjálp. Jiznik hét maðurinn, var í eldri kantinum og ók gömlum Ford Focus.„Hann sagði okkur að fara upp í bílinn. Við tók klukkutími þar sem tékkað var á bílnum, vegabréfin skoðuð og alls konar dæmi. Hann talaði enga ensku, leið greinlega ekki vel en samt til í að hjálpa okkur,“ segir Magnús. Eftir ítarlega skoðun á pappírum og farartækinu voru Íslendingarnir þrír komnir til Rússlands.Hinn pólski Jiznik var á leiðinni yfir landamærin til að taka bensín. Hann henti strákunum út á bensínstöðinni þar sem þeir fengu leigubíl til Kalinigrad. Um 170 kílómetrar eru frá Gdansk í Póllandi til Kaliningrad í Rússlandi.Google mapsLognuðust útaf á grjónapokaÞeir komu svo til Volgograd, eftir millilendingu í Moskvu, seint að kvöldi eftir tæplega sólarhringsferðalag. Upphaflegt plan hafði verið að kíkja út á lífið en þeir voru gjörsamlega búnir á því eftir ferðalagið.„Við sváfum á helstu stöðum á leiðinni. Hápunkturinn var líklega þegar við fundum þrjá hrísgrjónapoka fyrir utan hliðið á flugvellinum í Moskvu þar sem við lögðumst og dóum allir,“ segir Magnús. Margir hafi nýtt tækifærið og tekið mynd af þeim en skyttunum þremur stóð á sama.Strákarnir voru viðstaddir tapið gegn Nígeríu í Volgograd og eru nú mættir til Rostov þar sem okkar menn mæta Króatíu í lokaleik sínum í riðlinum annað kvöld.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Sjá meira