Fyrstu tvö árin liðu hratt að sögn forsetans Tómas G. skrifar 25. júní 2018 06:00 Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid fagna 2016. FrÉttablaðið/ANTON BRINK „Það er einstakur heiður að gegna þessu embætti, eins og fyrri forsetar geta líka vitnað um. Þessi tvö ár hafa liðið hratt, margt drifið á dagana og þannig verður það eflaust áfram,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í samtali við blaðið. Tilefnið er að í dag eru tvö ár síðan hann var kjörinn sjötti forseti lýðveldisins með 39,08 prósent atkvæða. 71.356 Íslendingar kusu Guðna sem forseta. Hann var miðpunktur kosningabaráttunnar eftir að hann tilkynnti um framboð sitt 5. maí 2016, enda mældist hann ítrekað með langmest fylgi í könnunum í baráttunni. „Ég þakka öllum sem hafa stutt mig og okkur hjónin hér á Bessastöðum, og sjálfur sendi ég góðar kveðjur til strákanna okkar austur í Rússlandi.“Stefanía Óskarsdóttir.vísirÁ þessum tveimur árum sem Guðni hefur verið í embætti hefur ekki farið fram hjá neinum að forsetinn hefur ástríðu fyrir íþróttum. Greinilegt er að hugur hans er hjá strákunum okkar fyrir leikinn stóra á morgun. „Ef maður gerir sitt besta geta draumar ræst, og hvernig sem fer getur maður þó alltaf verið sáttur við sjálfan sig,“ segir forseti Íslands. Stefanía Óskarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði, segir að Guðni hafi verið farsæll og notið hylli í embætti og sér í lagi í fjölmiðlum fyrir að vera alþýðlegur. Greinilegt sé að mjög sé sóst eftir að fá Guðna til að koma hingað og þangað. Á hinu pólitíska sviði hafi hann ekki lent í neinum erfiðleikum. „Guðni var auðvitað strax í eldlínunni og reyndi á hann við stjórnarmyndunarviðræður 2016 og síðan aftur 2017. Þjóðin var ánægð með hann í því hlutverki og hvernig hann tókst á við það verkefni,“ segir Stefanía og nefnir tvö mál sem Guðni hefur beitt sér fyrir hvað varðar stjórnmálin innanlands. „Það er málið í kringum uppreist æru þegar hann skrifaði undir eins og formið gerir ráð fyrir og síðan þessi skipun dómara í landsrétt þegar hann óskaði eftir skýringu á staðfestingu dómara í landsrétt,“ segir Stefanía. Þessi tvö mál hafi reynt á eldri og nýrri túlkun á hlutverki forsetaembættisins. Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Forsetinn bað þolendur Roberts Downey afsökunar Glódís Tara Fannarsdóttir, Anna Katrín Snorradóttir og Halla Ólöf Jónsdóttir hafa undanfarna mánuði rætt sín og milli og opinberlega um mál er varða uppreist æru, en þær urðu allar fyrir kynferðisofbeldi af hendi Robert Downey. 9. nóvember 2017 16:57 Forsetinn ómyrkur í máli um uppreist æru: „Við óbreytt ástand verður ekki unað“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hvatti til þess við þingsetingu í dag að við endurskoðun á stjórnarskrá íslands verði sérstaklega lögð áhersla á að skerpa línur um hlutverk og ábyrgð forseta. 12. september 2017 14:58 Guðni skrifar undir skipunarbréf dómara við Landsrétt Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna undirskriftar hans á skipunarbréfi 15 dómara við Landsrétt. 8. júní 2017 10:26 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
„Það er einstakur heiður að gegna þessu embætti, eins og fyrri forsetar geta líka vitnað um. Þessi tvö ár hafa liðið hratt, margt drifið á dagana og þannig verður það eflaust áfram,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í samtali við blaðið. Tilefnið er að í dag eru tvö ár síðan hann var kjörinn sjötti forseti lýðveldisins með 39,08 prósent atkvæða. 71.356 Íslendingar kusu Guðna sem forseta. Hann var miðpunktur kosningabaráttunnar eftir að hann tilkynnti um framboð sitt 5. maí 2016, enda mældist hann ítrekað með langmest fylgi í könnunum í baráttunni. „Ég þakka öllum sem hafa stutt mig og okkur hjónin hér á Bessastöðum, og sjálfur sendi ég góðar kveðjur til strákanna okkar austur í Rússlandi.“Stefanía Óskarsdóttir.vísirÁ þessum tveimur árum sem Guðni hefur verið í embætti hefur ekki farið fram hjá neinum að forsetinn hefur ástríðu fyrir íþróttum. Greinilegt er að hugur hans er hjá strákunum okkar fyrir leikinn stóra á morgun. „Ef maður gerir sitt besta geta draumar ræst, og hvernig sem fer getur maður þó alltaf verið sáttur við sjálfan sig,“ segir forseti Íslands. Stefanía Óskarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði, segir að Guðni hafi verið farsæll og notið hylli í embætti og sér í lagi í fjölmiðlum fyrir að vera alþýðlegur. Greinilegt sé að mjög sé sóst eftir að fá Guðna til að koma hingað og þangað. Á hinu pólitíska sviði hafi hann ekki lent í neinum erfiðleikum. „Guðni var auðvitað strax í eldlínunni og reyndi á hann við stjórnarmyndunarviðræður 2016 og síðan aftur 2017. Þjóðin var ánægð með hann í því hlutverki og hvernig hann tókst á við það verkefni,“ segir Stefanía og nefnir tvö mál sem Guðni hefur beitt sér fyrir hvað varðar stjórnmálin innanlands. „Það er málið í kringum uppreist æru þegar hann skrifaði undir eins og formið gerir ráð fyrir og síðan þessi skipun dómara í landsrétt þegar hann óskaði eftir skýringu á staðfestingu dómara í landsrétt,“ segir Stefanía. Þessi tvö mál hafi reynt á eldri og nýrri túlkun á hlutverki forsetaembættisins.
Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Forsetinn bað þolendur Roberts Downey afsökunar Glódís Tara Fannarsdóttir, Anna Katrín Snorradóttir og Halla Ólöf Jónsdóttir hafa undanfarna mánuði rætt sín og milli og opinberlega um mál er varða uppreist æru, en þær urðu allar fyrir kynferðisofbeldi af hendi Robert Downey. 9. nóvember 2017 16:57 Forsetinn ómyrkur í máli um uppreist æru: „Við óbreytt ástand verður ekki unað“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hvatti til þess við þingsetingu í dag að við endurskoðun á stjórnarskrá íslands verði sérstaklega lögð áhersla á að skerpa línur um hlutverk og ábyrgð forseta. 12. september 2017 14:58 Guðni skrifar undir skipunarbréf dómara við Landsrétt Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna undirskriftar hans á skipunarbréfi 15 dómara við Landsrétt. 8. júní 2017 10:26 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Forsetinn bað þolendur Roberts Downey afsökunar Glódís Tara Fannarsdóttir, Anna Katrín Snorradóttir og Halla Ólöf Jónsdóttir hafa undanfarna mánuði rætt sín og milli og opinberlega um mál er varða uppreist æru, en þær urðu allar fyrir kynferðisofbeldi af hendi Robert Downey. 9. nóvember 2017 16:57
Forsetinn ómyrkur í máli um uppreist æru: „Við óbreytt ástand verður ekki unað“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hvatti til þess við þingsetingu í dag að við endurskoðun á stjórnarskrá íslands verði sérstaklega lögð áhersla á að skerpa línur um hlutverk og ábyrgð forseta. 12. september 2017 14:58
Guðni skrifar undir skipunarbréf dómara við Landsrétt Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna undirskriftar hans á skipunarbréfi 15 dómara við Landsrétt. 8. júní 2017 10:26