Iðnó opnað á ný Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 23. júní 2018 08:30 Iðnó við Tjörnina hefur verið vinsæll staður fyrir ýmis konar viðburði. Vísir/Vilhelm Iðnó hefur fengið rekstrarleyfi og opnað dyrnar á ný. René Boonekamp rekstraraðili er hæstánægður með að loks sé búið að leysa úr málum, en Iðnó neyddist til að skella í lás og hefur ekki getað tekið á móti viðburðum frá því að rekstrarleyfi var synjað í lok maí. „Þetta er búið að vera erfitt tímabil fyrir alla sem að málinu koma og við höfum öll unnið hörðum höndum við að koma þessu í lag. Luktar dyr er það versta sem getur komið fyrir svona perlu eins og Iðnó er,“ segir Boonekamp. „Þetta hefur sérstaklega bitnað á þeim sem voru með bókaða viðburði hér í húsi og hafa þurft að færa sig annað. Okkar frábæru nágrannar í Tjarnarbíói hafa verið þeim haukur í horni. En þetta er mikill léttir.“ Ástæðuna fyrir lokun Iðnó segir René vera þá að innra skipulag í húsinu hafi ekki uppfyllt byggingarreglugerðir. Því var fengið bráðabirgðaleyfi sem rann síðan út í byrjun árs. Á meðan umsóknin fyrir rekstrarleyfi var á flökti í kerfinu skapaðist óvissa sem endaði með synjun sem varð til þess að þurfti að loka. „Nú hafa þessi skilyrði verið uppfyllt og við höfum opnað á ný,“ segir René. „Þessi fallega bygging er listaverk út af fyrir sig. Hún hefur skipt um andlit nokkrum sinnum yfir sitt lífsskeið, en mun alltaf viðhalda ímynd sinni, líkt og hjá okkur. Við sjáum Iðnó sem nokkurs konar fjölmenningarsetur og viljum hafa gott jafnvægi milli einkasamkvæma og annarra samkvæma. Við hlökkum til að taka á móti fólki með frábærar hugmyndir og drauma og hjálpa þeim að vakna til lífsins í Iðnó.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Óánægja með nýjan bar í friðlýstu húsi Iðnó Breyting hefur verið gerð á innra skipulagi Iðnó sem fellur ekki í kramið hjá Minjastofnun og arkitekt. „Þetta er á mjög gráu svæði,“ segir arkitektinn. Skellt var í lás í Iðnó eftir að í ljós kom að starfsemi þar hefði ekki rekstrarleyfi. 5. júní 2018 08:00 Þurftu að bregðast skjótt við eftir að löggan skellti í lás í Iðnó Allt á misskilningi byggt segir rekstrarstjórinn sem fengið hefur leyfi til veitingahalds á ný. 25. maí 2018 14:36 Reka Iðnó án rekstrarleyfis Iðnó í Reykjavík er rekið án rekstrarleyfis samkvæmt sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. 31. maí 2018 06:00 Ýmsir uggandi yfir framtíð Iðnó Iðnó er enn lokað eftir upp komst að staðurinn væri rekinn án rekstrarleyfis. Lista- og menningarfólk sem hefur verið viðriðið Iðnó í fleiri ár hefur lýst áhyggjum sínum við Fréttablaðið yfir ástandinu í Iðnó. 14. júní 2018 08:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Iðnó hefur fengið rekstrarleyfi og opnað dyrnar á ný. René Boonekamp rekstraraðili er hæstánægður með að loks sé búið að leysa úr málum, en Iðnó neyddist til að skella í lás og hefur ekki getað tekið á móti viðburðum frá því að rekstrarleyfi var synjað í lok maí. „Þetta er búið að vera erfitt tímabil fyrir alla sem að málinu koma og við höfum öll unnið hörðum höndum við að koma þessu í lag. Luktar dyr er það versta sem getur komið fyrir svona perlu eins og Iðnó er,“ segir Boonekamp. „Þetta hefur sérstaklega bitnað á þeim sem voru með bókaða viðburði hér í húsi og hafa þurft að færa sig annað. Okkar frábæru nágrannar í Tjarnarbíói hafa verið þeim haukur í horni. En þetta er mikill léttir.“ Ástæðuna fyrir lokun Iðnó segir René vera þá að innra skipulag í húsinu hafi ekki uppfyllt byggingarreglugerðir. Því var fengið bráðabirgðaleyfi sem rann síðan út í byrjun árs. Á meðan umsóknin fyrir rekstrarleyfi var á flökti í kerfinu skapaðist óvissa sem endaði með synjun sem varð til þess að þurfti að loka. „Nú hafa þessi skilyrði verið uppfyllt og við höfum opnað á ný,“ segir René. „Þessi fallega bygging er listaverk út af fyrir sig. Hún hefur skipt um andlit nokkrum sinnum yfir sitt lífsskeið, en mun alltaf viðhalda ímynd sinni, líkt og hjá okkur. Við sjáum Iðnó sem nokkurs konar fjölmenningarsetur og viljum hafa gott jafnvægi milli einkasamkvæma og annarra samkvæma. Við hlökkum til að taka á móti fólki með frábærar hugmyndir og drauma og hjálpa þeim að vakna til lífsins í Iðnó.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Óánægja með nýjan bar í friðlýstu húsi Iðnó Breyting hefur verið gerð á innra skipulagi Iðnó sem fellur ekki í kramið hjá Minjastofnun og arkitekt. „Þetta er á mjög gráu svæði,“ segir arkitektinn. Skellt var í lás í Iðnó eftir að í ljós kom að starfsemi þar hefði ekki rekstrarleyfi. 5. júní 2018 08:00 Þurftu að bregðast skjótt við eftir að löggan skellti í lás í Iðnó Allt á misskilningi byggt segir rekstrarstjórinn sem fengið hefur leyfi til veitingahalds á ný. 25. maí 2018 14:36 Reka Iðnó án rekstrarleyfis Iðnó í Reykjavík er rekið án rekstrarleyfis samkvæmt sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. 31. maí 2018 06:00 Ýmsir uggandi yfir framtíð Iðnó Iðnó er enn lokað eftir upp komst að staðurinn væri rekinn án rekstrarleyfis. Lista- og menningarfólk sem hefur verið viðriðið Iðnó í fleiri ár hefur lýst áhyggjum sínum við Fréttablaðið yfir ástandinu í Iðnó. 14. júní 2018 08:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Óánægja með nýjan bar í friðlýstu húsi Iðnó Breyting hefur verið gerð á innra skipulagi Iðnó sem fellur ekki í kramið hjá Minjastofnun og arkitekt. „Þetta er á mjög gráu svæði,“ segir arkitektinn. Skellt var í lás í Iðnó eftir að í ljós kom að starfsemi þar hefði ekki rekstrarleyfi. 5. júní 2018 08:00
Þurftu að bregðast skjótt við eftir að löggan skellti í lás í Iðnó Allt á misskilningi byggt segir rekstrarstjórinn sem fengið hefur leyfi til veitingahalds á ný. 25. maí 2018 14:36
Reka Iðnó án rekstrarleyfis Iðnó í Reykjavík er rekið án rekstrarleyfis samkvæmt sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. 31. maí 2018 06:00
Ýmsir uggandi yfir framtíð Iðnó Iðnó er enn lokað eftir upp komst að staðurinn væri rekinn án rekstrarleyfis. Lista- og menningarfólk sem hefur verið viðriðið Iðnó í fleiri ár hefur lýst áhyggjum sínum við Fréttablaðið yfir ástandinu í Iðnó. 14. júní 2018 08:00