Innlent

Sjálfstæðismenn áfrýja ekki

Tómas Guðjónsson skrifar
Í Vestmannaeyjum.
Í Vestmannaeyjum. Fréttablaðið/GVA
Kjörnefnd hefur staðfest niðurstöður talningar í Vestmannaeyjum í kosningunum í maí. Sjálfstæðisflokkurinn í Vestmannaeyjum kærði talninguna í kosningunum vegna þess að fjögur utankjörfundaratkvæði sem bárust kjörstjórn of seint voru ekki talin gild.

Í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum segir að óumdeilt sé að atkvæðin hafi borist kjörnefndarfulltrúa fyrir klukkan 22.00 um tuttugu metrum fyrir utan kjörstað en ekki komist inn í hús fyrr en 10-23 sekúndum síðar og var þá búið að læsa hurðinni á kjörstað. Sjálfstæðismenn í Eyjum una niðurstöðunni en segja bagalegt að vilji kjósandans nái ekki fram að ganga.

Einnig vildu Sjálfstæðismenn að eitt atkvæði greitt H-lista yrði dæmt ógilt vegna þess að kjósandi deildi mynd af því á samfélagsmiðlum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×