Ráðherra boðar aukið jafnrétti við úthlutun peninga til íþrótta 22. júní 2018 06:00 Þóra Helgadóttir á að baki marga leiki með landsliðinu. Fréttablaðið/stefán „Aðferðum kynjaðrar fjárlagagerðar er beitt við úthlutun fjármagns til íþróttamála. Í fjármálaáætlun 2019-2023 eru kyngreindir mælikvarðar með markmiðum um að bæta umgjörð og auka gæði í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi ásamt markmiði um að efla umgjörð og stuðning við afreksíþróttafólk,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra íþróttamála. Fréttablaðið sagði í gær frá nýrri ritgerð sérfræðinga við Háskólann í Reykjavík þar sem fram kemur að vísbendingar eru um að á síðustu tuttugu árum hafi lítið gerst á vettvangi ríkisvaldsins til þess að stuðla að auknu jafnrétti kynjanna í íþróttum. Lilja segir að íþróttastefna sé í endurskoðun og þar sé lögð áhersla á að jafna tækifæri og þátttöku kynja. Sjá einnig: Lítill árangur hefur náðst við að auka jafnrétti í íþróttumLilja Alfreðsdóttir, ráðherra íþróttamálaHún nefnir fleira. „Í tillögum vinnuhóps um aðgerðir eftir #églíka frásagnir íþróttakvenna er lögð áhersla á gæði í íþróttastarfi fyrir stelpur jafnt sem stráka,“ segir Lilja. Þá sé unnið að því að fjölga konum í stjórnum íþróttafélaga, en þær séu nú 36%. „Jafnréttisstofu hefur verið falið að kalla eftir jafnréttisáætlunum íþróttafélaga og aðstoða við gerð þeirra,“ segir hún jafnframt og bætir við að ráðuneytið sé að láta gera úttekt á íþróttakennslu í skólum með það að markmiði að skoða hvernig áhrif íþróttakennsla getur haft á jafnrétti kynja, einkum til að hvetja stelpur til íþróttaiðkunar og starfa að íþróttamálum. Þóra Björg Helgadóttir, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, segir ýmislegt hafa áunnist í jafnréttismálum hjá KSÍ. „Það er breyting til batnaðar og KSÍ tók risastórt skref í því að jafna greiðslur til landsliðanna tveggja. Ég hef aldrei verið jafn stolt af KSÍ og þegar þeir tóku þessa ákvörðun,“ segir Þóra Björg. Þar vísar hún til þess að í byrjun janúar tilkynnti formaður KSÍ, Guðni Bergsson, að landsliðsmenn í karla- og kvennalandsliðum fengju jafnháar bónusgreiðslur fyrir landsleiki. Vísir greindi frá því að hver leikmaður fengi 300 þúsund fyrir sigurleik og 100 þúsund fyrir jafntefli. Áður höfðu landsliðsmenn í karlalandsliðinu fengið hærri greiðslur. Þóra segir að fyrir nokkrum árum hafi dagpeningagreiðslur til leikmanna verið jafnaðar. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lítill árangur hefur náðst við að auka jafnrétti í íþróttum Markmið um jafnrétti í íþróttum fyrir árið 2019 eru sambærileg þeim sem sett voru fram fyrir rúmum tuttugu árum. Lagt er til í nýrri ritgerð að kynjaðri fjárlagagerð verði beitt þegar fjármunum er úthlutað til íþróttastarfs hér á landi. 21. júní 2018 08:00 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Sjá meira
„Aðferðum kynjaðrar fjárlagagerðar er beitt við úthlutun fjármagns til íþróttamála. Í fjármálaáætlun 2019-2023 eru kyngreindir mælikvarðar með markmiðum um að bæta umgjörð og auka gæði í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi ásamt markmiði um að efla umgjörð og stuðning við afreksíþróttafólk,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra íþróttamála. Fréttablaðið sagði í gær frá nýrri ritgerð sérfræðinga við Háskólann í Reykjavík þar sem fram kemur að vísbendingar eru um að á síðustu tuttugu árum hafi lítið gerst á vettvangi ríkisvaldsins til þess að stuðla að auknu jafnrétti kynjanna í íþróttum. Lilja segir að íþróttastefna sé í endurskoðun og þar sé lögð áhersla á að jafna tækifæri og þátttöku kynja. Sjá einnig: Lítill árangur hefur náðst við að auka jafnrétti í íþróttumLilja Alfreðsdóttir, ráðherra íþróttamálaHún nefnir fleira. „Í tillögum vinnuhóps um aðgerðir eftir #églíka frásagnir íþróttakvenna er lögð áhersla á gæði í íþróttastarfi fyrir stelpur jafnt sem stráka,“ segir Lilja. Þá sé unnið að því að fjölga konum í stjórnum íþróttafélaga, en þær séu nú 36%. „Jafnréttisstofu hefur verið falið að kalla eftir jafnréttisáætlunum íþróttafélaga og aðstoða við gerð þeirra,“ segir hún jafnframt og bætir við að ráðuneytið sé að láta gera úttekt á íþróttakennslu í skólum með það að markmiði að skoða hvernig áhrif íþróttakennsla getur haft á jafnrétti kynja, einkum til að hvetja stelpur til íþróttaiðkunar og starfa að íþróttamálum. Þóra Björg Helgadóttir, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, segir ýmislegt hafa áunnist í jafnréttismálum hjá KSÍ. „Það er breyting til batnaðar og KSÍ tók risastórt skref í því að jafna greiðslur til landsliðanna tveggja. Ég hef aldrei verið jafn stolt af KSÍ og þegar þeir tóku þessa ákvörðun,“ segir Þóra Björg. Þar vísar hún til þess að í byrjun janúar tilkynnti formaður KSÍ, Guðni Bergsson, að landsliðsmenn í karla- og kvennalandsliðum fengju jafnháar bónusgreiðslur fyrir landsleiki. Vísir greindi frá því að hver leikmaður fengi 300 þúsund fyrir sigurleik og 100 þúsund fyrir jafntefli. Áður höfðu landsliðsmenn í karlalandsliðinu fengið hærri greiðslur. Þóra segir að fyrir nokkrum árum hafi dagpeningagreiðslur til leikmanna verið jafnaðar.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lítill árangur hefur náðst við að auka jafnrétti í íþróttum Markmið um jafnrétti í íþróttum fyrir árið 2019 eru sambærileg þeim sem sett voru fram fyrir rúmum tuttugu árum. Lagt er til í nýrri ritgerð að kynjaðri fjárlagagerð verði beitt þegar fjármunum er úthlutað til íþróttastarfs hér á landi. 21. júní 2018 08:00 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Sjá meira
Lítill árangur hefur náðst við að auka jafnrétti í íþróttum Markmið um jafnrétti í íþróttum fyrir árið 2019 eru sambærileg þeim sem sett voru fram fyrir rúmum tuttugu árum. Lagt er til í nýrri ritgerð að kynjaðri fjárlagagerð verði beitt þegar fjármunum er úthlutað til íþróttastarfs hér á landi. 21. júní 2018 08:00