Innlent

Rússar skora á Íslendinga í mínífótbolta á HM

Kolbeinn Tumi Daðason í Volgograd skrifar
Íslendingarnar stóðu sig afar vel í stúkunni í Moskvu og halda vonandi uppteknum hætti í Volgograd og Rostov þar sem þeim býðst að sparka í bolta.
Íslendingarnar stóðu sig afar vel í stúkunni í Moskvu og halda vonandi uppteknum hætti í Volgograd og Rostov þar sem þeim býðst að sparka í bolta. Vísir/Vilhelm
Íþróttamenn rússnesku borginni Rostov hafa skorað á stuðningsfólk íslenska karlalandsliðsins að mæta sér í mínífótbolta þegar HM stendur sem hæst. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hauki Haukssyni fararstjóra sem leitar að fólki til þess að mynda íslenskt strandboltalandslið.

Haukur, fararstjóri og Moskvubúi, reynir nú að setja saman íslenskt stuðningsmannalið til þess að geta svarað áskorun íþróttamanna frá Rostov.

„Hugmyndin kom upp þegar ég var í Rostov á dögunum í hópi fréttamanna að skoða aðstæður fyrir HM,“ segir Haukur sem tekur á móti hópi stuðningsfólks íslenska landsliðsins hér á HM.

„Verðlaun hafa enn ekki verið ákveðin en íþróttaandinn og sú grundvallarregla íþróttahreyfingarinnar að aðalmálið er ekki að sigra heldur að vera með vega þyngst. Auk þess að sýna og styrkja vináttu þjóðanna í verki.“

„Íþróttaaðstaðan á ströndinni við Don-fljótið, er mjög góð. Ströndin er rétt hjá Rostov Arena þar sem leikurinn mikilvægi við Króata fer fram,“ segir Haukur.

Hann hvetur áhugasama Moskvufara til þess að láta í sér heyra með tölvupósti á bjarmaland@bjarmaland.is eða í síma 770 50 60.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×