Innlent

Útsvarið er víðast hvar í hámarki

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þrjú sveitarfélög eru með lágmarksútsvar.
Þrjú sveitarfélög eru með lágmarksútsvar. Vísir/pjetur
Flest sveitarfélög á landinu, eða 56, eru með hámarksútsvar, samkvæmt nýrri skýrslu Íslandsbanka um rekstur sveitarfélaganna. Hámarksútsvarið er 14,52 prósent.

Útsvar 15 sveitarfélaga er á bilinu 13,14-14,48 prósent. Þrjú sveitarfélög eru með lágmarksútsvar, en það er 12,44 prósent.

Í skýrslunni kemur fram að samtals námu tekjur A-hluta sveitarfélaganna 316 milljörðum króna á árinu 2017 og jukust um 9% á milli ára.

Hlutfall skulda á móti eignum sveitarfélaganna hefur verið að lækka frá því að það náði hámarki í 73 prósentum á árinu 2009. Stóð hlutfallið í 56 prósentum á árinu 2017 og hefur ekki verið lægra frá árinu 2007. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×