Þingmaður segir Trump bera öll einkenni valdasjúks vitfirrings Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. júní 2018 15:30 Helgi Hrafn Gunnarsson er þingmaður Pírata. Vísir/Vilhelm Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, fer afar hörðum orðum um Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í pistli á Facebook. Segir hann framkomu forsetans beri öll einkenni valdasjúks vitfirrings sem hugsi ekki um neitt annað en eigin mikilfengleika. Trump hefur verið mjög á milli tannanna á fólki, meira en venjulega, vegna afar umdeildrar stefnu Bandaríkjastjórnar sem leitt hefur til aðskilnaðar þúsunda barna við foreldra sína á landamærunum við Mexíkó. Þrýstingur á að láta af stefnunni hefur stigmagnast og hafa til að mynda allar fimm núlifandi forsetafrúr Bandaríkjanna hafa gagnrýnt stefnuna. Stefnan hefur verið gagnrýnt harðlega, þar á meðal hér á landi þar sem nokkrir þingmenn hafa tekið undir kröfur þess efnis að íslensk stjórnvöld fordæmi aðgerðir Bandaríkjastjórnar.Sjá einnig: Trump í hliðstæðum veruleika þrátt fyrir gagnrýni úr öllum áttum Án þess þó að Helgi Hrafn minnist sérstaklega á hina umdeildu stefnu í Facebook-pistli sínum má leiða líkur að því að aðskilnaður barnanna frá foreldrum á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó sé tilefni skrifa hans.„Það eru engar afsakanir fyrir því að styðja Donald Trump. Ekkert bendir til þess að það séu neins staðar nokkurs konar mörk fyrir þennan mann. Mannvonska og hrottaskapur er algjörlega sjálfsögð fyrir honum, hvort sem það er gagnvart einstaklingum eða heilu þjóðfélagshópunum. Framkoma hans við alla ber öll einkenni valdasjúks vitfirrings sem hugsar ekki um neitt nema eiginn mikilfengleika,“ skrifar Helgi Hrafn.Myndir sem þessar hafa vakið reiði og óhug innan sem utan Bandaríkjanna en stuðningsmenn Trumps eru síst líklegir til að láta þessa umfjöllun fjölmiðla á sig fáVísir/EPASagan dæmi þá sem styðja Trump Segir hann að sagan muni dæma þá sem styðja Trump og að haldi Bandaríkin áfram á sömu braut stefni í átök um það hver eigi að vera grundvallargildi frjálslyndra vestrænna lýðræðissamfélaga.Sér Helgi Hrafn ýmis líkindi með orðum og gjörðum Trump og einræðisherrunum Benito Mussolini á Ítalíu og Adold Hitler í Þýskalandi á fjórða- og fimmta áratug síðustu aldar, en sá síðarnefndi ber ábyrgð á einu mesta hryllingsskeiði í mannkynssögunni þegar milljónir voru drepnar á skipulagðan hátt.„[F]asisminn í Evrópu á fyrri hluta 20. aldar byggði á þessu sama grundvallaratriði; að hafna frelsi og lýðræðislegri hugsjón, grafa undan lýðræðisstofnunum og lýðræðisgildum, afneita staðreyndum og beita fólk harðræði sem áður þótti óhugsanlegt, vegna öryggis ríkisins. Það voru hinsvegar ekki nógu góðar afsakanir þá og eru það ekki núna,“ skrifar Helgi Hrafn.Sjá einnig:Þúsundir hvetja ríkisstjórnina til að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda á landamærum MexíkóÞá segir Helgi Hrafn að ekki þýði að benda á einhverja löggjöf eða andstæðinga Trump í Bandaríkjunum sem voru við völd áður en hann tók við. Aðgerðir Trump séu hans eigið val og ekki þýði að kenna öðrum um þær.Þá skýtur Helgi Hrafn einnig á þá Íslendinga sem varið hafa aðgerðir Trump og þá sem munu benda honum á að þingmaður á Alþingi verði að gæta orða sinna. Beinir hann þeim orðum sínum sérstaklega að Sjálfstæðismönnum.„[Ef einhverjir sjálfskipaðir mannorðsverðir Íslands úr Sjálfstæðisflokknum ætla að fara að hneykslast yfir þessum orðum, þá skulu þeir sjálfir aðeins líta niður á gólf og athuga hvar þeir standa. Því jafnvel þótt hvert og eitt okkar geti svosem staðið þar sem því sýnist, þá finnur fólk sig stundum röngu megin sögunnar,“ skrifar Helgi Hrafn.Pistil hans má lesa í heild sinni hér að neðan. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Alþingi Donald Trump Tengdar fréttir Brotnaði niður í beinni vegna frétta um aðskilnað ungabarna frá foreldrum sínum Fréttir af aðskilnaði barna og foreldra á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó hafa hreyft við mörgum síðustu daga. 20. júní 2018 11:24 Vilja að Ísland fordæmi harðræði Bandaríkjanna gagnvart flóttabörnum Þingmaður Samfylkingarinnar vill að íslensk stjórnvöld fordæmi aðgerðir Bandaríkjastjórnar 19. júní 2018 20:30 Þúsundir hvetja ríkisstjórnina til að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda á landamærum Mexíkó Tæplega 4000 manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista á netinu þar sem íslenska ríkisstjórnin er hvött til þess að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda gegn innflytjendum við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. 20. júní 2018 12:28 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, fer afar hörðum orðum um Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í pistli á Facebook. Segir hann framkomu forsetans beri öll einkenni valdasjúks vitfirrings sem hugsi ekki um neitt annað en eigin mikilfengleika. Trump hefur verið mjög á milli tannanna á fólki, meira en venjulega, vegna afar umdeildrar stefnu Bandaríkjastjórnar sem leitt hefur til aðskilnaðar þúsunda barna við foreldra sína á landamærunum við Mexíkó. Þrýstingur á að láta af stefnunni hefur stigmagnast og hafa til að mynda allar fimm núlifandi forsetafrúr Bandaríkjanna hafa gagnrýnt stefnuna. Stefnan hefur verið gagnrýnt harðlega, þar á meðal hér á landi þar sem nokkrir þingmenn hafa tekið undir kröfur þess efnis að íslensk stjórnvöld fordæmi aðgerðir Bandaríkjastjórnar.Sjá einnig: Trump í hliðstæðum veruleika þrátt fyrir gagnrýni úr öllum áttum Án þess þó að Helgi Hrafn minnist sérstaklega á hina umdeildu stefnu í Facebook-pistli sínum má leiða líkur að því að aðskilnaður barnanna frá foreldrum á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó sé tilefni skrifa hans.„Það eru engar afsakanir fyrir því að styðja Donald Trump. Ekkert bendir til þess að það séu neins staðar nokkurs konar mörk fyrir þennan mann. Mannvonska og hrottaskapur er algjörlega sjálfsögð fyrir honum, hvort sem það er gagnvart einstaklingum eða heilu þjóðfélagshópunum. Framkoma hans við alla ber öll einkenni valdasjúks vitfirrings sem hugsar ekki um neitt nema eiginn mikilfengleika,“ skrifar Helgi Hrafn.Myndir sem þessar hafa vakið reiði og óhug innan sem utan Bandaríkjanna en stuðningsmenn Trumps eru síst líklegir til að láta þessa umfjöllun fjölmiðla á sig fáVísir/EPASagan dæmi þá sem styðja Trump Segir hann að sagan muni dæma þá sem styðja Trump og að haldi Bandaríkin áfram á sömu braut stefni í átök um það hver eigi að vera grundvallargildi frjálslyndra vestrænna lýðræðissamfélaga.Sér Helgi Hrafn ýmis líkindi með orðum og gjörðum Trump og einræðisherrunum Benito Mussolini á Ítalíu og Adold Hitler í Þýskalandi á fjórða- og fimmta áratug síðustu aldar, en sá síðarnefndi ber ábyrgð á einu mesta hryllingsskeiði í mannkynssögunni þegar milljónir voru drepnar á skipulagðan hátt.„[F]asisminn í Evrópu á fyrri hluta 20. aldar byggði á þessu sama grundvallaratriði; að hafna frelsi og lýðræðislegri hugsjón, grafa undan lýðræðisstofnunum og lýðræðisgildum, afneita staðreyndum og beita fólk harðræði sem áður þótti óhugsanlegt, vegna öryggis ríkisins. Það voru hinsvegar ekki nógu góðar afsakanir þá og eru það ekki núna,“ skrifar Helgi Hrafn.Sjá einnig:Þúsundir hvetja ríkisstjórnina til að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda á landamærum MexíkóÞá segir Helgi Hrafn að ekki þýði að benda á einhverja löggjöf eða andstæðinga Trump í Bandaríkjunum sem voru við völd áður en hann tók við. Aðgerðir Trump séu hans eigið val og ekki þýði að kenna öðrum um þær.Þá skýtur Helgi Hrafn einnig á þá Íslendinga sem varið hafa aðgerðir Trump og þá sem munu benda honum á að þingmaður á Alþingi verði að gæta orða sinna. Beinir hann þeim orðum sínum sérstaklega að Sjálfstæðismönnum.„[Ef einhverjir sjálfskipaðir mannorðsverðir Íslands úr Sjálfstæðisflokknum ætla að fara að hneykslast yfir þessum orðum, þá skulu þeir sjálfir aðeins líta niður á gólf og athuga hvar þeir standa. Því jafnvel þótt hvert og eitt okkar geti svosem staðið þar sem því sýnist, þá finnur fólk sig stundum röngu megin sögunnar,“ skrifar Helgi Hrafn.Pistil hans má lesa í heild sinni hér að neðan.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Alþingi Donald Trump Tengdar fréttir Brotnaði niður í beinni vegna frétta um aðskilnað ungabarna frá foreldrum sínum Fréttir af aðskilnaði barna og foreldra á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó hafa hreyft við mörgum síðustu daga. 20. júní 2018 11:24 Vilja að Ísland fordæmi harðræði Bandaríkjanna gagnvart flóttabörnum Þingmaður Samfylkingarinnar vill að íslensk stjórnvöld fordæmi aðgerðir Bandaríkjastjórnar 19. júní 2018 20:30 Þúsundir hvetja ríkisstjórnina til að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda á landamærum Mexíkó Tæplega 4000 manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista á netinu þar sem íslenska ríkisstjórnin er hvött til þess að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda gegn innflytjendum við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. 20. júní 2018 12:28 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Sjá meira
Brotnaði niður í beinni vegna frétta um aðskilnað ungabarna frá foreldrum sínum Fréttir af aðskilnaði barna og foreldra á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó hafa hreyft við mörgum síðustu daga. 20. júní 2018 11:24
Vilja að Ísland fordæmi harðræði Bandaríkjanna gagnvart flóttabörnum Þingmaður Samfylkingarinnar vill að íslensk stjórnvöld fordæmi aðgerðir Bandaríkjastjórnar 19. júní 2018 20:30
Þúsundir hvetja ríkisstjórnina til að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda á landamærum Mexíkó Tæplega 4000 manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista á netinu þar sem íslenska ríkisstjórnin er hvött til þess að fordæma aðgerðir bandarískra stjórnvalda gegn innflytjendum við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. 20. júní 2018 12:28
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent