Lúxusupplifun á landsbyggðinni Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 30. júní 2018 07:00 Álfaland, sem er fyrsti áfangi af þremur, er verkefni sem senn fer í framkvæmd. Þar verður umfangsmikil heilsulind þar sem gestir fá tækifæri til að göfga líkama og sál. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ari Á næstunni mun Jakob Frímann Magnússon, tónlistar- og athafnamaður og miðborgarstjóri til tíu ára, taka við framkvæmdastjórn í nýju þróunarfélagi. Þróunarfélagið, sem nefnist ONE, hefur keypt víðfeðmt land í Austur-Skaftafellssýslu en þar stendur til að reisa sjálfbært hátæknivætt framtíðarsamfélag í sátt við umhverfið fyrir milljarða króna. Nú þegar er fyrsti áfangi af þremur tilbúinn til framkvæmda og hefur hlotið nafnið Álfaland. Um er ræða 120 manna lúxushótel ásamt um 20 minni húsum í svipuðum stíl á lóðum í kring um hótelið. Um hina tvo áfangana segir Jakob Frímann að ekki sé tímabært að upplýsa um þá að svo stöddu. „Þetta er nýtt og metnaðarfullt verkefni sem verið er að innleiða á landsbyggðinni. Þetta er margra ára ferli,“ segir Jakob Frímann sem eftir tíu ár sem miðborgarstjóri og setu í ýmsum stjórnum hefur sagt starfi sínu lausu líkt og Fréttablaðið greindi frá fyrir viku og tekur nú að sér þetta stóra og spennandi hlutverk. Hann verður þó áfram formaður fulltrúaráðs miðborgarinnar. „Ég er að fara að stýra þessu verkefni ásamt fleirum þessu tengdum, bæði á landsbyggðinni og í Reykjavík.“ Jakob Frímann segir að byrjað hafi verið á því að ræða við heimamenn, nágranna, bæjarstjórn og skipulagsyfirvöld sem hafi gengið vel. „Það er búið að vinna þetta náið með heimamönnum. Leyfisumsóknir eru í farvegi og framkvæmdir hefjast að öllum líkindum með haustinu en fara ekki af stað af fullum krafti fyrr en að snjóa leysir í vor.“ Fjármagnið sem fer í framkvæmdirnar í þessari fyrstu lotu nemur um fimm milljörðum króna. „Hótelið verður byggt að hluta inn í jörðina og í kringum hótelið verða um 20 hús í svipuðum stíl. Þetta verður svona eins og álfabyggð,“ segir hann. „Það sem við sjáum fyrir okkur í þessu er ekki bara íslensk orka, hrein náttúra og svalt loftslag heldur er þetta ekki síst upplifun og slökun fyrir líkama og sál.“Jakob Frímann MagnússonÁslaug Magnúsdóttir, athafnakona og fjárfestir í New York, er meðal þeirra sem fara fyrir þessu nýja þróunarfélagi og er í hópi stærstu innlendra fjárfesta, ásamt bandaríska arkitektinum og fjárfestinum John Brevard. Fleiri erlendir fjárfestar koma einnig að verkefninu. Áslaug er annar stofnandi og fyrrverandi framkvæmdastjóri tískufyrirtækisins Moda Operandi en hún hefur notið mikillar velgengni í tískuheiminum ytra fyrir það. Áslaug hlaut viðurnefnið „tískunnar góða álfkona“ hjá tískutímaritinu Vogue fyrir störf sín í Moda Operandi. „Við Áslaug höfum verið vinir í langan tíma. Áslaug er frumkvöðull, gríðarlega einbeitt og eldklár. Ég og Birna Rún, eiginkona mín, sem er einnig vinkona Áslaugar, höfum heimsótt hana nokkrum sinnum til New York og það er alveg magnað hvað hún hefur náð langt í sínu starfi. Hún fær hugmyndina að Moda Operandi sem varð á örfáum mánuðum að 15 milljarða fyrirtæki sem öll helstu tískufyrirtæki heims fjárfestu í,“ segir Jakob Frímann. Fyrirtækið er í dag metið á 70 milljarða. Hann segir það spennandi að vinna náið með Áslaugu og hrinda þróunarfélaginu í framkvæmd en hugmyndina segir hann hafa komið fyrir nákvæmlega tveimur árum. ONE sé í raun hugsmíð Brevards sem kviknaði þegar hann var staddur á landinu. „Við vorum öll í boði hjá Áslaugu ásamt fleira fólki. Það var feikilega mikil orka í kring um John og hann fékk einhverja sýn. Hann fer að lýsa öllu mjög ítarlega fyrir okkur, þetta var einstök stund. Þarna verður í rauninni ONE til sem meðal annars er ætlað að vera vettvangur fyrir framtíðarhugsuði að koma saman og fjalla um brýnustu mál hvers tíma. Þá mun nýjustu tækni og vísindum ætlaður griðastaður á þessum slóðum í framtíðinni ef Guð lofar.“ Farið var af stað með hugmyndina og um mitt síðasta ár keypti Áslaug landið í Össurárdal í Austur-Skaftafellssýslu, sem er mitt á milli Eystrahorns og Vesturhorns í Lóni, um 20 mínútur frá Höfn í Hornafirði. „Það var ferðast víða um landið í leit að viðeigandi stað fyrir ONE-samfélagið. En John er næmur. Hann vissi nákvæmlega hvar staðurinn var. Þarna í Lóni er svört strönd og svanir, gríðarlega fallegt landslag. Lóðin var keypt og síðan var byrjað að teikna og útfæra þetta þriggja fasa verkefni,“ segir Jakob Frímann að lokum. Stefnt er að því að lúxushótelið Álfaland verði opnað og tekið í notkun árið 2020. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Á næstunni mun Jakob Frímann Magnússon, tónlistar- og athafnamaður og miðborgarstjóri til tíu ára, taka við framkvæmdastjórn í nýju þróunarfélagi. Þróunarfélagið, sem nefnist ONE, hefur keypt víðfeðmt land í Austur-Skaftafellssýslu en þar stendur til að reisa sjálfbært hátæknivætt framtíðarsamfélag í sátt við umhverfið fyrir milljarða króna. Nú þegar er fyrsti áfangi af þremur tilbúinn til framkvæmda og hefur hlotið nafnið Álfaland. Um er ræða 120 manna lúxushótel ásamt um 20 minni húsum í svipuðum stíl á lóðum í kring um hótelið. Um hina tvo áfangana segir Jakob Frímann að ekki sé tímabært að upplýsa um þá að svo stöddu. „Þetta er nýtt og metnaðarfullt verkefni sem verið er að innleiða á landsbyggðinni. Þetta er margra ára ferli,“ segir Jakob Frímann sem eftir tíu ár sem miðborgarstjóri og setu í ýmsum stjórnum hefur sagt starfi sínu lausu líkt og Fréttablaðið greindi frá fyrir viku og tekur nú að sér þetta stóra og spennandi hlutverk. Hann verður þó áfram formaður fulltrúaráðs miðborgarinnar. „Ég er að fara að stýra þessu verkefni ásamt fleirum þessu tengdum, bæði á landsbyggðinni og í Reykjavík.“ Jakob Frímann segir að byrjað hafi verið á því að ræða við heimamenn, nágranna, bæjarstjórn og skipulagsyfirvöld sem hafi gengið vel. „Það er búið að vinna þetta náið með heimamönnum. Leyfisumsóknir eru í farvegi og framkvæmdir hefjast að öllum líkindum með haustinu en fara ekki af stað af fullum krafti fyrr en að snjóa leysir í vor.“ Fjármagnið sem fer í framkvæmdirnar í þessari fyrstu lotu nemur um fimm milljörðum króna. „Hótelið verður byggt að hluta inn í jörðina og í kringum hótelið verða um 20 hús í svipuðum stíl. Þetta verður svona eins og álfabyggð,“ segir hann. „Það sem við sjáum fyrir okkur í þessu er ekki bara íslensk orka, hrein náttúra og svalt loftslag heldur er þetta ekki síst upplifun og slökun fyrir líkama og sál.“Jakob Frímann MagnússonÁslaug Magnúsdóttir, athafnakona og fjárfestir í New York, er meðal þeirra sem fara fyrir þessu nýja þróunarfélagi og er í hópi stærstu innlendra fjárfesta, ásamt bandaríska arkitektinum og fjárfestinum John Brevard. Fleiri erlendir fjárfestar koma einnig að verkefninu. Áslaug er annar stofnandi og fyrrverandi framkvæmdastjóri tískufyrirtækisins Moda Operandi en hún hefur notið mikillar velgengni í tískuheiminum ytra fyrir það. Áslaug hlaut viðurnefnið „tískunnar góða álfkona“ hjá tískutímaritinu Vogue fyrir störf sín í Moda Operandi. „Við Áslaug höfum verið vinir í langan tíma. Áslaug er frumkvöðull, gríðarlega einbeitt og eldklár. Ég og Birna Rún, eiginkona mín, sem er einnig vinkona Áslaugar, höfum heimsótt hana nokkrum sinnum til New York og það er alveg magnað hvað hún hefur náð langt í sínu starfi. Hún fær hugmyndina að Moda Operandi sem varð á örfáum mánuðum að 15 milljarða fyrirtæki sem öll helstu tískufyrirtæki heims fjárfestu í,“ segir Jakob Frímann. Fyrirtækið er í dag metið á 70 milljarða. Hann segir það spennandi að vinna náið með Áslaugu og hrinda þróunarfélaginu í framkvæmd en hugmyndina segir hann hafa komið fyrir nákvæmlega tveimur árum. ONE sé í raun hugsmíð Brevards sem kviknaði þegar hann var staddur á landinu. „Við vorum öll í boði hjá Áslaugu ásamt fleira fólki. Það var feikilega mikil orka í kring um John og hann fékk einhverja sýn. Hann fer að lýsa öllu mjög ítarlega fyrir okkur, þetta var einstök stund. Þarna verður í rauninni ONE til sem meðal annars er ætlað að vera vettvangur fyrir framtíðarhugsuði að koma saman og fjalla um brýnustu mál hvers tíma. Þá mun nýjustu tækni og vísindum ætlaður griðastaður á þessum slóðum í framtíðinni ef Guð lofar.“ Farið var af stað með hugmyndina og um mitt síðasta ár keypti Áslaug landið í Össurárdal í Austur-Skaftafellssýslu, sem er mitt á milli Eystrahorns og Vesturhorns í Lóni, um 20 mínútur frá Höfn í Hornafirði. „Það var ferðast víða um landið í leit að viðeigandi stað fyrir ONE-samfélagið. En John er næmur. Hann vissi nákvæmlega hvar staðurinn var. Þarna í Lóni er svört strönd og svanir, gríðarlega fallegt landslag. Lóðin var keypt og síðan var byrjað að teikna og útfæra þetta þriggja fasa verkefni,“ segir Jakob Frímann að lokum. Stefnt er að því að lúxushótelið Álfaland verði opnað og tekið í notkun árið 2020.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira