Málið sem stjórnmálin skulda þjóðinni rætt á Þingvöllum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 30. júní 2018 09:30 Formennirnir eyddu deginum í þingvallabænum og ræddu stjórnarskrárbreytingar. Fréttablaðið/ERNIR Stjórnmál „Mér finnst þjóðin eiga það inni hjá okkur að við gerum okkar besta til að ná sem mestri samstöðu um breytingar á stjórnarskránni þó að það verði gert í áföngum eins og ég legg upp með,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra en hún stefndi formönnum allra flokka til Þingvalla í gær til að ræða stjórnarskrárbreytingar. Þetta er fjórði fundur formannanna á kjörtímabilinu en unnið er á grundvelli minnisblaðs forsætisráðherra og fyrirheita í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Fyrstu þrír fundir hópsins fóru að mestu í að ræða fyrirkomulag vinnunnar, áfangaskiptingu, samráð við almenning og skipun sérfræðingahóps sem vinna mun með formönnunum á síðari stigum. „Í dag er fyrsti umræðufundur hópsins þar sem við sitjum saman í efnislegri umræðu og við forgangsröðum henni þannig að við byrjum á þeim málum sem hafa fengið mesta umfjöllun á undanförnum misserum. Við byrjuðum á umfjöllun um umhverfis- og auðlindamál, höfum verið að ræða breytingaákvæði stjórnarskrárinnar og erum núna að ræða framsalsákvæði,“ segir Katrín. Hún segir þó enga niðurstöðu munu liggja fyrir í lok fundar en hópurinn sé að leggja línurnar; hvaða spurningum þurfi að svara og hvernig þau vilji taka málin áfram. „Ég reikna með að ég leggi til í lok dags að við tökum annan vinnudag í lok hausts þar sem við höldum áfram á þessari braut.“ Katrín segir fundinn hafa verið góðan þótt formennirnir séu ekki sammála um allt. Við því hafi ekki verið að búast. „Sagan sýnir okkur að það hefur gengið erfiðlega að ná samstöðu á undanförnum árum og áratug um breytingar á stjórnarskrá og það er full ástæða til að við séum meðvituð um þá sögu,“ segir Katrín aðspurð um hug formannanna til verkefnisins og væntingar hennar sjálfrar. og leggur áherslu á þá skoðun sína að stjórnmálamenn geri sitt besta til að ná samstöðu um breytingar.Það kom mörgum á óvart að Katrín Jakobsdóttir skyldi ráða Sjálfstæðiskonuna Unni Brá Konráðsdóttur sem verkefnastjóra stjórnarskrármálsins. Hún var hins vegar vel liðinn forseti Alþingis á síðasta kjörtímabili og nýtur trausts út fyrir raðir síns flokks. Fréttablaðið/ERNIRVinnan fram undan Í minnisblaði forsætisráðherra um fyrirkomulag vinnunnar er lagt upp með að henni verði áfangaskipt og hún fari fram bæði á yfirstandandi kjörtímabili og því næsta. Hliðsjón verður höfð af þeirri vinnu sem unnin hefur verið á undanförnum áratug og kapp lagt á að starfið verði gagnsætt með víðtæku samráði við almenning. Miðað er við að umræðuskjal verði gert fyrir hvert og eitt viðfangsefni þar sem reifaðar verði fyrri tillögur um efnið, frá stjórnlagaráði og öðrum. Efnt verði til opins samráðs um hvert og eitt skjal og að því loknu samið erindisbréf til sérfræðinganefndar sem semur frumvarp. Það fari svo í umræðu meðal formanna og í umsagnaferli til dæmis hjá Feneyjanefndinni og yrði að lokum lagt fram á Alþingi á síðasta haustþingi kjörtímabilsins.Hugmyndir um almenningssamráð Nokkrar leiðir til almenningssamráðs hafa verið ræddar á fundum formanna flokkanna. Umræðuskjal sett á vefinn og opnað fyrir athugasemdir. Kostur gefinn á rökum með og á móti tiltekinni hugmynd með möguleika á atkvæðagreiðslum með og á móti rökum. Rökræðukannanir með þverskurði þjóðarinnar.Rökræðukannanir Fara þannig fram að hópi sem endurspeglar þverskurð þjóðarinnar yrðu sendar upplýsingar um tiltekið umfjöllunarefni. Könnun yrði gerð meðal hópsins og afstaða fengin til efnisins. Hópurinn yrði svo boðaður til vinnufundar í einn til tvo daga með aðkomu sérfræðinga. Í lokin yrði aftur gerð könnun meðal þátttakenda og athugað hvort viðhorfin hefðu breyst. Þátttakendur yrðu 200 til 300 Kostnaður er að lágmarki 20 milljónir, (fundargerð 2. fundar). Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Stjórnmál „Mér finnst þjóðin eiga það inni hjá okkur að við gerum okkar besta til að ná sem mestri samstöðu um breytingar á stjórnarskránni þó að það verði gert í áföngum eins og ég legg upp með,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra en hún stefndi formönnum allra flokka til Þingvalla í gær til að ræða stjórnarskrárbreytingar. Þetta er fjórði fundur formannanna á kjörtímabilinu en unnið er á grundvelli minnisblaðs forsætisráðherra og fyrirheita í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Fyrstu þrír fundir hópsins fóru að mestu í að ræða fyrirkomulag vinnunnar, áfangaskiptingu, samráð við almenning og skipun sérfræðingahóps sem vinna mun með formönnunum á síðari stigum. „Í dag er fyrsti umræðufundur hópsins þar sem við sitjum saman í efnislegri umræðu og við forgangsröðum henni þannig að við byrjum á þeim málum sem hafa fengið mesta umfjöllun á undanförnum misserum. Við byrjuðum á umfjöllun um umhverfis- og auðlindamál, höfum verið að ræða breytingaákvæði stjórnarskrárinnar og erum núna að ræða framsalsákvæði,“ segir Katrín. Hún segir þó enga niðurstöðu munu liggja fyrir í lok fundar en hópurinn sé að leggja línurnar; hvaða spurningum þurfi að svara og hvernig þau vilji taka málin áfram. „Ég reikna með að ég leggi til í lok dags að við tökum annan vinnudag í lok hausts þar sem við höldum áfram á þessari braut.“ Katrín segir fundinn hafa verið góðan þótt formennirnir séu ekki sammála um allt. Við því hafi ekki verið að búast. „Sagan sýnir okkur að það hefur gengið erfiðlega að ná samstöðu á undanförnum árum og áratug um breytingar á stjórnarskrá og það er full ástæða til að við séum meðvituð um þá sögu,“ segir Katrín aðspurð um hug formannanna til verkefnisins og væntingar hennar sjálfrar. og leggur áherslu á þá skoðun sína að stjórnmálamenn geri sitt besta til að ná samstöðu um breytingar.Það kom mörgum á óvart að Katrín Jakobsdóttir skyldi ráða Sjálfstæðiskonuna Unni Brá Konráðsdóttur sem verkefnastjóra stjórnarskrármálsins. Hún var hins vegar vel liðinn forseti Alþingis á síðasta kjörtímabili og nýtur trausts út fyrir raðir síns flokks. Fréttablaðið/ERNIRVinnan fram undan Í minnisblaði forsætisráðherra um fyrirkomulag vinnunnar er lagt upp með að henni verði áfangaskipt og hún fari fram bæði á yfirstandandi kjörtímabili og því næsta. Hliðsjón verður höfð af þeirri vinnu sem unnin hefur verið á undanförnum áratug og kapp lagt á að starfið verði gagnsætt með víðtæku samráði við almenning. Miðað er við að umræðuskjal verði gert fyrir hvert og eitt viðfangsefni þar sem reifaðar verði fyrri tillögur um efnið, frá stjórnlagaráði og öðrum. Efnt verði til opins samráðs um hvert og eitt skjal og að því loknu samið erindisbréf til sérfræðinganefndar sem semur frumvarp. Það fari svo í umræðu meðal formanna og í umsagnaferli til dæmis hjá Feneyjanefndinni og yrði að lokum lagt fram á Alþingi á síðasta haustþingi kjörtímabilsins.Hugmyndir um almenningssamráð Nokkrar leiðir til almenningssamráðs hafa verið ræddar á fundum formanna flokkanna. Umræðuskjal sett á vefinn og opnað fyrir athugasemdir. Kostur gefinn á rökum með og á móti tiltekinni hugmynd með möguleika á atkvæðagreiðslum með og á móti rökum. Rökræðukannanir með þverskurði þjóðarinnar.Rökræðukannanir Fara þannig fram að hópi sem endurspeglar þverskurð þjóðarinnar yrðu sendar upplýsingar um tiltekið umfjöllunarefni. Könnun yrði gerð meðal hópsins og afstaða fengin til efnisins. Hópurinn yrði svo boðaður til vinnufundar í einn til tvo daga með aðkomu sérfræðinga. Í lokin yrði aftur gerð könnun meðal þátttakenda og athugað hvort viðhorfin hefðu breyst. Þátttakendur yrðu 200 til 300 Kostnaður er að lágmarki 20 milljónir, (fundargerð 2. fundar).
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira