Þurfum að breyta kerfinu svo að fólk búi ekki við sára fátækt sighvatur@frettabladid.is skrifar 30. júní 2018 08:30 Öryrkjar mótmæltu slæmum kjörum sínum við setningu Alþingis í desember. Margir lífeyrisþegar fá skertar greiðslur vegna fyrri búsetu erlendis. Þingmaður VG segir aðkallandi að taka á vanda þessa hóps. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK „Þetta er sá hópur lífeyrisþega sem býr við hvað mesta fátækt og það er að fjölga í hópnum,“ segir Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, um þá lífeyrisþega sem fá skertar greiðslur úr almannatryggingum vegna fyrri búsetu erlendis. Í svari Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og jafnréttismálaráðherra, við fyrirspurn Steinunnar Þóru kemur fram að á síðasta ári hafi rúmlega 3.000 lífeyrisþegar fengið skertar greiðslur vegna fyrri búsetu erlendis. Ellilífeyrisþegar voru 1.762, örorkulífeyrisþegar 1.330 og endurhæfingarlífeyrisþegar 82. Af þessum rúmlega 3.000 lífeyrisþegum voru um 1.800 búsettir á Íslandi. „Ástæða fyrirspurnarinnar er sú að það er mjög mikilvægt að kortleggja þennan hóp. Það skiptir máli að vita fjöldann til að hægt sé að reyna að breyta kerfinu þannig að fólk þurfi ekki að búa við sára fátækt vegna þess að það hefur starfað hluta ævinnar erlendis.“Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður VGSteinunn Þóra segir þetta hóp sem búi við mjög kröpp kjör. Samkvæmt upplýsingum frá Öryrkjabandalagi Íslands eru dæmi um að einstaklingar hafi allt niður í 80 þúsund krónur á mánuði í ráðstöfunartekjur. Alls voru 1.240 af þessum lífeyrisþegum með heildartekjur undir framfærsluviðmiði án heimilisuppbótar eða 39 prósent hópsins. „Það er mjög aðkallandi að leysa úr þessu þar sem við sjáum fram á að það muni fjölga enn frekar í þessum hópi á næstu árum. Það hefur lengi verið rætt um að það þurfi að taka á þessum málum en það hefur enn ekki tekist. Þetta er hópur sem við þurfum að fjalla sérstaklega um.“ Mikil fjölgun hefur orðið í þessum hópi en í honum voru alls rúmlega 1.500 manns árið 2010, þar af voru um 900 með búsetu á Íslandi. „Almannatryggingakerfið okkar er þannig að þú vinnur þér inn rétt til greiðslna með búsetu í landinu. Þannig fá margir bara hlutabætur út úr kerfinu. Það er umhugsunarefni að það hafa verið gerðir samningar þar sem fólk heldur ýmsum réttindum sínum þegar það flytur milli landa til að starfa. En þegar eitthvað kemur fyrir, langvinnir sjúkdómar eða slys, þá erum við ekki með kerfi sem nær að tryggja framfærsluna.“ Steinunn Þóra segir kerfið gera ráð fyrir því að einstaklingar fái greiðslur frá því landi sem viðkomandi hafi búið í. Svar ráðherrans sýni hins vegar að fólk fái oft ekki neinar greiðslur frá fyrra búsetulandi. Það skýrist af ólíkum lögum og reglum, til dæmis um örorkumat. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Sjá meira
„Þetta er sá hópur lífeyrisþega sem býr við hvað mesta fátækt og það er að fjölga í hópnum,“ segir Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, um þá lífeyrisþega sem fá skertar greiðslur úr almannatryggingum vegna fyrri búsetu erlendis. Í svari Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og jafnréttismálaráðherra, við fyrirspurn Steinunnar Þóru kemur fram að á síðasta ári hafi rúmlega 3.000 lífeyrisþegar fengið skertar greiðslur vegna fyrri búsetu erlendis. Ellilífeyrisþegar voru 1.762, örorkulífeyrisþegar 1.330 og endurhæfingarlífeyrisþegar 82. Af þessum rúmlega 3.000 lífeyrisþegum voru um 1.800 búsettir á Íslandi. „Ástæða fyrirspurnarinnar er sú að það er mjög mikilvægt að kortleggja þennan hóp. Það skiptir máli að vita fjöldann til að hægt sé að reyna að breyta kerfinu þannig að fólk þurfi ekki að búa við sára fátækt vegna þess að það hefur starfað hluta ævinnar erlendis.“Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður VGSteinunn Þóra segir þetta hóp sem búi við mjög kröpp kjör. Samkvæmt upplýsingum frá Öryrkjabandalagi Íslands eru dæmi um að einstaklingar hafi allt niður í 80 þúsund krónur á mánuði í ráðstöfunartekjur. Alls voru 1.240 af þessum lífeyrisþegum með heildartekjur undir framfærsluviðmiði án heimilisuppbótar eða 39 prósent hópsins. „Það er mjög aðkallandi að leysa úr þessu þar sem við sjáum fram á að það muni fjölga enn frekar í þessum hópi á næstu árum. Það hefur lengi verið rætt um að það þurfi að taka á þessum málum en það hefur enn ekki tekist. Þetta er hópur sem við þurfum að fjalla sérstaklega um.“ Mikil fjölgun hefur orðið í þessum hópi en í honum voru alls rúmlega 1.500 manns árið 2010, þar af voru um 900 með búsetu á Íslandi. „Almannatryggingakerfið okkar er þannig að þú vinnur þér inn rétt til greiðslna með búsetu í landinu. Þannig fá margir bara hlutabætur út úr kerfinu. Það er umhugsunarefni að það hafa verið gerðir samningar þar sem fólk heldur ýmsum réttindum sínum þegar það flytur milli landa til að starfa. En þegar eitthvað kemur fyrir, langvinnir sjúkdómar eða slys, þá erum við ekki með kerfi sem nær að tryggja framfærsluna.“ Steinunn Þóra segir kerfið gera ráð fyrir því að einstaklingar fái greiðslur frá því landi sem viðkomandi hafi búið í. Svar ráðherrans sýni hins vegar að fólk fái oft ekki neinar greiðslur frá fyrra búsetulandi. Það skýrist af ólíkum lögum og reglum, til dæmis um örorkumat.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Sjá meira